Leyndardómur árinnar Einar Már Jónsson skrifar 27. ágúst 2008 06:00 Fyrir nokkru birtust í gluggum hljómplötuverslana geisladiskar þar sem kínverskur píanóleikari, kona að nafni Zhu Xiao-Mei (framborið: Dzjú Hsjá-Mei) lék seinni bókina af „hljómborðinu vel stillta" eftir Jóhann Sebastian Bach, allar prelúdíurnar og fúgurnar tuttugu og fjórar. Um sama leyti komu út endurminningar hennar undir heitinu „Áin og leyndardómur hennar", og er þar sögð saga sem ekki er úr vegi að rifja upp á því afmælisári sem nú stendur yfir. Ýmsir þættir hennar eru hluti af almennri sögu Kína síðustu áratugi og því vel kunnir. Zhu Xiao-Mei var komin af menntamannafjölskyldu í Peking sem hafði orðið fyrir áhrifum af vestrænni menningu, faðir hennar var upphaflega sjúkrahúslæknir en missti atvinnuna í ólgunni eftir stríðið og móðir hennar átti sjaldgæfan grip: píanó. Þetta píanó var bæði þeirra gæfa og ógæfa, það sannaði að fjölskyldan var af illum rótum runnin, því einungis burgeisar gátu eignast slíkan hlut, en jafnframt gerði það móðurinni kleift að sjá fjölskyldunni farborða með píanókennslu á þessum fyrstu þrengingatímum rétt eftir valdatöku kommúnista. Þar sem Zhu Xiao-Mei sýndi snemma mikla tónlistarhæfileika komst hún inn í helsta tónlistarskóla Peking, þar sem námið var strangt. En margar blikur voru á lofti. Skömmu áður en hún átti að halda sína fyrstu skólatónleika, klifraði hún upp á þak skólans að næturlagi ásamt fleiri nemendum og sagði þá í hálfkæringi eins og unglingum er títt: „Ef ég hoppaði nú niður..." Er ekki að orðlengja það, hún var ákærð fyrir að hafa ætlað að farga sér, en slíkt var gagnbyltingarstarfsemi af versta tagi og sýndi auk þess að maður hafði ekki trú á Flokknum. Vafasamur uppruni hennar gerði málið enn verra. Tónleikarnir eru afboðaðir samstundis og Zhu Xiao-Mei er neydd til að semja skriflega „sjálfsgagnrýni", þar sem hún játar flest afbrot bæði á sig og fjölskylduna, og tíundar ekki síst þær borgaralegu bókmenntir sem hafi spillt henni, Dostojefskí, Balzac og slíkt. Þessa játningu verður hún svo að lesa upp í heyrenda hljóði. En það bætir stundum bölið að bíða annað verra. Um þessar mundir skellur „menningarbyltingin" svokallaða á í Kína, og þá er hið mikla afbrot Zhu Xiao-Mei smámál sem gleymist fljótt. Því nú fer allt í bál og brand í tónlistarskólanum, nemendurnir rísa gegn kennurunum, samkvæmt fyrirskipunum hins mikla oddvita, þeir leggja á þá hendur, hrekja þá og niðurlægja fyrir að hafa eitrað fyrir þá með kennslunni, þeir kasta nótnabókum og hljómplötum á bál og annað eftir því. Öll kennsla leggst að sjálfsögðu niður. Fjölskylda Zhu Xiao-Mei er dauðhrædd við að þurfa að þola þungar skriftir út af píanóinu, og þar sem henni tekst ekki að losa sig við það setur hún á það skilti með orðunum: „Þetta píanó var keypt með því að arðræna alþýðuna", í þeirri von um að það muni friða „rauðu varðliðana". Það tókst nokkurn veginn. En Zhu Xiao-Mei, sem hefur verið talsvert heilaþvegin í látunum, er send í endurhæfingarbúðir einhvers staðar nálægt landamærum Mongólíu, þar verður hún að dúsa ár eftir ár við skelfilegan aðbúnað, og tónlistin er úr sögunni. En svo gerist það einn dag að hún rekst á gamla og slitna harmóníku, hún freistast til að grípa í hana og það rifjast upp fyrir henn etýða eftir Chopin sem er aðallega fyrir hægri hendi og með mjög einföldum bassa. Eftir það fann hún enga ró í beinunum fyrr en henni tókst að fá píanóið sent frá Peking. Hún spilaði Bach, Chopin og Rachmaninov, og taldi fáfróðum varðmönnum um að þetta væri „yanbangxi", sú eina tónlist sem var leyfð í Kína á tímum menningarbyltingarinnar. Svo leið tíminn, öndin skrapp úr Mao oddvita og árið 1974 var Zhu Xiao-Mei loks látin laus úr „endurhæfingarbúðunum", eftir fimm ára dvöl. Hún gat hafið námið á ný fyrir alvöru, og eftir nokkurn tíma tókst henni að fá vegabréf til að komast á tónlistarskóla í Bandaríkjunum. Í flugvélinni á leiðinni tók bandarísk kona, háskólakennari í heimspeki, hana tali og vildi ræða um Lao Tse. „Lao Tse, hver er það?" sagði Zhu Xiao-Mei, „aldrei heyrt hann nefndan." „Þetta er menningarbyltingin", sagði bandaríska konan. Zhu Xiao-Mei fór ekki aftur til Kína. Hún sneri sér að því að byggja sjálfa sig upp aftur eftir allt sem gerst hafði, fyrst í Bandaríkjunum og síðan í Frakklandi þar sem hún settist að. Til þess hafði hún tvo volduga hjálparanda Bach og Lao Tse sem henni fundust andlega skyldir, kannske hefði Bach verið Lao Tse endurholdgaður. „Bach" var „Áin", nú var henni fyrir öllu að nálgast leyndardóma hennar, og til þess fundust henni Goldberg-tilbrigðin besta leiðin. Og nú hefur Zhu Xiao-Mei haldið tónleika víða um heim og leikið inn á marga geisladiska. Þannig hefur það sannast, sem mörgum var hulið 1968, að Bach er sterkari en Mao. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Fyrir nokkru birtust í gluggum hljómplötuverslana geisladiskar þar sem kínverskur píanóleikari, kona að nafni Zhu Xiao-Mei (framborið: Dzjú Hsjá-Mei) lék seinni bókina af „hljómborðinu vel stillta" eftir Jóhann Sebastian Bach, allar prelúdíurnar og fúgurnar tuttugu og fjórar. Um sama leyti komu út endurminningar hennar undir heitinu „Áin og leyndardómur hennar", og er þar sögð saga sem ekki er úr vegi að rifja upp á því afmælisári sem nú stendur yfir. Ýmsir þættir hennar eru hluti af almennri sögu Kína síðustu áratugi og því vel kunnir. Zhu Xiao-Mei var komin af menntamannafjölskyldu í Peking sem hafði orðið fyrir áhrifum af vestrænni menningu, faðir hennar var upphaflega sjúkrahúslæknir en missti atvinnuna í ólgunni eftir stríðið og móðir hennar átti sjaldgæfan grip: píanó. Þetta píanó var bæði þeirra gæfa og ógæfa, það sannaði að fjölskyldan var af illum rótum runnin, því einungis burgeisar gátu eignast slíkan hlut, en jafnframt gerði það móðurinni kleift að sjá fjölskyldunni farborða með píanókennslu á þessum fyrstu þrengingatímum rétt eftir valdatöku kommúnista. Þar sem Zhu Xiao-Mei sýndi snemma mikla tónlistarhæfileika komst hún inn í helsta tónlistarskóla Peking, þar sem námið var strangt. En margar blikur voru á lofti. Skömmu áður en hún átti að halda sína fyrstu skólatónleika, klifraði hún upp á þak skólans að næturlagi ásamt fleiri nemendum og sagði þá í hálfkæringi eins og unglingum er títt: „Ef ég hoppaði nú niður..." Er ekki að orðlengja það, hún var ákærð fyrir að hafa ætlað að farga sér, en slíkt var gagnbyltingarstarfsemi af versta tagi og sýndi auk þess að maður hafði ekki trú á Flokknum. Vafasamur uppruni hennar gerði málið enn verra. Tónleikarnir eru afboðaðir samstundis og Zhu Xiao-Mei er neydd til að semja skriflega „sjálfsgagnrýni", þar sem hún játar flest afbrot bæði á sig og fjölskylduna, og tíundar ekki síst þær borgaralegu bókmenntir sem hafi spillt henni, Dostojefskí, Balzac og slíkt. Þessa játningu verður hún svo að lesa upp í heyrenda hljóði. En það bætir stundum bölið að bíða annað verra. Um þessar mundir skellur „menningarbyltingin" svokallaða á í Kína, og þá er hið mikla afbrot Zhu Xiao-Mei smámál sem gleymist fljótt. Því nú fer allt í bál og brand í tónlistarskólanum, nemendurnir rísa gegn kennurunum, samkvæmt fyrirskipunum hins mikla oddvita, þeir leggja á þá hendur, hrekja þá og niðurlægja fyrir að hafa eitrað fyrir þá með kennslunni, þeir kasta nótnabókum og hljómplötum á bál og annað eftir því. Öll kennsla leggst að sjálfsögðu niður. Fjölskylda Zhu Xiao-Mei er dauðhrædd við að þurfa að þola þungar skriftir út af píanóinu, og þar sem henni tekst ekki að losa sig við það setur hún á það skilti með orðunum: „Þetta píanó var keypt með því að arðræna alþýðuna", í þeirri von um að það muni friða „rauðu varðliðana". Það tókst nokkurn veginn. En Zhu Xiao-Mei, sem hefur verið talsvert heilaþvegin í látunum, er send í endurhæfingarbúðir einhvers staðar nálægt landamærum Mongólíu, þar verður hún að dúsa ár eftir ár við skelfilegan aðbúnað, og tónlistin er úr sögunni. En svo gerist það einn dag að hún rekst á gamla og slitna harmóníku, hún freistast til að grípa í hana og það rifjast upp fyrir henn etýða eftir Chopin sem er aðallega fyrir hægri hendi og með mjög einföldum bassa. Eftir það fann hún enga ró í beinunum fyrr en henni tókst að fá píanóið sent frá Peking. Hún spilaði Bach, Chopin og Rachmaninov, og taldi fáfróðum varðmönnum um að þetta væri „yanbangxi", sú eina tónlist sem var leyfð í Kína á tímum menningarbyltingarinnar. Svo leið tíminn, öndin skrapp úr Mao oddvita og árið 1974 var Zhu Xiao-Mei loks látin laus úr „endurhæfingarbúðunum", eftir fimm ára dvöl. Hún gat hafið námið á ný fyrir alvöru, og eftir nokkurn tíma tókst henni að fá vegabréf til að komast á tónlistarskóla í Bandaríkjunum. Í flugvélinni á leiðinni tók bandarísk kona, háskólakennari í heimspeki, hana tali og vildi ræða um Lao Tse. „Lao Tse, hver er það?" sagði Zhu Xiao-Mei, „aldrei heyrt hann nefndan." „Þetta er menningarbyltingin", sagði bandaríska konan. Zhu Xiao-Mei fór ekki aftur til Kína. Hún sneri sér að því að byggja sjálfa sig upp aftur eftir allt sem gerst hafði, fyrst í Bandaríkjunum og síðan í Frakklandi þar sem hún settist að. Til þess hafði hún tvo volduga hjálparanda Bach og Lao Tse sem henni fundust andlega skyldir, kannske hefði Bach verið Lao Tse endurholdgaður. „Bach" var „Áin", nú var henni fyrir öllu að nálgast leyndardóma hennar, og til þess fundust henni Goldberg-tilbrigðin besta leiðin. Og nú hefur Zhu Xiao-Mei haldið tónleika víða um heim og leikið inn á marga geisladiska. Þannig hefur það sannast, sem mörgum var hulið 1968, að Bach er sterkari en Mao.
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun