ZikZak splæsir smókinginn Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 24. apríl 2008 06:30 Mikill heiður. Rúnari Rúnarssyni hefur á örskömmum tíma tekist að vera tilefndur til Óskars-og Cannesverðlauna. Kvikmyndagerðarmaðurinn Rúnar Rúnarsson keppir um aðalverðlaunin í flokki stuttmynda á Cannes-hátíðinni. „Ég sagði við þau hjá ZikZak þegar við vorum að gera myndina að þau yrðu að splæsa í smóking þegar við færum á Cannes. Þau samþykktu það strax og nú er komið að ögurstund; þegar ég fer og vel Armani-smókinginn,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Rúnar Rúnarsson. Ekkert lát er á velgengni Rúnars því nýjasta stuttmynd hans, Smáfuglar eða 2Birds, keppir um aðalverðlaunin á Cannes-kvikmyndahátíðinni sem fram fer um miðjan maí. Rúnar viðurkennir að hann hafi ekki átt fínu fötin sem hann klæddist þegar hann fór á Óskarinn með Síðasta bæinn en hann ætli sér ekki að gera sömu mistökin tvisvar. Þetta er aðeins í annað sinn sem íslensk kvikmynd hlotnast þessi heiður en árið 1993 keppti stuttmynd Ingu Lísu Middleton, Ævintýri í okkar landi, um þessa sömu verðlaun. Í fréttatilkynningu frá kvikmyndafyrirtækinu ZikZak kemur fram að myndin sé hrá, sjokkerandi og jafnvel grimmileg og að hún eigi eftir vekja umtal. Rúnar kemur sér hjá því að svara spurningunum tengdum þessum sterku lýsingarorðum eins og sannur stjórnmálamaður, segir þetta ekki vera sín orð og forðast að uppljóstra nokkuð. Myndin var að öllu leyti tekin upp á gamla varnarsvæðinu í Reykjanesbæ, skömmu eftir að varnarliðið hafði yfirgefið land og þjóð og Rúnar segir það vissulega hafa verið kost að hafa heilt bæjarfélag út fyrir sig. „Þetta var óneitanlega eins og að vera í draugabæ.“ Rúnar á nú ár eftir í námi við konunglega kvikmyndaháskólann í Kaupmannahöfn og leikstjórinn segist vera með í smíðum tvær kvikmyndir í fullri lengd sem verði farið af stað með eftir útskrift „Smáfuglar er hins vegar önnur myndin í þríleik og ég ætla mér að klára hann áður en ég dembi mér útí löngu myndirnar,“ segir Rúnar. Cannes Menning Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Kvikmyndagerðarmaðurinn Rúnar Rúnarsson keppir um aðalverðlaunin í flokki stuttmynda á Cannes-hátíðinni. „Ég sagði við þau hjá ZikZak þegar við vorum að gera myndina að þau yrðu að splæsa í smóking þegar við færum á Cannes. Þau samþykktu það strax og nú er komið að ögurstund; þegar ég fer og vel Armani-smókinginn,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Rúnar Rúnarsson. Ekkert lát er á velgengni Rúnars því nýjasta stuttmynd hans, Smáfuglar eða 2Birds, keppir um aðalverðlaunin á Cannes-kvikmyndahátíðinni sem fram fer um miðjan maí. Rúnar viðurkennir að hann hafi ekki átt fínu fötin sem hann klæddist þegar hann fór á Óskarinn með Síðasta bæinn en hann ætli sér ekki að gera sömu mistökin tvisvar. Þetta er aðeins í annað sinn sem íslensk kvikmynd hlotnast þessi heiður en árið 1993 keppti stuttmynd Ingu Lísu Middleton, Ævintýri í okkar landi, um þessa sömu verðlaun. Í fréttatilkynningu frá kvikmyndafyrirtækinu ZikZak kemur fram að myndin sé hrá, sjokkerandi og jafnvel grimmileg og að hún eigi eftir vekja umtal. Rúnar kemur sér hjá því að svara spurningunum tengdum þessum sterku lýsingarorðum eins og sannur stjórnmálamaður, segir þetta ekki vera sín orð og forðast að uppljóstra nokkuð. Myndin var að öllu leyti tekin upp á gamla varnarsvæðinu í Reykjanesbæ, skömmu eftir að varnarliðið hafði yfirgefið land og þjóð og Rúnar segir það vissulega hafa verið kost að hafa heilt bæjarfélag út fyrir sig. „Þetta var óneitanlega eins og að vera í draugabæ.“ Rúnar á nú ár eftir í námi við konunglega kvikmyndaháskólann í Kaupmannahöfn og leikstjórinn segist vera með í smíðum tvær kvikmyndir í fullri lengd sem verði farið af stað með eftir útskrift „Smáfuglar er hins vegar önnur myndin í þríleik og ég ætla mér að klára hann áður en ég dembi mér útí löngu myndirnar,“ segir Rúnar.
Cannes Menning Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira