Dark Knight slær öll aðsóknarmet 29. júlí 2008 06:00 The Dark Knight hefur slegið öll aðsóknarmet á Íslandi, en 25.000 manns hafa séð myndina frá því hún var frumsýnd 23. júlí síðastliðinn og aldrei hafa selst jafnmargir miðar í forsölu. „Við vorum einmitt að fá póst frá Warner Brothers þar sem þeir óska okkur til hamingju með þennan árangur,“ segir Sigurður Victor Chelbat, markaðsstjóri SamFilm, sem sér um dreifingu kvikmyndarinnar The Dark Knight, en myndin hefur slegið öll aðsóknarmet á Íslandi síðan hún var frumsýnd 23. júlí síðastliðinn. „Við vorum með háleit markmið, en þetta er mun meira en við bjuggumst við. Tæplega 25.000 manns hafa séð myndina frá því að hún var frumsýnd. Það jafngildir því að átta prósent þjóðarinnar hafi ákveðið að fara í bíó þrátt fyrir að 25. júlí hafi verið heitasti dagur sumarsins,“ segir Sigurður. „Það sem gerir þetta met enn merkilegra er að þetta er fyrsta kvikmyndin á Íslandi sem nær þeim merka áfanga að vera aðsóknarmesta mynd ársins sem ekki er frumsýnd í kringum jól eða aðrar hátíðir. Aðspurður segir hann margt spila inn í velgengni myndarinnar. „Sorglegt fráfall Heaths Ledger og góðar viðtökur myndarinnar vestanhafs hafa sitt að segja, en ekki síst hvað það spyrst út á meðal fólks hversu góð myndin er. Það er alltaf löng röð í miðasölunni og menn mæta jafnvel málaðir í framan eins og jókerinn,“ segir Sigurður að lokum. Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Við vorum einmitt að fá póst frá Warner Brothers þar sem þeir óska okkur til hamingju með þennan árangur,“ segir Sigurður Victor Chelbat, markaðsstjóri SamFilm, sem sér um dreifingu kvikmyndarinnar The Dark Knight, en myndin hefur slegið öll aðsóknarmet á Íslandi síðan hún var frumsýnd 23. júlí síðastliðinn. „Við vorum með háleit markmið, en þetta er mun meira en við bjuggumst við. Tæplega 25.000 manns hafa séð myndina frá því að hún var frumsýnd. Það jafngildir því að átta prósent þjóðarinnar hafi ákveðið að fara í bíó þrátt fyrir að 25. júlí hafi verið heitasti dagur sumarsins,“ segir Sigurður. „Það sem gerir þetta met enn merkilegra er að þetta er fyrsta kvikmyndin á Íslandi sem nær þeim merka áfanga að vera aðsóknarmesta mynd ársins sem ekki er frumsýnd í kringum jól eða aðrar hátíðir. Aðspurður segir hann margt spila inn í velgengni myndarinnar. „Sorglegt fráfall Heaths Ledger og góðar viðtökur myndarinnar vestanhafs hafa sitt að segja, en ekki síst hvað það spyrst út á meðal fólks hversu góð myndin er. Það er alltaf löng röð í miðasölunni og menn mæta jafnvel málaðir í framan eins og jókerinn,“ segir Sigurður að lokum.
Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira