Abba SingStar væntanlegur 11. september 2008 00:01 Nýtt æði! Ætla má að Íslendingar muni taka Abba SingStar vel miðað við vinsældir Mamma Mia!, en nú þegar hafa um 100.000 manns séð kvikmyndina hér á landi og diskurinn með tónlistinni úr myndinni hefur selst í tæplega 10.000 eintökum. „Ég held að þetta verði þrefalt eða fjórfalt á við vinsældir fyrri SingStar-diska miðað við gífurlegar vinsældir Mamma mia! og tónlistarinnar úr myndinni,“ Segir Ólafur Þór Jóelsson, vörustjóri tölvuleikja hjá Senu, um nýjasta Singstar-tölvuleikinn sem er væntanlegur á markað um miðjan nóvember. Diskurinn inniheldur 30 vinsælustu lög Abba fyrir Playstation 2 og 3, og geta eigendur þessara leikjatölva því bráðlega sungið með lögum á borð við Mamma Mia, Gimme Gimme Gimme og Dancing Queen. „Íslendingar eiga met í sölu á SingStar miðað við höfðatölu, eins og í svo mörgu öðru, svo ég held að það verði allt vitlaust þegar Abba bætist í safnið og ekki spillir fyrir að upprunaleg myndbönd hljómsveitarinnar verða á disknum,“ bætir hann við, en tónlistin úr Mamma mia! hefur selst í tæplega 10.000 eintökum hér á landi. Tæplega 100.000 miðar hafa verið seldar á kvikmyndina og uppselt hefur verið á fjórar svokallaðar „sing along“-sýningar, þar sem áhorfendur taka undir lögin í myndinni. „Það hafa verið gríðarlega góðar viðtökur. Það er nýtt Abba-æði og menn eru að missa sig í Abba-lögum, svo það gefur fögur fyrirheit um SingStar-diskinn,“ segir Ólafur að lokum.- ag Leikjavísir Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
„Ég held að þetta verði þrefalt eða fjórfalt á við vinsældir fyrri SingStar-diska miðað við gífurlegar vinsældir Mamma mia! og tónlistarinnar úr myndinni,“ Segir Ólafur Þór Jóelsson, vörustjóri tölvuleikja hjá Senu, um nýjasta Singstar-tölvuleikinn sem er væntanlegur á markað um miðjan nóvember. Diskurinn inniheldur 30 vinsælustu lög Abba fyrir Playstation 2 og 3, og geta eigendur þessara leikjatölva því bráðlega sungið með lögum á borð við Mamma Mia, Gimme Gimme Gimme og Dancing Queen. „Íslendingar eiga met í sölu á SingStar miðað við höfðatölu, eins og í svo mörgu öðru, svo ég held að það verði allt vitlaust þegar Abba bætist í safnið og ekki spillir fyrir að upprunaleg myndbönd hljómsveitarinnar verða á disknum,“ bætir hann við, en tónlistin úr Mamma mia! hefur selst í tæplega 10.000 eintökum hér á landi. Tæplega 100.000 miðar hafa verið seldar á kvikmyndina og uppselt hefur verið á fjórar svokallaðar „sing along“-sýningar, þar sem áhorfendur taka undir lögin í myndinni. „Það hafa verið gríðarlega góðar viðtökur. Það er nýtt Abba-æði og menn eru að missa sig í Abba-lögum, svo það gefur fögur fyrirheit um SingStar-diskinn,“ segir Ólafur að lokum.- ag
Leikjavísir Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira