Gísli Örn væntanlegur í allar betri búðir 22. nóvember 2008 07:00 Gísli Örn verður eflaust settur í sölu sem action-fígúra þegar kvikmyndin Prince of Persia hefur verið frumsýnd árið 2010. MYND/fréttablaðið/hörður „Jú, það er eitthvað þannig í gangi. Í það minnsta er búið að taka slíkar myndir af mér sem hugsaðar eru fyrir framleiðslu á einhverjum svona leikfangabrúðum. Ætli maður fylgi ekki bara Big Mac í framtíðinni," segir leikarinn Gísli Örn Garðarsson. Til stendur að framleiða leikföng í kringum stórmyndina Prince of Persia: Sand of Time sem hann leikur í og Fréttablaðið hefur greint frá. Ef allt gengur að óskum verður Gísli því væntanlegur í líki illmennisins The Vizier í allar betri leikfangabúðir þegar kvikmyndin hefur verið frumsýnd sumarið 2010.Erfiður viðfangs Sir Ben Kingsley hefur orð á sér fyrir að vera erfiður í umgengni. Hann reyndist þó ljúfur sem lamb í þeim tökum sem Gísli tók þátt í.Tökur standa nú yfir í hinu fræga Pinewood-kvikmyndaveri en í því hafa langflestar James Bond-kvikmyndirnar verið gerðar. Gísli segir umhverfið vera hálffjarstæðukennt. Búið sé að breyta innviðum kvikmyndaversins í eyðimörk, þar er risinn kastali og öll smáatriði séu útpæld. „Þetta er svona svipað og ganga inn í einhverja Disney-veröld," útskýrir Gísli. Hann gerir sér fulla grein fyrir því hversu stórt þetta tækifæri er og nýtur þess til hins ýtrasta. Hann bætir því þó snögglega við að þetta sé jú bara eins og hver önnur vinna. „Maður veit auðvitað ekkert hvað verður. Ég hef heyrt ótrúlegar tröllasögur um fólk sem hefur eytt mörgum vikum og mánuðum á tökustað en er síðan bara klippt út úr myndinni. Engar smástjörnur eru á sveimi í kringum Gísla þessa dagana. Aðalleikarinn er Jake Gyllenhaal en auk hans eru Alfred Molina, Gemma Arteton og Ben Kingsley í helstu hlutverkum. Gísli segist mest hafa kviðið fyrir senunum með sir Ben. „Ég var pínulítið stressaður fyrir þær tökur. Maður hafði heyrt af því að hann væri erfiður í samstarfi og vildi láta kalla sig „sir" og svoleiðis. Ég var því hræddur um að ég væri of stífur, væri ekki að standa mig nógu vel eða væri eitthvað skrýtinn. Svo þegar á hólminn var komið reyndist hann bara fínn karl," segir Gísli og viðurkennir að hann hafi kallað Ben „sir" meðan á tökunum stóð. „Já, sem betur fer er allt í lagi að kalla miðaldra breska karlmenn sir," segir Gísli og hlær. Gísli stendur því óneitanlega í ströngu um þessar mundir því auk þess að sinna kvikmyndaleiknum er hann á fullu við æfingar á leikverkinu Don John með Royal Shakespeare Company. Verkið verður frumsýnt 18. desember næstkomandi og segir Gísli æfingarnar hafa gengið vel. „Þetta er líka ágætisleið til að koma manni í samband við raunveruleikann aftur eftir að hafa nánast týnst í ævintýraheimi Hollywood." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Jú, það er eitthvað þannig í gangi. Í það minnsta er búið að taka slíkar myndir af mér sem hugsaðar eru fyrir framleiðslu á einhverjum svona leikfangabrúðum. Ætli maður fylgi ekki bara Big Mac í framtíðinni," segir leikarinn Gísli Örn Garðarsson. Til stendur að framleiða leikföng í kringum stórmyndina Prince of Persia: Sand of Time sem hann leikur í og Fréttablaðið hefur greint frá. Ef allt gengur að óskum verður Gísli því væntanlegur í líki illmennisins The Vizier í allar betri leikfangabúðir þegar kvikmyndin hefur verið frumsýnd sumarið 2010.Erfiður viðfangs Sir Ben Kingsley hefur orð á sér fyrir að vera erfiður í umgengni. Hann reyndist þó ljúfur sem lamb í þeim tökum sem Gísli tók þátt í.Tökur standa nú yfir í hinu fræga Pinewood-kvikmyndaveri en í því hafa langflestar James Bond-kvikmyndirnar verið gerðar. Gísli segir umhverfið vera hálffjarstæðukennt. Búið sé að breyta innviðum kvikmyndaversins í eyðimörk, þar er risinn kastali og öll smáatriði séu útpæld. „Þetta er svona svipað og ganga inn í einhverja Disney-veröld," útskýrir Gísli. Hann gerir sér fulla grein fyrir því hversu stórt þetta tækifæri er og nýtur þess til hins ýtrasta. Hann bætir því þó snögglega við að þetta sé jú bara eins og hver önnur vinna. „Maður veit auðvitað ekkert hvað verður. Ég hef heyrt ótrúlegar tröllasögur um fólk sem hefur eytt mörgum vikum og mánuðum á tökustað en er síðan bara klippt út úr myndinni. Engar smástjörnur eru á sveimi í kringum Gísla þessa dagana. Aðalleikarinn er Jake Gyllenhaal en auk hans eru Alfred Molina, Gemma Arteton og Ben Kingsley í helstu hlutverkum. Gísli segist mest hafa kviðið fyrir senunum með sir Ben. „Ég var pínulítið stressaður fyrir þær tökur. Maður hafði heyrt af því að hann væri erfiður í samstarfi og vildi láta kalla sig „sir" og svoleiðis. Ég var því hræddur um að ég væri of stífur, væri ekki að standa mig nógu vel eða væri eitthvað skrýtinn. Svo þegar á hólminn var komið reyndist hann bara fínn karl," segir Gísli og viðurkennir að hann hafi kallað Ben „sir" meðan á tökunum stóð. „Já, sem betur fer er allt í lagi að kalla miðaldra breska karlmenn sir," segir Gísli og hlær. Gísli stendur því óneitanlega í ströngu um þessar mundir því auk þess að sinna kvikmyndaleiknum er hann á fullu við æfingar á leikverkinu Don John með Royal Shakespeare Company. Verkið verður frumsýnt 18. desember næstkomandi og segir Gísli æfingarnar hafa gengið vel. „Þetta er líka ágætisleið til að koma manni í samband við raunveruleikann aftur eftir að hafa nánast týnst í ævintýraheimi Hollywood." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira