Framleiðslu hefur verið frestað á nýrri hasarmynd Johns Travolta, From Paris With Love, eftir að kveikt var í tíu bílum sem átti að nota í myndinni.
Íkveikjan átti sér stað í úthverfi Parísar þar sem fjöldi innflytjenda býr. Mikil uppþot urðu í sama hverfi fyrir þremur árum. Tökur á myndinni áttu að hefjast á mánudag og áttu þær að standa yfir í tólf vikur í París. Í myndinni leikur Travolta njósnara og Jonatahan Rhys Meyers leikur starfsmann sendiráðs sem lendir í mikilli hættu.