Mörgum ofbýður Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. september 2008 00:01 Ákvörðun Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra um að stefna ljósmæðrafélaginu fyrir félagsdóm vegna fjöldauppsagna er ber vott um mikla hörku í garð hóps sem augljóslega hefur setið eftir meðan aðrir hafa notið góðæris og uppsveiflu síðustu ára. Almennt nýtur kjarabarátta ljósmæðra skilnings, enda augljóst óréttlæti í því falið að lækka í launum við að bæta við sig sérnámi ofan á hjúkrunarfræðinám. Mörgum ofbýður þessi harka í garð ljósmæðra og nýtur hún lítils almenns stuðning. Árni virðist reyndar eindæmum laginn við að rata í ógöngur í ákvarðanatöku. Umdeild var ákvörðun hans sem setts dómsmálaráðherra að skipa í lok síðasta árs Þorstein Davíðsson (Oddssonar) í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands vestra og orðaskipti við Umboðsmann Alþingis í framhaldinu. Heldur reyndi hann einnig langlundargeð margra í fjármálageiranum þegar umsókn Kaupþings um að fá að gera upp í evrum var látin velkjast í ráðuneytinu allt þar til bankinn hætti við og málið féll sjálfkrafa niður dautt. Þá eru skiptar skoðanir um hvort fjármálaráðherrann hefði átt að upplýsa um eignarhlut sinn í Byr (og mögulega um aðrar eignir) þegar eftir því var leitað í síðasta mánuði. Árni M. Mathiesen er hins vegar ekki einn um seinheppnina um þessar mundir því afar hallærislegt er hvernig Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra (og formaður annars stjórnarflokksins) og Jóhanna Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hafa í orði átalið harkalega stefnu fjármálaráðherrans í kjaradeilunni við ljósmæður þegar hann er í raun einungis að framfylgja stefnu ríkisstjórnarinnar í málaflokknum. Stefnan er að koma í veg fyrir launahækkanir hjá hinu opinbera og að henni hlýtur öll ríkisstjórnin að standa. Líka utanríkis- og félagsmálaráðherrann. Sú spurning hlýtur að vakna hversu mikið mark er takandi á orðum þeirra um að ljósmæður eigi skilið að fá leiðréttingu kjara sinna þegar skilaboðin frá samábyrgri ríkisstjórninni eru önnur. Hitt er annað mál að gagnrýnin sem Ingibjörg Sólrún setur fram á ákvörðun Árna í þá veru að stefnan á hendur ljósmæðrum fyrir ólögmætar uppsagnir geti leitt til stigmögnunar deilunnar er hárrétt. Og skyldi engan undra réttlát reiði ljósmæðra sem sögðu starfi sínu lausu í kjölfar orða sem formaður samninganefndar ríkisins lét falla á fundi með þeim um að „afstaða samningarnefndarinnar“ gagnvart ljósmæðrum hefði ekki breyst frá árinu 1962. Þar ofbauð mörgum ljósmæðrum á sama tíma og því tæpast að undra að uppsagnir hafi átt sér stað í kjölfarið. Tilfellið er að fáir myndu verða til að setja sig upp á móti því að ljósmæður fengju leiðréttingu kjara sinna og ríkisstjórninni í raun í lófa lagið að lýsa yfir vilja til þess að koma sérstaklega til móts við þennan hóp með sérstökum ráðstöfunum, sem ekki hefði áhrif á aðra samninga. Ef það er rétt sem haft hefur verið eftir utanríkisráðherranum að innan ríkisstjórnarinnar ríki skilningur á því að ljósmæður þurfi að fá launaleiðréttingu þá hlýtur að vera á því flötur að gefa samninganefnd ríkisins umboð til að semja um hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Ákvörðun Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra um að stefna ljósmæðrafélaginu fyrir félagsdóm vegna fjöldauppsagna er ber vott um mikla hörku í garð hóps sem augljóslega hefur setið eftir meðan aðrir hafa notið góðæris og uppsveiflu síðustu ára. Almennt nýtur kjarabarátta ljósmæðra skilnings, enda augljóst óréttlæti í því falið að lækka í launum við að bæta við sig sérnámi ofan á hjúkrunarfræðinám. Mörgum ofbýður þessi harka í garð ljósmæðra og nýtur hún lítils almenns stuðning. Árni virðist reyndar eindæmum laginn við að rata í ógöngur í ákvarðanatöku. Umdeild var ákvörðun hans sem setts dómsmálaráðherra að skipa í lok síðasta árs Þorstein Davíðsson (Oddssonar) í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands vestra og orðaskipti við Umboðsmann Alþingis í framhaldinu. Heldur reyndi hann einnig langlundargeð margra í fjármálageiranum þegar umsókn Kaupþings um að fá að gera upp í evrum var látin velkjast í ráðuneytinu allt þar til bankinn hætti við og málið féll sjálfkrafa niður dautt. Þá eru skiptar skoðanir um hvort fjármálaráðherrann hefði átt að upplýsa um eignarhlut sinn í Byr (og mögulega um aðrar eignir) þegar eftir því var leitað í síðasta mánuði. Árni M. Mathiesen er hins vegar ekki einn um seinheppnina um þessar mundir því afar hallærislegt er hvernig Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra (og formaður annars stjórnarflokksins) og Jóhanna Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hafa í orði átalið harkalega stefnu fjármálaráðherrans í kjaradeilunni við ljósmæður þegar hann er í raun einungis að framfylgja stefnu ríkisstjórnarinnar í málaflokknum. Stefnan er að koma í veg fyrir launahækkanir hjá hinu opinbera og að henni hlýtur öll ríkisstjórnin að standa. Líka utanríkis- og félagsmálaráðherrann. Sú spurning hlýtur að vakna hversu mikið mark er takandi á orðum þeirra um að ljósmæður eigi skilið að fá leiðréttingu kjara sinna þegar skilaboðin frá samábyrgri ríkisstjórninni eru önnur. Hitt er annað mál að gagnrýnin sem Ingibjörg Sólrún setur fram á ákvörðun Árna í þá veru að stefnan á hendur ljósmæðrum fyrir ólögmætar uppsagnir geti leitt til stigmögnunar deilunnar er hárrétt. Og skyldi engan undra réttlát reiði ljósmæðra sem sögðu starfi sínu lausu í kjölfar orða sem formaður samninganefndar ríkisins lét falla á fundi með þeim um að „afstaða samningarnefndarinnar“ gagnvart ljósmæðrum hefði ekki breyst frá árinu 1962. Þar ofbauð mörgum ljósmæðrum á sama tíma og því tæpast að undra að uppsagnir hafi átt sér stað í kjölfarið. Tilfellið er að fáir myndu verða til að setja sig upp á móti því að ljósmæður fengju leiðréttingu kjara sinna og ríkisstjórninni í raun í lófa lagið að lýsa yfir vilja til þess að koma sérstaklega til móts við þennan hóp með sérstökum ráðstöfunum, sem ekki hefði áhrif á aðra samninga. Ef það er rétt sem haft hefur verið eftir utanríkisráðherranum að innan ríkisstjórnarinnar ríki skilningur á því að ljósmæður þurfi að fá launaleiðréttingu þá hlýtur að vera á því flötur að gefa samninganefnd ríkisins umboð til að semja um hana.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun