Tónlist

Mozart við kertaljós

Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin og voru fyrstu tónleikarnir í gærkvöldi. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í sextán ár en hann skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari ásamt góðum gestum, þeim Eydísi Franzdóttur óbóleikara og Einari Jóhannessyni sem leikur á eitt af uppáhaldshljóðfærum Mozarts „bassetthornið”.

Tónleikarnir verða sem hér segir: Kópavogskirkju í kvöld, Garðakirkju annað kvöld, og loks í Dómkirkjunni í Reykjavík, mánudagskvöldið 22. desember. Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast allir klukkan 21.00.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×