Persónur og leikendur Jónína Michaelsdóttir skrifar 19. ágúst 2008 07:00 Í síðustu viku var óvænt endursýning á leikriti sem tekið var öðru sinni af fjölunum í janúar í ár. Persónur og leikendur þyrptust inn á sviðið og fóru áreynslulaust, með textann sinn. Höfðu engu gleymt. Bættu kannski aðeins í til að vekja athygli á eigin hugkvæmni og blæbrigðum verksins. Þetta leikrit væri til dæmis bæði sirkus, farsi og skollaleikur um valdatafl, refskák og hrossakaup. Fjölmiðlarnir drógu hvergi af sér í kynningu á helstu leikurum og skoðunum þeirra á eigin frammistöðu og annarra. Leikarar í lykilhlutverkum fögnuðu nýju tækifæri til að heilla áhorfendur, en aðrir í leikhópnum vilja auðvitað sjálfir fá að standa fremst á sviðinu. Alls ekki vegna eigin frama. Þeirra leynifundir og löngun til að komast í aðalhlutverk eiga ekkert skylt við klæki. Bara hinna. Allir leikararnir vísa seint og snemma í viðhorf áhorfenda, hvað þeir vilji og hvað þeir eigi skilið. Segjast sjálfir hafa hag borgarbúa að leiðarljósi í einu og öllu. Er það ekki sjálfsagður hlutur? Er það eitthvað sem þarf að skreyta sig með í tíma og ótíma? Oft er engu líkara en leikararnir þurfi að sannfæra sjálfa sig um leið og aðra þegar þessu flaggi er veifað sem ákafast. Skoðanakannanir sýna að þetta leikrit fær naumast fullt hús hjá gagnrýnendum, en skoðanakannanir eru eins og hver annar hitamælir. Þær mæla hita og kulda í viðhorfum til atburða líðandi stundar. Næsta mæling getur staðfest pólitískt heilsufar fyrri könnunar, en hún getur líka sýnt allt annað hitastig. Sumt er fyrirsjáanlegt, annað ekki. Það er það skemmtilega við tilveruna. Jón sterkiFjölmiðlar ráða að verulegu leyti veðri og vindum í pólitík hér á landi eins og annars staðar Fjölmiðlamenn tala gjarnan um að þeir séu óhlutdrægir af því að þeir eru ekki flokksbundnir. Þeir trúa þessu sjálfir, en það þarf enga skyggnigáfu til að lesa í pólitískar skoðanir flestra fréttamanna, og það er eiginlega bara viðkunnanlegt.Þeir gegna æ stærra hlutverki í umræðu dagsins og framvindu mála. Sá sem situr fyrir framan skjáinn og horfir á viðtal fréttamanns og viðmælanda í sjónvarpsal, skynjar undir eins hver er stjarnan í viðtalinu. Það er yfirleitt ekki viðmælandinn. Við ber að samtalið er eins og yfirheyrsla yfir sakamanni. Auðséð er að fréttamanninum líður vel í hlutverkinu og maður fær á tilfinninguna að hann fái klapp á bakið hjá samstarfsmönnum fyrir að láta viðkomandi ekki komast upp með neitt múður. Orð Jóns sterka í Skugga Sveini, æskuleikriti Matthíasar Jochumssonar, koma ósjálfrátt upp í hugann: „Sáuð þið hvernig ég tók hann, piltar?" Þessi samtalstækni þykir sjálfsögð hjá sjónvarpsstjörnum milljónaþjóða en er eiginlega dálítið úr takti hér á landi.Í nútíma þjóðfélagi sækist fólk eftir að komast í fjölmiðla, sumir vegna hagsmuna í viðskiptum eða stjórnmálum, aðrir til að láta ljós sitt skína eða koma áhugaverðu efni á framfæri. Þeir sem hefja störf við fjölmiðla skynja fljótt að margir líta á þá sem tækifæri til að koma eigin málum á framfæri. Þetta er ákveðið vald. Ef fréttamenn fara að baða sig í þessu valdi og villast á sjálfum sér og starfinu, frakkanum sem þeir eru í um stundarsakir, geta þeir misst sjónar á því sem þeim er trúað fyrir, ekkert síður en stjórnmálamenn. Engin stétt er viðkvæmari fyrir ávirðingum en blaðamannastéttin.Uppnámið sem verður í fjölmiðlum ef slíkt kemur upp yfirskyggir allt annað. Atlaga að starfsheiðri blaðamanns er meðhöndluð eins og stórglæpur. Minnt er á með alvöruþunga að þessi stétt eigi allt undir því að njóta trausts. Sem er alveg rétt. En Það á líka við um stjórnmálamenn. Þeir þurfa þess utan að fá staðfestingu á því trausti hjá almenningi á fjögurra ára fresti. Álitamál er hvort blaðamenn hafi sama skilning á starfsheiðri stjórnmálamanna og eigin heiðri. HöfundarnirSá sem rekur eigið fyrirtæki og munar um hvern starfsmann, vandar sig þegar hann velur starfsfólk. Hann veit að hann á allt undir því. Hann sækist eftir fólki með þekkingu á starfsemi fyrirtækisins og skilning á því sem máli skiptir. Einnig þeim sem eiga auðvelt með að vinna með öðrum og skapa góðan starfsanda.Gagnrýni síðustu missera á einstaklinga í borgarstjórn Reykjavíkur, bæði í meiri- og minnihluta hefur aldrei beinst að þeim sem völdu þetta fólk umfram annað til að stjórna Reykjavík. Ef þeir eru óánægðir ættu þeir að líta í eigin barm. Hvað réði vali á lista í prófkjörum og framboði? Flottar auglýsingar? Hringingar frá stuðningsmönnum? Hressar stelpur og sætir strákar? Greiði við vini? Eða var það kannski óbilandi traust á þessu fólki? Sé svo, ber þeim að standa með því út kjörtímabilið. Þeir eru höfundar ráðningarsamningsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Í síðustu viku var óvænt endursýning á leikriti sem tekið var öðru sinni af fjölunum í janúar í ár. Persónur og leikendur þyrptust inn á sviðið og fóru áreynslulaust, með textann sinn. Höfðu engu gleymt. Bættu kannski aðeins í til að vekja athygli á eigin hugkvæmni og blæbrigðum verksins. Þetta leikrit væri til dæmis bæði sirkus, farsi og skollaleikur um valdatafl, refskák og hrossakaup. Fjölmiðlarnir drógu hvergi af sér í kynningu á helstu leikurum og skoðunum þeirra á eigin frammistöðu og annarra. Leikarar í lykilhlutverkum fögnuðu nýju tækifæri til að heilla áhorfendur, en aðrir í leikhópnum vilja auðvitað sjálfir fá að standa fremst á sviðinu. Alls ekki vegna eigin frama. Þeirra leynifundir og löngun til að komast í aðalhlutverk eiga ekkert skylt við klæki. Bara hinna. Allir leikararnir vísa seint og snemma í viðhorf áhorfenda, hvað þeir vilji og hvað þeir eigi skilið. Segjast sjálfir hafa hag borgarbúa að leiðarljósi í einu og öllu. Er það ekki sjálfsagður hlutur? Er það eitthvað sem þarf að skreyta sig með í tíma og ótíma? Oft er engu líkara en leikararnir þurfi að sannfæra sjálfa sig um leið og aðra þegar þessu flaggi er veifað sem ákafast. Skoðanakannanir sýna að þetta leikrit fær naumast fullt hús hjá gagnrýnendum, en skoðanakannanir eru eins og hver annar hitamælir. Þær mæla hita og kulda í viðhorfum til atburða líðandi stundar. Næsta mæling getur staðfest pólitískt heilsufar fyrri könnunar, en hún getur líka sýnt allt annað hitastig. Sumt er fyrirsjáanlegt, annað ekki. Það er það skemmtilega við tilveruna. Jón sterkiFjölmiðlar ráða að verulegu leyti veðri og vindum í pólitík hér á landi eins og annars staðar Fjölmiðlamenn tala gjarnan um að þeir séu óhlutdrægir af því að þeir eru ekki flokksbundnir. Þeir trúa þessu sjálfir, en það þarf enga skyggnigáfu til að lesa í pólitískar skoðanir flestra fréttamanna, og það er eiginlega bara viðkunnanlegt.Þeir gegna æ stærra hlutverki í umræðu dagsins og framvindu mála. Sá sem situr fyrir framan skjáinn og horfir á viðtal fréttamanns og viðmælanda í sjónvarpsal, skynjar undir eins hver er stjarnan í viðtalinu. Það er yfirleitt ekki viðmælandinn. Við ber að samtalið er eins og yfirheyrsla yfir sakamanni. Auðséð er að fréttamanninum líður vel í hlutverkinu og maður fær á tilfinninguna að hann fái klapp á bakið hjá samstarfsmönnum fyrir að láta viðkomandi ekki komast upp með neitt múður. Orð Jóns sterka í Skugga Sveini, æskuleikriti Matthíasar Jochumssonar, koma ósjálfrátt upp í hugann: „Sáuð þið hvernig ég tók hann, piltar?" Þessi samtalstækni þykir sjálfsögð hjá sjónvarpsstjörnum milljónaþjóða en er eiginlega dálítið úr takti hér á landi.Í nútíma þjóðfélagi sækist fólk eftir að komast í fjölmiðla, sumir vegna hagsmuna í viðskiptum eða stjórnmálum, aðrir til að láta ljós sitt skína eða koma áhugaverðu efni á framfæri. Þeir sem hefja störf við fjölmiðla skynja fljótt að margir líta á þá sem tækifæri til að koma eigin málum á framfæri. Þetta er ákveðið vald. Ef fréttamenn fara að baða sig í þessu valdi og villast á sjálfum sér og starfinu, frakkanum sem þeir eru í um stundarsakir, geta þeir misst sjónar á því sem þeim er trúað fyrir, ekkert síður en stjórnmálamenn. Engin stétt er viðkvæmari fyrir ávirðingum en blaðamannastéttin.Uppnámið sem verður í fjölmiðlum ef slíkt kemur upp yfirskyggir allt annað. Atlaga að starfsheiðri blaðamanns er meðhöndluð eins og stórglæpur. Minnt er á með alvöruþunga að þessi stétt eigi allt undir því að njóta trausts. Sem er alveg rétt. En Það á líka við um stjórnmálamenn. Þeir þurfa þess utan að fá staðfestingu á því trausti hjá almenningi á fjögurra ára fresti. Álitamál er hvort blaðamenn hafi sama skilning á starfsheiðri stjórnmálamanna og eigin heiðri. HöfundarnirSá sem rekur eigið fyrirtæki og munar um hvern starfsmann, vandar sig þegar hann velur starfsfólk. Hann veit að hann á allt undir því. Hann sækist eftir fólki með þekkingu á starfsemi fyrirtækisins og skilning á því sem máli skiptir. Einnig þeim sem eiga auðvelt með að vinna með öðrum og skapa góðan starfsanda.Gagnrýni síðustu missera á einstaklinga í borgarstjórn Reykjavíkur, bæði í meiri- og minnihluta hefur aldrei beinst að þeim sem völdu þetta fólk umfram annað til að stjórna Reykjavík. Ef þeir eru óánægðir ættu þeir að líta í eigin barm. Hvað réði vali á lista í prófkjörum og framboði? Flottar auglýsingar? Hringingar frá stuðningsmönnum? Hressar stelpur og sætir strákar? Greiði við vini? Eða var það kannski óbilandi traust á þessu fólki? Sé svo, ber þeim að standa með því út kjörtímabilið. Þeir eru höfundar ráðningarsamningsins.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun