Nýjasta mynd írska leikarans Liam Neeson 18. desember 2008 04:15 Nýjasta mynd írska leikarans nefnist Taken og er spennumynd af bestu gerð. nordicphotos/getty Liam Neeson hefur átt farsælan feril í kvikmyndabransanum og starfað með leikstjórum á borð við Steven Spielberg, Martin Scorsese og George Lucas. Nýjasta mynd hans er tryllirinn Taken sem verður frumsýndur á morgun. Liam Neeson er ekki þekktastur fyrir að leika í spennumyndum en honum þykir engu að síður hafa tekist vel upp í Taken. Þar leikur hann föður unglingsstúlku sem lendir í klóm misindismanna og þarf hann að nota alla þekkingu sína sem fyrrverandi leyniþjónustumaður til að bjarga henni. Með önnur hlutverk fara Maggie Grace og Famke Janssen, sem er líklega þekktust fyrir X-Men-myndirnar. Annar handritshöfundanna er Frakkinn Luc Besson, leikstjóri The Big Blue, Nikita, Leon og The Fifth Element. Taken fær 7,9 af 10 á Imdb.com. Liam Neeson fæddist á NorðurÍrlandi árið 1952 og var eini strákurinn í hópi fjögurra systkina. Hann steig fyrst á svið í skólaleikriti þegar hann var ellefu ára og eftir það var hann duglegur að leika meðfram skólagöngunni. Einnig æfði hann hnefaleika og varð unglingameistari í þungavigt á Írlandi þrjú ár í röð. Eftir stutta háskólagöngu vann hann hin ýmsu störf, þar á meðal á lyftara í Guinness-verksmiðju og sem vörubílstjóri. Smám saman fór leiklistin að eiga hug hans allan og 1977 flutti hann til Dublin og gekk til liðs við leikhópinn Abbey Theatre. Þremur árum síðar kom leikstjórinn John Boorman auga á hann og bauð honum hlutverk í Excalibur. Í framhaldinu flutti Neeson til London og lék árið 1984 á móti Mel Gibson og Anthony Hopkins í The Bounty. Þremur árum síðar flutti Neeson enn á ný, nú til Hollywood í leit að frekari frægð og frama. Spennumyndin Darkman varð fyrst til að vekja á honum athygli og í kjölfarið fékk hann aðalhlutverkið í Spielberg-myndinni Schindler"s List, sem hlaut sjö Óskarsverðlaun. Neeson var einnig tilnefndur en tapaði fyrir Tom Hanks sem átti stórleik í Philadelpia. Neeson hafði þegar þarna var komið sögu fest sig í sessi sem virtur Hollywood-leikari og hefur hann á undanförnum árum leikið í myndum á borð við Rob Roy, Kinsey, Gangs of New York, Star Wars Episode 1: The Phantom Menace og Batman Begins. Fram undan hjá þessum hávaxna leikara (193 cm) er svo aðalhlutverkið í Lincoln sem er byggð á ævi forsetans Abraham Lincoln. Hittir hann þar aftur fyrir félaga sinn Steven Spielberg sem kom honum á kortið á sínum tíma. freyr@frettabladid.is Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Liam Neeson hefur átt farsælan feril í kvikmyndabransanum og starfað með leikstjórum á borð við Steven Spielberg, Martin Scorsese og George Lucas. Nýjasta mynd hans er tryllirinn Taken sem verður frumsýndur á morgun. Liam Neeson er ekki þekktastur fyrir að leika í spennumyndum en honum þykir engu að síður hafa tekist vel upp í Taken. Þar leikur hann föður unglingsstúlku sem lendir í klóm misindismanna og þarf hann að nota alla þekkingu sína sem fyrrverandi leyniþjónustumaður til að bjarga henni. Með önnur hlutverk fara Maggie Grace og Famke Janssen, sem er líklega þekktust fyrir X-Men-myndirnar. Annar handritshöfundanna er Frakkinn Luc Besson, leikstjóri The Big Blue, Nikita, Leon og The Fifth Element. Taken fær 7,9 af 10 á Imdb.com. Liam Neeson fæddist á NorðurÍrlandi árið 1952 og var eini strákurinn í hópi fjögurra systkina. Hann steig fyrst á svið í skólaleikriti þegar hann var ellefu ára og eftir það var hann duglegur að leika meðfram skólagöngunni. Einnig æfði hann hnefaleika og varð unglingameistari í þungavigt á Írlandi þrjú ár í röð. Eftir stutta háskólagöngu vann hann hin ýmsu störf, þar á meðal á lyftara í Guinness-verksmiðju og sem vörubílstjóri. Smám saman fór leiklistin að eiga hug hans allan og 1977 flutti hann til Dublin og gekk til liðs við leikhópinn Abbey Theatre. Þremur árum síðar kom leikstjórinn John Boorman auga á hann og bauð honum hlutverk í Excalibur. Í framhaldinu flutti Neeson til London og lék árið 1984 á móti Mel Gibson og Anthony Hopkins í The Bounty. Þremur árum síðar flutti Neeson enn á ný, nú til Hollywood í leit að frekari frægð og frama. Spennumyndin Darkman varð fyrst til að vekja á honum athygli og í kjölfarið fékk hann aðalhlutverkið í Spielberg-myndinni Schindler"s List, sem hlaut sjö Óskarsverðlaun. Neeson var einnig tilnefndur en tapaði fyrir Tom Hanks sem átti stórleik í Philadelpia. Neeson hafði þegar þarna var komið sögu fest sig í sessi sem virtur Hollywood-leikari og hefur hann á undanförnum árum leikið í myndum á borð við Rob Roy, Kinsey, Gangs of New York, Star Wars Episode 1: The Phantom Menace og Batman Begins. Fram undan hjá þessum hávaxna leikara (193 cm) er svo aðalhlutverkið í Lincoln sem er byggð á ævi forsetans Abraham Lincoln. Hittir hann þar aftur fyrir félaga sinn Steven Spielberg sem kom honum á kortið á sínum tíma. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira