Klaatu til bjargar 11. desember 2008 04:30 Keanu Reeves leikur geimveruna Klaatu í kvikmyndinni The Day the Earth Stood Still sem verður heimsfrumsýnd hérlendis á morgun. Kvikmyndir um heimsendi og yfirvofandi eyðileggingu jarðar hafa ávallt verið vinsælt umfjöllunarefni í Hollywood. The Day the Earth Stood Still, sem verður heimsfrumsýnd á morgun, er einmitt boðberi válegra tíðinda. The Day the Earth Stood Still er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1951. Nýja myndin fjallar um virtan vísindamann (Jennifer Connelly) sem kemst í kynni við geimveruna Klaatu (Keanu Reeves) sem hefur ferðast til jarðar til að vara við hnattrænu vandamáli sem er yfirvofandi. Fyrri myndin fjallaði um getu mannsins til að tortíma sjálfum sér þar sem tilvísunin í eyðingarmátt kalda stríðsins var greinileg. Núna eru aftur á móti breyttir tímar þar sem almenningur þarf frekar að líta í eigin barm til að koma í veg fyrir eyðileggingu jarðar. „Með því að endurgera þessa mynd höfðum við tækifæri til að fanga þá hræðslu sem almenningur býr við í dag," sagði Keanu Reeves. „Lífshættir okkar gætu haft stórhættulegar afleiðingar fyrir plánetuna. Myndin fær okkur til að líta á samband okkar við náttúruna og hvernig áhrif við höfum á plánetuna." Myndir á borð við Independence Day og War of the Worlds segja frá árásum óvinveittra geimvera á jarðarbúa. Slíkar myndir hafa ávallt verið vinsælar í Hollywood þar sem litið hefur verið á vondu geimverurnar sem táknmynd kommúnismans. Hættan er því utanaðkomandi og erfitt fyrir almenning að hafa áhrif á gang mála, öfugt við hættuna við hlýnun jarðar. The Day the Earth Stood Still fetar því frekar í fótspor The Day After Tomorrow frá árinu 2004 sem fjallaði um svipað málefni. Einnig hefur heimildarmynd Als Gore, The Inconvenient Truth, tvímælalaust hjálpað The Day the Earth Stood Still og undirbúið áhorfendur fyrir þann umhverfisvæna boðskap sem hún hefur að geyma. Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Kvikmyndir um heimsendi og yfirvofandi eyðileggingu jarðar hafa ávallt verið vinsælt umfjöllunarefni í Hollywood. The Day the Earth Stood Still, sem verður heimsfrumsýnd á morgun, er einmitt boðberi válegra tíðinda. The Day the Earth Stood Still er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1951. Nýja myndin fjallar um virtan vísindamann (Jennifer Connelly) sem kemst í kynni við geimveruna Klaatu (Keanu Reeves) sem hefur ferðast til jarðar til að vara við hnattrænu vandamáli sem er yfirvofandi. Fyrri myndin fjallaði um getu mannsins til að tortíma sjálfum sér þar sem tilvísunin í eyðingarmátt kalda stríðsins var greinileg. Núna eru aftur á móti breyttir tímar þar sem almenningur þarf frekar að líta í eigin barm til að koma í veg fyrir eyðileggingu jarðar. „Með því að endurgera þessa mynd höfðum við tækifæri til að fanga þá hræðslu sem almenningur býr við í dag," sagði Keanu Reeves. „Lífshættir okkar gætu haft stórhættulegar afleiðingar fyrir plánetuna. Myndin fær okkur til að líta á samband okkar við náttúruna og hvernig áhrif við höfum á plánetuna." Myndir á borð við Independence Day og War of the Worlds segja frá árásum óvinveittra geimvera á jarðarbúa. Slíkar myndir hafa ávallt verið vinsælar í Hollywood þar sem litið hefur verið á vondu geimverurnar sem táknmynd kommúnismans. Hættan er því utanaðkomandi og erfitt fyrir almenning að hafa áhrif á gang mála, öfugt við hættuna við hlýnun jarðar. The Day the Earth Stood Still fetar því frekar í fótspor The Day After Tomorrow frá árinu 2004 sem fjallaði um svipað málefni. Einnig hefur heimildarmynd Als Gore, The Inconvenient Truth, tvímælalaust hjálpað The Day the Earth Stood Still og undirbúið áhorfendur fyrir þann umhverfisvæna boðskap sem hún hefur að geyma.
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira