Bakgrunnur kreppunnar Sverrir Jakobsson skrifar 7. október 2008 05:00 Enginn vafi er á því að nú geisar alþjóðleg fjármálakreppa. Hún á upptök sín í Bandaríkjunum en angar hennar teygja sig um öll lönd með misalvarlegum afleiðingum. Í Evrópu hefur hún þegar haft í för með sér þjóðnýtingu nokkra banka, þ. á m. Glitnis hérna á Íslandi, og alls staðar hafa ríkisstjórnir gripið til ráðstafana til að tryggja stöðugleika fjármálakerfis. Þetta er þvert á þá afskiptaleysisstefnu sem hefur verið borið af málsvörum hins frjálsa markaðar og hefur því eðlilega vakið upp umræðu hvort kapítalisminn sé í kreppu og þó sérstaklega það afbrigði hans sem hefur verið allsráðandi í Bandaríkjununum undanfarin 20 ár. Þetta merkir ekki að staðbundnir þættir skipti engu máli varðandi birtingarmyndir kreppunnar í hverju landi. Í löndum þar sem bankakerfið hefur farið geyst í því að færa starfsemi sína yfir á svið fjárfestingalána riðar nú allt til falls. Íslenska „útrásin" er dæmi um þetta. Annars staðar, t.d. í Færeyjum hafa bankar farið varlegar í sakir og lagt áherslu á hefbundna starfsemi. Þeirra staða er betri þótt auðvitað hafi kreppan víðtæk áhrif. Við getum ekki kennt stjórnvöldum um kreppuna en við getum spurt okkar: Hvers vegna hefur hún svona alvarlegar afleiðingar á Íslandi og bera stjórnmálamenn ábyrgð á því? EinkavæðingFyrir nokkrum áratugum lutu íslenskir bankar ströngu aðhaldi ríkisins. Þeir stærstu voru allir ríkisbankar en þar að auki hafði Seðlabankinn mikil afskipti af rekstri þeirra. T.d. var haldið aftur af innlánum með bindiskyldu, þ.e. bankarnir voru skyldaðir til að leggja ákveðið hlutfall af innlánum inn á reikning í Seðlabankanum. Að mörgu leyti var þetta íþyngjandi kerfi og eflaust fannst mörgum að bankarnir væru í spennutreyju Seðlabankans. Þá voru ríkisbankar undir töluverðum þrýstingi stjórnmálamanna og allt fram á 9. áratuginn tíðkaðist að bankastjórastöður í viðskiptabönkum væru að nokkrum hluta skipaðar fyrrverandi stjórnmálamönnum. Mesta ríkisforsjáin var þó að bankarnir höfðu ekki frelsi til að ákveða vexti sjálfir og var svo allt til ársins 1986.Það var eðlilega mörgum fagnaðarefni þegar bankarnir voru losaðir úr þessari spennutreyju. Þá var mikill þrýstingur á einkavæðingu banka með þeim rökum að hið opinbera ætti ekki að standa í slíkum rekstri. Þvert á móti ættu bankar að vera reknir í hagnarsjónarmiði og aðhald hluthafa myndi tryggja slíkt. Eftir langt ferli voru ríkisbankarnir þrír einkavæddir í nokkrum skrefum. Því miður var staðið að einkavæðingunni með þeim hætti að um hana skapaðist lítið traust. Á sínum tíma var tilboði samvinnumanna í Útvegsbankann hafnað af flokkspólítískum sjónarmiðum og þau komu líka við sögu þegar Landsbankinn og Búnaðarbankinn voru seldir; þá var talað um helmingaskipti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun
Enginn vafi er á því að nú geisar alþjóðleg fjármálakreppa. Hún á upptök sín í Bandaríkjunum en angar hennar teygja sig um öll lönd með misalvarlegum afleiðingum. Í Evrópu hefur hún þegar haft í för með sér þjóðnýtingu nokkra banka, þ. á m. Glitnis hérna á Íslandi, og alls staðar hafa ríkisstjórnir gripið til ráðstafana til að tryggja stöðugleika fjármálakerfis. Þetta er þvert á þá afskiptaleysisstefnu sem hefur verið borið af málsvörum hins frjálsa markaðar og hefur því eðlilega vakið upp umræðu hvort kapítalisminn sé í kreppu og þó sérstaklega það afbrigði hans sem hefur verið allsráðandi í Bandaríkjununum undanfarin 20 ár. Þetta merkir ekki að staðbundnir þættir skipti engu máli varðandi birtingarmyndir kreppunnar í hverju landi. Í löndum þar sem bankakerfið hefur farið geyst í því að færa starfsemi sína yfir á svið fjárfestingalána riðar nú allt til falls. Íslenska „útrásin" er dæmi um þetta. Annars staðar, t.d. í Færeyjum hafa bankar farið varlegar í sakir og lagt áherslu á hefbundna starfsemi. Þeirra staða er betri þótt auðvitað hafi kreppan víðtæk áhrif. Við getum ekki kennt stjórnvöldum um kreppuna en við getum spurt okkar: Hvers vegna hefur hún svona alvarlegar afleiðingar á Íslandi og bera stjórnmálamenn ábyrgð á því? EinkavæðingFyrir nokkrum áratugum lutu íslenskir bankar ströngu aðhaldi ríkisins. Þeir stærstu voru allir ríkisbankar en þar að auki hafði Seðlabankinn mikil afskipti af rekstri þeirra. T.d. var haldið aftur af innlánum með bindiskyldu, þ.e. bankarnir voru skyldaðir til að leggja ákveðið hlutfall af innlánum inn á reikning í Seðlabankanum. Að mörgu leyti var þetta íþyngjandi kerfi og eflaust fannst mörgum að bankarnir væru í spennutreyju Seðlabankans. Þá voru ríkisbankar undir töluverðum þrýstingi stjórnmálamanna og allt fram á 9. áratuginn tíðkaðist að bankastjórastöður í viðskiptabönkum væru að nokkrum hluta skipaðar fyrrverandi stjórnmálamönnum. Mesta ríkisforsjáin var þó að bankarnir höfðu ekki frelsi til að ákveða vexti sjálfir og var svo allt til ársins 1986.Það var eðlilega mörgum fagnaðarefni þegar bankarnir voru losaðir úr þessari spennutreyju. Þá var mikill þrýstingur á einkavæðingu banka með þeim rökum að hið opinbera ætti ekki að standa í slíkum rekstri. Þvert á móti ættu bankar að vera reknir í hagnarsjónarmiði og aðhald hluthafa myndi tryggja slíkt. Eftir langt ferli voru ríkisbankarnir þrír einkavæddir í nokkrum skrefum. Því miður var staðið að einkavæðingunni með þeim hætti að um hana skapaðist lítið traust. Á sínum tíma var tilboði samvinnumanna í Útvegsbankann hafnað af flokkspólítískum sjónarmiðum og þau komu líka við sögu þegar Landsbankinn og Búnaðarbankinn voru seldir; þá var talað um helmingaskipti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun