Eðli starfa Guðmundur Andri Thorsson skrifar 8. september 2008 07:00 Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, gæti gert nánast hvern sem er að femínista. Haft var eftir honum í Morgunblaðinu á laugardaginn var að ekki ætti að fara eingöngu eftir menntun þegar komi að röðun stétta í launaflokka, heldur eigi „miklu frekar að taka mið af eðli starfa". Það er nefnilega það. Skyldi Gunnar Björnsson þá hafa nokkurn tímann hugleitt „eðli" ljósmóðurstarfsins? Fróðlegt væri að heyra hugmyndir hans um þau störf á vegum ríkisins sem meiri ábyrgð fylgir eða njóta meiri virðingar meðal almennings. Ætli hann geti nefnt mörg störf þar sem fengist er við meiri verðmæti? Ekki verður annað ráðið af orðum Gunnars en að hann telji ljósmóðurstarfið léttvægt í „eðli" sínu - að minnsta kosti léttvægara en ýmis önnur störf á vegum ríkisins þar sem krafist er ámóta langrar sérfræðimenntunar en eru miklu betur launuð. Og þegar þetta „eðli" er hugleitt er aðeins eitt sem skilur það frá hinum störfunum: það er kvenlegt. Og úrlausnarefnið sem er svo lítilsiglt að mati formanns samninganefndar ríkisins: að aðstoða við að koma barni í heiminn. Ef kröfugerð ljósmæðra miðaðist við eðli starfsins - sjálfa verðmætasköpunina - gætu þær heimtað svona 60 milljónir á mánuði. Í grunnlaun. Ættu kannski að skipta um heiti?Samanburður á því hvort eitt starf sé öðru merkilega er að vísu alltaf ósköp bjálfalegur því að flest störf hafa eitthvað sér til ágætis nokkuð - kannski síst þau þar sem menn eru með 60 milljónir á mánuði. En getur það verið að t.a.m. nýútskrifaður verkfræðingur sé þjóðinni helmingi dýrmætari en ljósmóðir, eins og ætla mætti af laununum? Ætli flestir séu ekki á því að þessu sé akkúrat öfugt farið, með fullri virðingu fyrir verkfræðingum og útreikningum þeirra. Þetta er ósköp einföld deila. Ljósmæður eiga að baki fjögurra ára hefðbundið grunnnám í hjúkrunarfræði og síðan leggja þær stund á tveggja ára sérnám. Þetta eru því sérhæfðir hjúkrunarfræðingar, rétt eins og læknar stunda sérfræðinám í hinum og þessum krankleika og líkamspörtum til að afla sér meiri þekkingar - og hærri launa - sem þeir og fá. Ættu þær kannski að skipta um nafn? Orðið „ljósmóðir" var að vísu kosið fegursta orð tungunnar hjá Önnu Ólafsdóttur Björnsson en það er kannski of kvenlegt, mjúkt og fagurt? Þarf samninganefnd ríkisins kannski eitthvað ferkantað og harðneskjulegt svo að þeir átti sig á mikilvægi starfsins? Þær ættu kannski að kalla sig fæðingar-hjúkrunarfræðinga - það er karlkyns orð sem myndi strax kveikja skilningsglampa hjá samninganefnd ríkisins; orðið „hjúkrun" er samt kannski aðeins of ljúft: hvernig væri orðið fæðingartæknir? Í umboði hverra? Í umboði hverra? Það er vissulega að einhverju leyti í „eðli starfs“ Gunnars Björnssonar að gæta hagsmuna ríkissjóðs gagnvart launafólki og þar með að þumbast við þegar það vill launahækkanir. En maður skyldi ætla að hluti af starfinu væri líka að hugsa um verðmætamat – og að launastefna ríkisins endurspegli það að einhverju leyti almennar hugmyndir um réttlæti og ranglæti. Já, nánast almennt velsæmi. Því að sé ríkissjóður að sligast undan launakostnaði, sem vel kann að vera, þá er þar áreiðanlega ekki við umönnunarstéttir að sakast heldur endurspeglar það væntanlega hið fáránlega launaskrið sem hér hefur orðið síðustu árin hjá forréttindafólkinu – líka í stjórnsýslunni, þar sem menn hafa um of miðað sig við absúrd kjör bankastjóra og annarra lukkuriddara á fjármálamarkaðnum sem nú er að koma á daginn að kunna að hafa sett alla þjóðina á hausinn með fúski og óábyrgu framferði. Eðlileg viðbrögð við slæmu árferði væru því ef til vill að lækka almennt launin meðal allra þeirra ríkisforstjóra sem hafa yfir milljón á mánuði. Það yrðu góð skilaboð til almennings og þótt þeir færu í verkföll tæki líka enginn eftir því … Maður skyldi ætla að samninganefnd ríkisins eigi að endurspegla í störfum sínum vilja og stefnu þeirrar ríkisstjórnar sem með völdin fer hverju sinni og þess þingmeirihluta sem að baki henni er. Að vísu hefur furðu lítið heyrst í ráðherrum um þetta mál en það er engu síður yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að leiðrétta kjör kvennastétta. Hér er tækifærið til þess. Málflutningur þingmanna allra flokka er mjög á eina lund og hlýtur þar til dæmis að skipta máli ræða Ástu Möller, talsmanns Sjálfstæðisflokks í heilbrigðismálum, sem tók eindregið undir kröfur ljósmæðra. Því verður ekki trúað að Ingibjörg Sólrún og aðrir ráðherrar Samfylkingarinnar leyfi þessari deilu að þróast út í frekari verkföll. Slíkt verkfall myndi vitna um vont þjóðfélag – villimannaþjóðfé- lag þar sem öllum verðmætum hefur verið snúið á hvolf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun
Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, gæti gert nánast hvern sem er að femínista. Haft var eftir honum í Morgunblaðinu á laugardaginn var að ekki ætti að fara eingöngu eftir menntun þegar komi að röðun stétta í launaflokka, heldur eigi „miklu frekar að taka mið af eðli starfa". Það er nefnilega það. Skyldi Gunnar Björnsson þá hafa nokkurn tímann hugleitt „eðli" ljósmóðurstarfsins? Fróðlegt væri að heyra hugmyndir hans um þau störf á vegum ríkisins sem meiri ábyrgð fylgir eða njóta meiri virðingar meðal almennings. Ætli hann geti nefnt mörg störf þar sem fengist er við meiri verðmæti? Ekki verður annað ráðið af orðum Gunnars en að hann telji ljósmóðurstarfið léttvægt í „eðli" sínu - að minnsta kosti léttvægara en ýmis önnur störf á vegum ríkisins þar sem krafist er ámóta langrar sérfræðimenntunar en eru miklu betur launuð. Og þegar þetta „eðli" er hugleitt er aðeins eitt sem skilur það frá hinum störfunum: það er kvenlegt. Og úrlausnarefnið sem er svo lítilsiglt að mati formanns samninganefndar ríkisins: að aðstoða við að koma barni í heiminn. Ef kröfugerð ljósmæðra miðaðist við eðli starfsins - sjálfa verðmætasköpunina - gætu þær heimtað svona 60 milljónir á mánuði. Í grunnlaun. Ættu kannski að skipta um heiti?Samanburður á því hvort eitt starf sé öðru merkilega er að vísu alltaf ósköp bjálfalegur því að flest störf hafa eitthvað sér til ágætis nokkuð - kannski síst þau þar sem menn eru með 60 milljónir á mánuði. En getur það verið að t.a.m. nýútskrifaður verkfræðingur sé þjóðinni helmingi dýrmætari en ljósmóðir, eins og ætla mætti af laununum? Ætli flestir séu ekki á því að þessu sé akkúrat öfugt farið, með fullri virðingu fyrir verkfræðingum og útreikningum þeirra. Þetta er ósköp einföld deila. Ljósmæður eiga að baki fjögurra ára hefðbundið grunnnám í hjúkrunarfræði og síðan leggja þær stund á tveggja ára sérnám. Þetta eru því sérhæfðir hjúkrunarfræðingar, rétt eins og læknar stunda sérfræðinám í hinum og þessum krankleika og líkamspörtum til að afla sér meiri þekkingar - og hærri launa - sem þeir og fá. Ættu þær kannski að skipta um nafn? Orðið „ljósmóðir" var að vísu kosið fegursta orð tungunnar hjá Önnu Ólafsdóttur Björnsson en það er kannski of kvenlegt, mjúkt og fagurt? Þarf samninganefnd ríkisins kannski eitthvað ferkantað og harðneskjulegt svo að þeir átti sig á mikilvægi starfsins? Þær ættu kannski að kalla sig fæðingar-hjúkrunarfræðinga - það er karlkyns orð sem myndi strax kveikja skilningsglampa hjá samninganefnd ríkisins; orðið „hjúkrun" er samt kannski aðeins of ljúft: hvernig væri orðið fæðingartæknir? Í umboði hverra? Í umboði hverra? Það er vissulega að einhverju leyti í „eðli starfs“ Gunnars Björnssonar að gæta hagsmuna ríkissjóðs gagnvart launafólki og þar með að þumbast við þegar það vill launahækkanir. En maður skyldi ætla að hluti af starfinu væri líka að hugsa um verðmætamat – og að launastefna ríkisins endurspegli það að einhverju leyti almennar hugmyndir um réttlæti og ranglæti. Já, nánast almennt velsæmi. Því að sé ríkissjóður að sligast undan launakostnaði, sem vel kann að vera, þá er þar áreiðanlega ekki við umönnunarstéttir að sakast heldur endurspeglar það væntanlega hið fáránlega launaskrið sem hér hefur orðið síðustu árin hjá forréttindafólkinu – líka í stjórnsýslunni, þar sem menn hafa um of miðað sig við absúrd kjör bankastjóra og annarra lukkuriddara á fjármálamarkaðnum sem nú er að koma á daginn að kunna að hafa sett alla þjóðina á hausinn með fúski og óábyrgu framferði. Eðlileg viðbrögð við slæmu árferði væru því ef til vill að lækka almennt launin meðal allra þeirra ríkisforstjóra sem hafa yfir milljón á mánuði. Það yrðu góð skilaboð til almennings og þótt þeir færu í verkföll tæki líka enginn eftir því … Maður skyldi ætla að samninganefnd ríkisins eigi að endurspegla í störfum sínum vilja og stefnu þeirrar ríkisstjórnar sem með völdin fer hverju sinni og þess þingmeirihluta sem að baki henni er. Að vísu hefur furðu lítið heyrst í ráðherrum um þetta mál en það er engu síður yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að leiðrétta kjör kvennastétta. Hér er tækifærið til þess. Málflutningur þingmanna allra flokka er mjög á eina lund og hlýtur þar til dæmis að skipta máli ræða Ástu Möller, talsmanns Sjálfstæðisflokks í heilbrigðismálum, sem tók eindregið undir kröfur ljósmæðra. Því verður ekki trúað að Ingibjörg Sólrún og aðrir ráðherrar Samfylkingarinnar leyfi þessari deilu að þróast út í frekari verkföll. Slíkt verkfall myndi vitna um vont þjóðfélag – villimannaþjóðfé- lag þar sem öllum verðmætum hefur verið snúið á hvolf.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun