Nammifiskur í uppáhaldi 18. september 2008 07:00 Tónlistarmaðurinn Eyjólfur Kristjánsson er afskaplega hrifinn af nammifiskinum sem kona hans, Sandra Lárusdóttur, á heiðurinn að.fréttablaðið/anton Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður, sem nýlega gaf út plötuna Sýnir með lögum Bergþóru Árnadóttur, eldar stundum nammifisk með fjölskyldu sinni. Rétturinn er í miklu uppáhaldi hjá dóttur hans, sem fann einmitt upp á nafninu. Uppskriftin að nammifiskinum er komin frá konu Eyjólfs, Söndru Lárusdóttur, en nafnið frá dótturinni Guðnýju. „Það er alltaf erfitt að fá ung börn til að borða mikinn fisk en þegar Sandra gerði þennan rétt í fyrsta sinn fannst dóttur minni þetta svo rosalega gott að hún kallaði þetta nammifiskinn, enda er þetta hið mesta sælgæti," segir Eyjólfur. Hann segir að hægt sé að nota bæði kjúkling og fisk í uppskriftinni. „Ég læt fiskinn fylgja með núna því maður er fylgjandi því að fólk fari nú að draga úr offituvandanum og fari að borða svolítið hollt, þó að kjúklingur sé reyndar ágætur líka."Aleigan í mat og vínEyjólfur viðurkennir að vera mikill matgæðingur því hann hafi rosalega gaman af því að borða hinn ýmsa mat. „Ég er ekki matvandur og ég er alltaf til í að smakka eitthvað nýtt.Ég ferðast mikið í mínu starfi sem tónlistarmaður og maður hefur reynt að fara á hina ýmsu staði og prófa ýmislegt. Ég veit að kunningjar mínir og vinir gera oft grín að mér fyrir það að ég sé mikill gourmet-kall bæði á mat og vín," segir hann en lætur það ekki á sig fá. „Ég er örugglega búinn að eyða aleigunni minni í að borða góðan mat og drekka góð vín og ég verð bara að súpa seyðið af því," segir Eyfi og hlær.Aðferð:Fiskurinn er skorinn í hæfilega stóra bita og raðað í eldfast mót, því næst er fiskurinn kryddaður hæfilega með Provencale. Laukurinn, paprikan og sveppirnir skornir niður og steiktir á pönnu upp úr ólífuolíunni. Síðan er rjómanum hellt út á og kraftinum bætt út í. Þetta er svo soðið niður og hellt yfir fiskinn. Rifnum osti er svo stráð yfir og þetta er svo sett inn í ofn og bakað í um 25 mínútur við 200° C.Gott er að bera fram með þessu ferskt salat, hvítlauksbrauð eða ostabrauð. Mælt er sérstaklega með því að hvítvín sé drukkið með þessu, einna helst Pinot Grigio. freyr@frettabladid.is Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður, sem nýlega gaf út plötuna Sýnir með lögum Bergþóru Árnadóttur, eldar stundum nammifisk með fjölskyldu sinni. Rétturinn er í miklu uppáhaldi hjá dóttur hans, sem fann einmitt upp á nafninu. Uppskriftin að nammifiskinum er komin frá konu Eyjólfs, Söndru Lárusdóttur, en nafnið frá dótturinni Guðnýju. „Það er alltaf erfitt að fá ung börn til að borða mikinn fisk en þegar Sandra gerði þennan rétt í fyrsta sinn fannst dóttur minni þetta svo rosalega gott að hún kallaði þetta nammifiskinn, enda er þetta hið mesta sælgæti," segir Eyjólfur. Hann segir að hægt sé að nota bæði kjúkling og fisk í uppskriftinni. „Ég læt fiskinn fylgja með núna því maður er fylgjandi því að fólk fari nú að draga úr offituvandanum og fari að borða svolítið hollt, þó að kjúklingur sé reyndar ágætur líka."Aleigan í mat og vínEyjólfur viðurkennir að vera mikill matgæðingur því hann hafi rosalega gaman af því að borða hinn ýmsa mat. „Ég er ekki matvandur og ég er alltaf til í að smakka eitthvað nýtt.Ég ferðast mikið í mínu starfi sem tónlistarmaður og maður hefur reynt að fara á hina ýmsu staði og prófa ýmislegt. Ég veit að kunningjar mínir og vinir gera oft grín að mér fyrir það að ég sé mikill gourmet-kall bæði á mat og vín," segir hann en lætur það ekki á sig fá. „Ég er örugglega búinn að eyða aleigunni minni í að borða góðan mat og drekka góð vín og ég verð bara að súpa seyðið af því," segir Eyfi og hlær.Aðferð:Fiskurinn er skorinn í hæfilega stóra bita og raðað í eldfast mót, því næst er fiskurinn kryddaður hæfilega með Provencale. Laukurinn, paprikan og sveppirnir skornir niður og steiktir á pönnu upp úr ólífuolíunni. Síðan er rjómanum hellt út á og kraftinum bætt út í. Þetta er svo soðið niður og hellt yfir fiskinn. Rifnum osti er svo stráð yfir og þetta er svo sett inn í ofn og bakað í um 25 mínútur við 200° C.Gott er að bera fram með þessu ferskt salat, hvítlauksbrauð eða ostabrauð. Mælt er sérstaklega með því að hvítvín sé drukkið með þessu, einna helst Pinot Grigio. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira