Óperur í bíó 22. júlí 2008 06:00 Óperusýningar um net færast í vöxt og hver vill ekki heyra og sjá Placido í beinni útsendingu í góðum græjum og á stóru tjaldi? Metropolitan-óperan í New York sendi í fyrravetur út í háskerpu-útsendingu sex óperusýningar sem varpað var á stór tjöld valinna kvikmyndahúsa víðs vegar um Bandaríkin og Kanada. Þær koma allar út á diskum í haust, en á komandi vetri verður haldið áfram sýningum af þessu tagi og verða þá ellefu sýningar sendar á valda sýningarstaði. Með þessari dreifingartilhögun hefur Metropolitan stækkað áhorfendahóp sinn en óperuunnendur eru víða um lönd soltnir af verkum þeirra höfunda sem sinnt hafa þessu kröfuharða formi. Fetar óperan slóð rokksveita, en Bon Jovi var fyrst hljómsveita til að nýta sér þessa tækni og hafa ýmsir sótt í sama farið, eins og Sigur Rós. Ekki er vitað til að íslenskir kvikmyndahúsaeigendur hafi sýnt þessu efni áhuga, en Norræna húsið hafði lýst áhuga á að taka upp slíka þjónustu. Telja má víst að sá tugur þúsunda óperuáhugamanna sem halda uppi aðsókn að óperusýningum Íslensku óperunnar hefði áhuga á slíkum sýningum. Meðal verkanna sem sýnd voru í fyrra og koma út í haust eru Hansel og Gretel eftir Humperdinck, Makbeð Verdis, Fyrsti keisarinn eftir Tan Dun sem Placido Domingo söng, Manon eftir Pucchini með finnsku sópransöngkonunni Karitu Mattila, Peter Grimes eftir Brittain og La Boheme með Angelu Gheorghiu og Ramon Vargas. Það er vefurinn sem gerir þessar útsendingar mögulegar en minna má á að ein röksemd fyrir símanum á sínum tíma var sú að hann gæfi mönnum tækifæri til að hlusta á beinar útsendingar á óperum.- pbb Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Metropolitan-óperan í New York sendi í fyrravetur út í háskerpu-útsendingu sex óperusýningar sem varpað var á stór tjöld valinna kvikmyndahúsa víðs vegar um Bandaríkin og Kanada. Þær koma allar út á diskum í haust, en á komandi vetri verður haldið áfram sýningum af þessu tagi og verða þá ellefu sýningar sendar á valda sýningarstaði. Með þessari dreifingartilhögun hefur Metropolitan stækkað áhorfendahóp sinn en óperuunnendur eru víða um lönd soltnir af verkum þeirra höfunda sem sinnt hafa þessu kröfuharða formi. Fetar óperan slóð rokksveita, en Bon Jovi var fyrst hljómsveita til að nýta sér þessa tækni og hafa ýmsir sótt í sama farið, eins og Sigur Rós. Ekki er vitað til að íslenskir kvikmyndahúsaeigendur hafi sýnt þessu efni áhuga, en Norræna húsið hafði lýst áhuga á að taka upp slíka þjónustu. Telja má víst að sá tugur þúsunda óperuáhugamanna sem halda uppi aðsókn að óperusýningum Íslensku óperunnar hefði áhuga á slíkum sýningum. Meðal verkanna sem sýnd voru í fyrra og koma út í haust eru Hansel og Gretel eftir Humperdinck, Makbeð Verdis, Fyrsti keisarinn eftir Tan Dun sem Placido Domingo söng, Manon eftir Pucchini með finnsku sópransöngkonunni Karitu Mattila, Peter Grimes eftir Brittain og La Boheme með Angelu Gheorghiu og Ramon Vargas. Það er vefurinn sem gerir þessar útsendingar mögulegar en minna má á að ein röksemd fyrir símanum á sínum tíma var sú að hann gæfi mönnum tækifæri til að hlusta á beinar útsendingar á óperum.- pbb
Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira