Blaðberinn fær góðar viðtökur Steinunn Stefánsdóttir skrifar 20. apríl 2008 08:00 Fréttablaðið hóf dreifingu Blaðberans nú fyrir helgi. Blaðberinn er hvort tveggja í senn, blaðakarfa og taska sem nota má til að bera blöðin sín í endurvinnslu. Markmiðið með dreifingu Blaðberans er að hvetja til þess að dagblöðum og öðrum pappír sem berst inn á heimili sé skilað til endurvinnslu. Fréttablaðið fékk Tinnu Gunnarsdóttur vöruhönnuð til að hanna Blaðberann og lagði hún áherslu á að prýði væri af Blaðberanum en að um leið væri hann nógu hlutlaus í útliti til að fara vel á öllum heimilum. Sömuleiðis var Blaðberinn hannaður með það fyrir augum að auðvelt væri að bera hann. Óhætt er að segja að Blaðberanum hafi verið vel tekið. Blaðberinn var kynntur á Stöð tvö á fimmtudagskvöld og í Fréttablaðinu á föstudag. Snemma á föstudagsmorgun var komið fólk í höfuðstöðvar 365 til að sækja sér Blaðbera og straumurinn hélt áfram allan daginn. Símalínur loguðu og var það ekki síst fólk utan af landi sem forvitnaðist um hvar það gæti nálgast Blaðberann. Ákveðið hafði verið að dreifa Blaðberanum á nokkrum fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu nú um helgina en vegna þessara miklu viðbragða var dreifingu á Akureyri bætt við. Fréttablaðið er prentað á umhverfisvænan pappír og svo mun reyndar einnig vera um önnur dagblöð sem gefin eru út á Íslandi. Pappírinn í Fréttablaðinu er að fjórðungi endurunninn en þrír fjórðu hlutar koma úr ræktuðum nytjaskógum, í Noregi og Kanada, þar sem tré eru sérstaklega ræktuð til pappírsframleiðslu. Allur úrgangur sem til fellur í Ísafoldarprentsmiðju, bæði pappírsafskurður og farvi, er sendur utan til endurvinnslu. Með aukinni umhverfisvitund hefur viðhorf almennings til meðferðar úrgangs frá heimilum breyst mikið. Þeim fjölgar stöðugt sem flokka og skila hluta af sorpi sínu og pappír er meðal þess sem hvað flestir skila til endurvinnslu. Það er von þeirra sem standa að útgáfu Fréttablaðsins að Blaðberinn muni stuðla að því að enn minnki hlutfall pappírs í heimilissorpinu, einnig vegna þess að í pappír eru mikil verðmæti sem fara í súginn ef honum er fleygt með öðru heimilissorpi. Nú eru 30.000 Blaðberar komnir til landsins og verður þeim dreift næstu vikur. Ákvörðun um framleiðslu á fleiri Blaðberum átti að fara eftir viðtökunum við þessum fyrstu 30.000. Ekki verður annað séð en að viðtökurnar gefi fullt tilefni til að fleiri Blaðberar komi til landsins í framhaldinu. Hver veit nema Blaðberi verði komin á flest þau 105.000 heimili sem rekin eru hér á landi áður en langt um líður? Aðstandendur Fréttablaðsins þakka fyrir mikil og jákvæð viðbrögð við Blaðberanum og vona að markmiðið með framleiðslu hans og dreifingu náist, það er að stuðla að því að enn meira af dagblöðum sé skilað til endurvinnslu. Það er von þeirra sem standa að útgáfu Fréttablaðsins að Blaðberinn muni stuðla að því að enn minnki hlutfall pappírs í heimilissorpinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun
Fréttablaðið hóf dreifingu Blaðberans nú fyrir helgi. Blaðberinn er hvort tveggja í senn, blaðakarfa og taska sem nota má til að bera blöðin sín í endurvinnslu. Markmiðið með dreifingu Blaðberans er að hvetja til þess að dagblöðum og öðrum pappír sem berst inn á heimili sé skilað til endurvinnslu. Fréttablaðið fékk Tinnu Gunnarsdóttur vöruhönnuð til að hanna Blaðberann og lagði hún áherslu á að prýði væri af Blaðberanum en að um leið væri hann nógu hlutlaus í útliti til að fara vel á öllum heimilum. Sömuleiðis var Blaðberinn hannaður með það fyrir augum að auðvelt væri að bera hann. Óhætt er að segja að Blaðberanum hafi verið vel tekið. Blaðberinn var kynntur á Stöð tvö á fimmtudagskvöld og í Fréttablaðinu á föstudag. Snemma á föstudagsmorgun var komið fólk í höfuðstöðvar 365 til að sækja sér Blaðbera og straumurinn hélt áfram allan daginn. Símalínur loguðu og var það ekki síst fólk utan af landi sem forvitnaðist um hvar það gæti nálgast Blaðberann. Ákveðið hafði verið að dreifa Blaðberanum á nokkrum fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu nú um helgina en vegna þessara miklu viðbragða var dreifingu á Akureyri bætt við. Fréttablaðið er prentað á umhverfisvænan pappír og svo mun reyndar einnig vera um önnur dagblöð sem gefin eru út á Íslandi. Pappírinn í Fréttablaðinu er að fjórðungi endurunninn en þrír fjórðu hlutar koma úr ræktuðum nytjaskógum, í Noregi og Kanada, þar sem tré eru sérstaklega ræktuð til pappírsframleiðslu. Allur úrgangur sem til fellur í Ísafoldarprentsmiðju, bæði pappírsafskurður og farvi, er sendur utan til endurvinnslu. Með aukinni umhverfisvitund hefur viðhorf almennings til meðferðar úrgangs frá heimilum breyst mikið. Þeim fjölgar stöðugt sem flokka og skila hluta af sorpi sínu og pappír er meðal þess sem hvað flestir skila til endurvinnslu. Það er von þeirra sem standa að útgáfu Fréttablaðsins að Blaðberinn muni stuðla að því að enn minnki hlutfall pappírs í heimilissorpinu, einnig vegna þess að í pappír eru mikil verðmæti sem fara í súginn ef honum er fleygt með öðru heimilissorpi. Nú eru 30.000 Blaðberar komnir til landsins og verður þeim dreift næstu vikur. Ákvörðun um framleiðslu á fleiri Blaðberum átti að fara eftir viðtökunum við þessum fyrstu 30.000. Ekki verður annað séð en að viðtökurnar gefi fullt tilefni til að fleiri Blaðberar komi til landsins í framhaldinu. Hver veit nema Blaðberi verði komin á flest þau 105.000 heimili sem rekin eru hér á landi áður en langt um líður? Aðstandendur Fréttablaðsins þakka fyrir mikil og jákvæð viðbrögð við Blaðberanum og vona að markmiðið með framleiðslu hans og dreifingu náist, það er að stuðla að því að enn meira af dagblöðum sé skilað til endurvinnslu. Það er von þeirra sem standa að útgáfu Fréttablaðsins að Blaðberinn muni stuðla að því að enn minnki hlutfall pappírs í heimilissorpinu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun