Ónotaskrif Moggans Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar 14. janúar 2008 11:14 Óskaplega líður pólitískum skíbentum Morgunblaðsins illa þessa dagana. Þeir geta greinilega ekki sætt við nýja ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks. Þvílíkt vein sem lesa má úr pistlum blaðsins. Mogginn er að breytast í pólitíska grenjuskjóðu. En þetta er í aðra röndina skemmtilegt. Ég er mikill Moggamaður og kemst ekki í gegnum daginn án þess að lesa málgagnið upp til agna - og vitaskuld fyrirgef ég Styrmi og félögum þessa óhamingju. Það hefur alltaf þurft að lesa pólitísk skrif blaðsins með skrýtnu gleraugunum. Mogginn hefur vitaskuld alltaf verið hallur undir harðlínu Flokksins. Hann er og hefur verið málgagn ákveðinna sjónarmiða innan Flokksins. Það er í góðu lagi. Af því maður veit það. Mogginn hefur um árabil verið sæll með sitt. Hann hefur verið þrettándi ráðherrann - og framkvæmt vald sitt á síðum blaðsins. En nú er hann sumsé kominn í stjórnarandstöðu. Búinn að missa vald sitt. Hann er ekki lengur í foringjaklíku Flokksins. Geir H. Haarde er ekki í pólitík til að halda öðrum frá völdum. Hann velur samstrafsmenn út frá þjóðarhagsmunum fremur en flokkshagsmunum. Þetta finnst Mogga skrýtið. Illskiljanlegt. Og grætur. Mogginn hatar Samfylkinguna. Elskar vinstri græna. Og veit ekkert lengur hvað hann á að gera með Sjálfstæðisflokkinn sinn. Þetta hlýtur að vera erfitt. Ef ekki óbærilegt. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun
Óskaplega líður pólitískum skíbentum Morgunblaðsins illa þessa dagana. Þeir geta greinilega ekki sætt við nýja ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks. Þvílíkt vein sem lesa má úr pistlum blaðsins. Mogginn er að breytast í pólitíska grenjuskjóðu. En þetta er í aðra röndina skemmtilegt. Ég er mikill Moggamaður og kemst ekki í gegnum daginn án þess að lesa málgagnið upp til agna - og vitaskuld fyrirgef ég Styrmi og félögum þessa óhamingju. Það hefur alltaf þurft að lesa pólitísk skrif blaðsins með skrýtnu gleraugunum. Mogginn hefur vitaskuld alltaf verið hallur undir harðlínu Flokksins. Hann er og hefur verið málgagn ákveðinna sjónarmiða innan Flokksins. Það er í góðu lagi. Af því maður veit það. Mogginn hefur um árabil verið sæll með sitt. Hann hefur verið þrettándi ráðherrann - og framkvæmt vald sitt á síðum blaðsins. En nú er hann sumsé kominn í stjórnarandstöðu. Búinn að missa vald sitt. Hann er ekki lengur í foringjaklíku Flokksins. Geir H. Haarde er ekki í pólitík til að halda öðrum frá völdum. Hann velur samstrafsmenn út frá þjóðarhagsmunum fremur en flokkshagsmunum. Þetta finnst Mogga skrýtið. Illskiljanlegt. Og grætur. Mogginn hatar Samfylkinguna. Elskar vinstri græna. Og veit ekkert lengur hvað hann á að gera með Sjálfstæðisflokkinn sinn. Þetta hlýtur að vera erfitt. Ef ekki óbærilegt. -SER.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun