Kung Fu í styttri útgáfu 2. október 2008 07:00 Páll Óskar Hjálmtýsson Einn mesti kvikmyndasafnari landsins. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík stendur nú sem hæst og er að sönnu mikið um dýrðir. Í kvöld verður sérlegur viðburður á vegum hátíðarinnar í Bæjarbíói í Hafnarfirði þar sem tónlistarmaðurinn ástsæli, Páll Óskar Hjálmtýsson, sýnir úrval af klassískum Kung Fu-myndum frá áttunda áratug síðustu aldar. Myndirnar eru allar sýndar af 8mm spólum sem eru ýmsum tæknilegum takmörkunum háðar, og voru myndirnar því styttar niður í átta mínútna lengd hver og það án samþykkis leikstjóra. Upplifunin af hverri mynd er því dálítið eins og að horfa á afar langa kvikmyndastiklu. Meðal þeirra mynda sem sýndar verða í þessu sérstaka og stytta formi eru gæðaafurðir á borð við Fists of the Double K, The Hong Kong Connection, Godfathers of Hong Kong, Thunder Kick og Enter the Dragon. Svangir geta mætt galvaskir á svæðið þar sem að pylsa og gos fylgir með í miðaverði sýningarinnar, auk þess sem hægt verður að kaupa popp á staðnum. Sýningin hefst í Bæjarbíói í Hafnarfirði kl. 21 í kvöld. Fríar sætaferðir fyrir Reykvíkinga sem vilja spara sér bensín verða frá bókabúðinni Iðu í Lækjargötu kl. 20. -vþ Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Fleiri fréttir Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík stendur nú sem hæst og er að sönnu mikið um dýrðir. Í kvöld verður sérlegur viðburður á vegum hátíðarinnar í Bæjarbíói í Hafnarfirði þar sem tónlistarmaðurinn ástsæli, Páll Óskar Hjálmtýsson, sýnir úrval af klassískum Kung Fu-myndum frá áttunda áratug síðustu aldar. Myndirnar eru allar sýndar af 8mm spólum sem eru ýmsum tæknilegum takmörkunum háðar, og voru myndirnar því styttar niður í átta mínútna lengd hver og það án samþykkis leikstjóra. Upplifunin af hverri mynd er því dálítið eins og að horfa á afar langa kvikmyndastiklu. Meðal þeirra mynda sem sýndar verða í þessu sérstaka og stytta formi eru gæðaafurðir á borð við Fists of the Double K, The Hong Kong Connection, Godfathers of Hong Kong, Thunder Kick og Enter the Dragon. Svangir geta mætt galvaskir á svæðið þar sem að pylsa og gos fylgir með í miðaverði sýningarinnar, auk þess sem hægt verður að kaupa popp á staðnum. Sýningin hefst í Bæjarbíói í Hafnarfirði kl. 21 í kvöld. Fríar sætaferðir fyrir Reykvíkinga sem vilja spara sér bensín verða frá bókabúðinni Iðu í Lækjargötu kl. 20. -vþ
Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Fleiri fréttir Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira