Kim Cattrall úr Sex and the City-þáttunum segir að til standi að kvikmynda framhald samnefndrar myndar á næsta ári. Bætti hún því við að erfitt væri að ná öllum leikurunum saman fyrir verkefnið vegna þess að þeir væru svo uppteknir. „Við ætlum að búa til framhaldið næsta sumar," sagði hún.
Kvikmyndin Sex and the City með Söruh Jessicu Parker í aðalhlutverki náði miklum vinsældum víða um heim fyrr á þessu ári. Fjallaði hún, rétt eins og þættirnir, um blaðakonuna Carrie Bradshaw og vinkonur hennar, Samantha, Miranda og Charlotte.