Tímabær varnarspyrna frá hægri Steinunn Stefánsdóttir skrifar 18. júní 2008 07:00 Hvatning Geirs H. Haarde forsætisráðherra í þjóðhátíðarræðu sinni í þá veru að bregðast við hækkandi eldsneytisverði með því að draga úr notkun eldsneytis var orð í tíma töluð. „Eina leiðin í því efni, sem skilar varanlegum árangri, er að draga úr notkuninni með minni akstri og betri nýtingu, notkun sparneytnari ökutækja, tilflutningi í aðra orkugjafa og svo framvegis," sagði forsætisráðherra í ávarpi sínu í gær. Forsætisráðherra var afdráttarlaus og sagði að þjóðin yrði að breyta neyslumynstri sínu. Hann benti á að nauðsynlegt væri að efla fræðslu um vistakstur og að skynsamlegt gæti verið að breyta fyrirkomulagi gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti, meðal annars í því skyni að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Forsætisráðherra benti einnig á að farartæki knúin óhefðbundnum orkugjöfum nytu skattalegra ívilnana og hvatti almenning til að skoða allar leiðir í þessum efnum. Rétt er að þeir sem eiga bíla sem knúnir eru annarri orku en bensíni og dísilolíu njóta skattaívilnana. Á hitt verður að benda að sú þróun sem átt hefur sér stað í Evrópu, að hlutur dísilbíla hefur aukist ört vegna þess að þeir þykja heppilegri en bensínbílar af umhverfisástæðum, hefur ekki náð hingað til lands að nokkru marki. Ástæðan er sú að að þegar þungaskattur var afnuminn af dísilbílum voru álögur auknar á eldsneytinu þannig að fjárhagslegur ávinningur neytenda í að aka á dísilbíl fremur en bensínbíl er hverfandi. Það framtak Reykjavíkurborgar að hvetja til notkunar sparneytinna bifreiða með því að hafa ókeypis í stæði í miðborginni fyrir bíla sem menga innan við tiltekin mörk er gott dæmi um aðgerðir yfirvalda í þá veru að hvetja til umhverfisvænnar afstöðu borgaranna. Ekki síður var sú aðgerð borgarinnar að bjóða námsmönnum ókeypis í strætó myndarleg. Það kom og á daginn að aðsókn í vagnana jókst til muna og það liggur í augum uppi að sú aukning hefur skilað sér í færri ferðum með einkabílum og þar af leiðandi minni útblæstri. Hitt er til skammar að fækka ferðum strætó um helming nú yfir sumartímann, líka á stofnleiðum. Sú aðgerð er ekki til þess fallin að fylgja eftir átakinu sem fór svo vel af stað í haust sem leið. Ljóst er að hækkandi eldsneytisverð hefur og mun í framtíðinni enn frekar hafa mikil áhrif á lifnaðarhætti vestrænna þjóða. Það verður ekki lengur eins sjálfsagt og það virðist nú að leggja land undir fót, hvort heldur í einkabílnum út á næsta horn eða í annan landsfjórðung, eða þá yfir hafið í flugvél. Utanlandsferðir Íslendinga hafa ekki bara aukist heldur einnig breyst mikið undanfarin ár. Í stað þess að áður fóru menn í fáar en nokkuð langar ferðir úr landi hefur ferðum fjölgað til muna og að sama skapi styst. Svo kann að fara að þessari þróun verði að snúa við. Það er gott til þess að vita að losun gróðurhúsalofttegunda er ekki lengur einkamál vinstrimanna sem iðulega er afgreidd sem móðursýki og hræðsluáróður af hægrimönnum. Eins og forsætisráðherrann benti á skiptir framlag hvers og eins máli, bæði fyrir viðkomandi einstakling og fyrir heildina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun
Hvatning Geirs H. Haarde forsætisráðherra í þjóðhátíðarræðu sinni í þá veru að bregðast við hækkandi eldsneytisverði með því að draga úr notkun eldsneytis var orð í tíma töluð. „Eina leiðin í því efni, sem skilar varanlegum árangri, er að draga úr notkuninni með minni akstri og betri nýtingu, notkun sparneytnari ökutækja, tilflutningi í aðra orkugjafa og svo framvegis," sagði forsætisráðherra í ávarpi sínu í gær. Forsætisráðherra var afdráttarlaus og sagði að þjóðin yrði að breyta neyslumynstri sínu. Hann benti á að nauðsynlegt væri að efla fræðslu um vistakstur og að skynsamlegt gæti verið að breyta fyrirkomulagi gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti, meðal annars í því skyni að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Forsætisráðherra benti einnig á að farartæki knúin óhefðbundnum orkugjöfum nytu skattalegra ívilnana og hvatti almenning til að skoða allar leiðir í þessum efnum. Rétt er að þeir sem eiga bíla sem knúnir eru annarri orku en bensíni og dísilolíu njóta skattaívilnana. Á hitt verður að benda að sú þróun sem átt hefur sér stað í Evrópu, að hlutur dísilbíla hefur aukist ört vegna þess að þeir þykja heppilegri en bensínbílar af umhverfisástæðum, hefur ekki náð hingað til lands að nokkru marki. Ástæðan er sú að að þegar þungaskattur var afnuminn af dísilbílum voru álögur auknar á eldsneytinu þannig að fjárhagslegur ávinningur neytenda í að aka á dísilbíl fremur en bensínbíl er hverfandi. Það framtak Reykjavíkurborgar að hvetja til notkunar sparneytinna bifreiða með því að hafa ókeypis í stæði í miðborginni fyrir bíla sem menga innan við tiltekin mörk er gott dæmi um aðgerðir yfirvalda í þá veru að hvetja til umhverfisvænnar afstöðu borgaranna. Ekki síður var sú aðgerð borgarinnar að bjóða námsmönnum ókeypis í strætó myndarleg. Það kom og á daginn að aðsókn í vagnana jókst til muna og það liggur í augum uppi að sú aukning hefur skilað sér í færri ferðum með einkabílum og þar af leiðandi minni útblæstri. Hitt er til skammar að fækka ferðum strætó um helming nú yfir sumartímann, líka á stofnleiðum. Sú aðgerð er ekki til þess fallin að fylgja eftir átakinu sem fór svo vel af stað í haust sem leið. Ljóst er að hækkandi eldsneytisverð hefur og mun í framtíðinni enn frekar hafa mikil áhrif á lifnaðarhætti vestrænna þjóða. Það verður ekki lengur eins sjálfsagt og það virðist nú að leggja land undir fót, hvort heldur í einkabílnum út á næsta horn eða í annan landsfjórðung, eða þá yfir hafið í flugvél. Utanlandsferðir Íslendinga hafa ekki bara aukist heldur einnig breyst mikið undanfarin ár. Í stað þess að áður fóru menn í fáar en nokkuð langar ferðir úr landi hefur ferðum fjölgað til muna og að sama skapi styst. Svo kann að fara að þessari þróun verði að snúa við. Það er gott til þess að vita að losun gróðurhúsalofttegunda er ekki lengur einkamál vinstrimanna sem iðulega er afgreidd sem móðursýki og hræðsluáróður af hægrimönnum. Eins og forsætisráðherrann benti á skiptir framlag hvers og eins máli, bæði fyrir viðkomandi einstakling og fyrir heildina.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun