Styttist í Shorts&Docs 22. júlí 2008 06:00 Yfirtaka austurbæ Shorts&Docs kvikmyndahátíðin fer fram í Austurbæjarbíói í ágúst, og eru framkvæmdastjórinn Guðrún Ragnarsdóttir og verkefnastjórinn Lára Marteins afar ánægðar með undirtektir. fréttablaðið/arnþór Óðum styttist í stuttmyndahátíðina Reykjavik Shorts&Docs, sem að þessu sinni stendur yfir vikuna 22. til 29. ágúst. Frestur til að skila inn myndum rann út í gær, og segir Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, að þátttakan lofi afar góðu. „Myndirnar hafa rúllað inn og við erum mjög kátar með þetta," segir hún. Í ár mun Shorts&Docs yfirtaka Austurbæjarbíó, þar sem allar sýningar fara fram. „Það er frábært húsnæði að hafa. Það hafa ekki verið alveg skýrar línur að undanförnu með hvað á að vera þarna, en vonandi getur það í framtíðinni orðið eitthvað svona „art house"-bíó, ásamt öðru," segir Guðrún. Myndirnar verða einnig sýndar á gömlu bíótímunum - fimm, sjö og níu. „Við sýnum líka heimildarmynd sem heitir Sýnd klukkan 5, 7 og 9, eftir Agnar Einarsson, sem er einn af síðustu sýningarstjórunum úr gömlu bíóunum," segir Guðrún. Hátíðin er nú haldin í sjöunda skiptið, en í ár verða í fyrsta skipti afhent sérstök verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina og heimildarmyndina. „Verðlaunin heita Silfurrefurinn, svona til heiðurs fyrsta landnámsdýrinu. Í ár er það myndlistarkonan Sara Riel sem gerir verðlaunagripinn, en við ætlum að vera með nýjan grip á hverju ári," útskýrir Guðrún. Auk þeirra íslensku stuttmynda og heimildarmynda sem verða frumsýndar á hátíðinni gefst gestum kostur á að sjá stuttmyndir sem sýndar hafa verið á hátíðum á borð við hinar virtu Cannes og Sundance. Þá mun „leynigestur" sækja hátíðina heim, en Guðrún segir leynd verða að hvíla yfir því hver það er enn um stund. Nánari upplýsingar um hátíðina má sjá á www.shortsdocs.info. - sun Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Óðum styttist í stuttmyndahátíðina Reykjavik Shorts&Docs, sem að þessu sinni stendur yfir vikuna 22. til 29. ágúst. Frestur til að skila inn myndum rann út í gær, og segir Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, að þátttakan lofi afar góðu. „Myndirnar hafa rúllað inn og við erum mjög kátar með þetta," segir hún. Í ár mun Shorts&Docs yfirtaka Austurbæjarbíó, þar sem allar sýningar fara fram. „Það er frábært húsnæði að hafa. Það hafa ekki verið alveg skýrar línur að undanförnu með hvað á að vera þarna, en vonandi getur það í framtíðinni orðið eitthvað svona „art house"-bíó, ásamt öðru," segir Guðrún. Myndirnar verða einnig sýndar á gömlu bíótímunum - fimm, sjö og níu. „Við sýnum líka heimildarmynd sem heitir Sýnd klukkan 5, 7 og 9, eftir Agnar Einarsson, sem er einn af síðustu sýningarstjórunum úr gömlu bíóunum," segir Guðrún. Hátíðin er nú haldin í sjöunda skiptið, en í ár verða í fyrsta skipti afhent sérstök verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina og heimildarmyndina. „Verðlaunin heita Silfurrefurinn, svona til heiðurs fyrsta landnámsdýrinu. Í ár er það myndlistarkonan Sara Riel sem gerir verðlaunagripinn, en við ætlum að vera með nýjan grip á hverju ári," útskýrir Guðrún. Auk þeirra íslensku stuttmynda og heimildarmynda sem verða frumsýndar á hátíðinni gefst gestum kostur á að sjá stuttmyndir sem sýndar hafa verið á hátíðum á borð við hinar virtu Cannes og Sundance. Þá mun „leynigestur" sækja hátíðina heim, en Guðrún segir leynd verða að hvíla yfir því hver það er enn um stund. Nánari upplýsingar um hátíðina má sjá á www.shortsdocs.info. - sun
Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira