Spielberg syrgir Crichton 7. nóvember 2008 04:30 Rithöfundurinn heimsfrægi lést úr krabbameini, 66 ára gamall. nordicphotos/gettyimages. Leikstjórinn Steven Spielberg syrgir mjög rithöfundinn Michael Crichton, sem samdi skáldsögurnar Jurassic Park og The Lost World sem Spielberg kvikmyndaði við frábærar undirtektir. Chricton lést á þriðjudaginn úr krabbameini 66 ára að aldri. „Hæfileikar Michaels voru ennþá umfangsmeiri en hans eigin risaeðlur í Jurassic Park," sagði Spielberg. „Hann var bestur í því að blanda saman vísindum og stórum málefnum og í hans meðförum var það trúverðugt að risaeðlur gengu um jörðina á nýjan leik. Michael var rólynd sál sem notaði hina áberandi hlið sína í skáldsögur sínar. Það mun engum takast að fylla skarð hans." Crichton, sem fæddist í Chicago, samdi sínar fyrstu bækur á meðan hann var í læknanámi í Harvard. Sama ár og hann útskrifaðist, 1969, kom út fyrsta metsölubók hans, The Andromeda Strain. Sú bók var kvikmynduð rétt eins og aðrar bækur hans á borð við Congo, Rising Sun og Disclosure. Chrichton samdi einnig handritið að myndinni Twister, auk þess sem hann var höfundur læknaþáttanna ER sem njóta ennþá mikilla vinsælda. Vann hann til fjölda Emmy-verðlauna fyrir þættina. Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikstjórinn Steven Spielberg syrgir mjög rithöfundinn Michael Crichton, sem samdi skáldsögurnar Jurassic Park og The Lost World sem Spielberg kvikmyndaði við frábærar undirtektir. Chricton lést á þriðjudaginn úr krabbameini 66 ára að aldri. „Hæfileikar Michaels voru ennþá umfangsmeiri en hans eigin risaeðlur í Jurassic Park," sagði Spielberg. „Hann var bestur í því að blanda saman vísindum og stórum málefnum og í hans meðförum var það trúverðugt að risaeðlur gengu um jörðina á nýjan leik. Michael var rólynd sál sem notaði hina áberandi hlið sína í skáldsögur sínar. Það mun engum takast að fylla skarð hans." Crichton, sem fæddist í Chicago, samdi sínar fyrstu bækur á meðan hann var í læknanámi í Harvard. Sama ár og hann útskrifaðist, 1969, kom út fyrsta metsölubók hans, The Andromeda Strain. Sú bók var kvikmynduð rétt eins og aðrar bækur hans á borð við Congo, Rising Sun og Disclosure. Chrichton samdi einnig handritið að myndinni Twister, auk þess sem hann var höfundur læknaþáttanna ER sem njóta ennþá mikilla vinsælda. Vann hann til fjölda Emmy-verðlauna fyrir þættina.
Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein