Sony býst við minni hagnaði 23. október 2008 09:31 Hamingjusamir viðskiptavinir í Tókýó með leikjatölvuna PlayStation 3. Mynd/AP Japanski hátækniframleiðandinn Sony reiknar með rúmlega helmingi minni hagnaði á árinu en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Sterkt jen, samdráttur og verðstríð við helstu keppinauta skýra niðurfærsluna. Samkvæmt nýbirtum áætlunum er reiknað með því að rekstrarhagnaður verði 200 milljarðar jena, jafnvirði 240 milljarða íslenskra króna, á yfirstandandi rekstrarári, sem lýkur í mars á næsta ári. Þá er reiknað með því að heildarhagnaður ársins nemi 150 milljörðum jena í stað 240. Fyrri spá hljóðaði upp á 470 milljarða jena. Erfitt rekstrarumhverfi hefur þegar sett strik í bækur Sony en fyrirtækið hagnaðist um 21 milljarð jena á þriðja ársfjórðungi samanborið við 73,7 milljarða á sama tíma í fyrra. Sony er ekki eitt á báti en mikil styrking jensins gagnvart helstu gjaldmiðlum og og samdráttur í helstu viðskiptalöndum Japans hefur komið niður á japönskum útflutningsfyrirtækjum. Erlent Fréttir Leikjavísir Viðskipti Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Japanski hátækniframleiðandinn Sony reiknar með rúmlega helmingi minni hagnaði á árinu en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Sterkt jen, samdráttur og verðstríð við helstu keppinauta skýra niðurfærsluna. Samkvæmt nýbirtum áætlunum er reiknað með því að rekstrarhagnaður verði 200 milljarðar jena, jafnvirði 240 milljarða íslenskra króna, á yfirstandandi rekstrarári, sem lýkur í mars á næsta ári. Þá er reiknað með því að heildarhagnaður ársins nemi 150 milljörðum jena í stað 240. Fyrri spá hljóðaði upp á 470 milljarða jena. Erfitt rekstrarumhverfi hefur þegar sett strik í bækur Sony en fyrirtækið hagnaðist um 21 milljarð jena á þriðja ársfjórðungi samanborið við 73,7 milljarða á sama tíma í fyrra. Sony er ekki eitt á báti en mikil styrking jensins gagnvart helstu gjaldmiðlum og og samdráttur í helstu viðskiptalöndum Japans hefur komið niður á japönskum útflutningsfyrirtækjum.
Erlent Fréttir Leikjavísir Viðskipti Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira