Sam Shepard í mynd Balta 8. júlí 2008 06:00 Gamla goðið hans Baltasars hefur fallist á að leika í myndinni Run for her Live. Nordicphotos/Getty „Hann er goðið. Þetta er gamall draumur," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Baltasar var að ganga frá því nú fyrir fáeinum dögum að ráða sjálfan Sam Shepard til að leika stórt hlutverk í kvikmynd sem hann leikstýrir úti í Nýju-Mexíkó - á verndarsvæði indíana. Um er að ræða Hollywood-myndina Run for her Live. Myndin kostar 80 milljónir dollara og er þetta í fyrsta skipti sem íslenskur leikstjóri gerir mynd af þessari stærðargráðu á erlendri grund. Í aðalhlutverkum eru Dermot Mulrony og þýska leikkonan Diane Kruger en auk þeirra fara Vincent Perez og Jordi Maalá með hlutverk í myndinni ásamt Shepard. „Þetta er stórt hlutverk en einangrað að því leyti að það er tekið upp sér. Hann er að leika Jim Harrisson, pólitíkus frá New-Mexico, sem er tvöfaldur í roðinu. Mig hefur lengi dreymt um að vinna með honum. Bæði er hann frábær leikari og mikið leikskáld. Hann stendur fyrir svo margt," segir Baltasar. Og ekki lítið hrós sem hann fékk frá Shepard sem hrósaði handritinu sem Baltasar hefur endurskrifað. „Þannig að það hlýtur eitthvað að vera í þessu." Baltasar lýgur engu um það: Sam Shepard er eitthvert virtasta núlifandi leikskáld heimsins auk þess sem afrekaskrá hans sem leikari á hvíta tjaldinu er tilkomumikil lesning: Frances, Homo Faber, The Pledge, The Right Stuff svo handahófskennd dæmi séu nefnd. Baltasar var nýverið hér á landi, skrapp á Landsmót hestamanna meðan Bandaríkjamenn héldu upp á 4. júlí, segist hafa þurft að athuga með ræturnar þótt hann láti vel af sér í Nýju-Mexíkó. „Þarna er mikill hiti. Og ég að breytast í súkkulaðisósu. En þetta gengur rosalega vel. Við erum tæplega hálfnaðir í tökum en fyrirhugað er að þeim ljúki í byrjun ágúst. Ég er á leiðinni aftur," segir Baltasar. Hann nefnir einnig mikinn hvalreka á fjörur þeirra sem að myndinni koma, en þar er um að ræða manninn sem stjórnaði öllum hasaratriðunum í Bourne-myndunum þar sem Matt Damon var í aðalhlutverki. „Já, munar um minna. Darrin Prescott er „stunt coordinator". Bourne-myndirnar eru flottustu „action"-myndir sem gerðar hafa verið í Ameríku," segir Baltasar sem nú heldur utan til að ljúka tökum. Og er ekki lítið ánægður með það að vera að fara að starfa með sjálfum Sam Shepard. jakob@frettabladid.is Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Hann er goðið. Þetta er gamall draumur," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Baltasar var að ganga frá því nú fyrir fáeinum dögum að ráða sjálfan Sam Shepard til að leika stórt hlutverk í kvikmynd sem hann leikstýrir úti í Nýju-Mexíkó - á verndarsvæði indíana. Um er að ræða Hollywood-myndina Run for her Live. Myndin kostar 80 milljónir dollara og er þetta í fyrsta skipti sem íslenskur leikstjóri gerir mynd af þessari stærðargráðu á erlendri grund. Í aðalhlutverkum eru Dermot Mulrony og þýska leikkonan Diane Kruger en auk þeirra fara Vincent Perez og Jordi Maalá með hlutverk í myndinni ásamt Shepard. „Þetta er stórt hlutverk en einangrað að því leyti að það er tekið upp sér. Hann er að leika Jim Harrisson, pólitíkus frá New-Mexico, sem er tvöfaldur í roðinu. Mig hefur lengi dreymt um að vinna með honum. Bæði er hann frábær leikari og mikið leikskáld. Hann stendur fyrir svo margt," segir Baltasar. Og ekki lítið hrós sem hann fékk frá Shepard sem hrósaði handritinu sem Baltasar hefur endurskrifað. „Þannig að það hlýtur eitthvað að vera í þessu." Baltasar lýgur engu um það: Sam Shepard er eitthvert virtasta núlifandi leikskáld heimsins auk þess sem afrekaskrá hans sem leikari á hvíta tjaldinu er tilkomumikil lesning: Frances, Homo Faber, The Pledge, The Right Stuff svo handahófskennd dæmi séu nefnd. Baltasar var nýverið hér á landi, skrapp á Landsmót hestamanna meðan Bandaríkjamenn héldu upp á 4. júlí, segist hafa þurft að athuga með ræturnar þótt hann láti vel af sér í Nýju-Mexíkó. „Þarna er mikill hiti. Og ég að breytast í súkkulaðisósu. En þetta gengur rosalega vel. Við erum tæplega hálfnaðir í tökum en fyrirhugað er að þeim ljúki í byrjun ágúst. Ég er á leiðinni aftur," segir Baltasar. Hann nefnir einnig mikinn hvalreka á fjörur þeirra sem að myndinni koma, en þar er um að ræða manninn sem stjórnaði öllum hasaratriðunum í Bourne-myndunum þar sem Matt Damon var í aðalhlutverki. „Já, munar um minna. Darrin Prescott er „stunt coordinator". Bourne-myndirnar eru flottustu „action"-myndir sem gerðar hafa verið í Ameríku," segir Baltasar sem nú heldur utan til að ljúka tökum. Og er ekki lítið ánægður með það að vera að fara að starfa með sjálfum Sam Shepard. jakob@frettabladid.is
Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira