Hasarkóngur síðustu ára 4. september 2008 06:00 Með millinafnið hasar Jason Statham hefur stimplað sig inn sem hasarkóngur síðustu ára. Hann sést hér í Death Race. Jason Statham leikur aðalhlutverkið í Death Race sem frumsýnd verður hér á landi á morgun. Statham hefur á fáum árum gerst hasarkóngur kvikmyndanna og mætti líkja honum við Sylvester Stallone á sínu besta skeiði. En hver er þessi maður? Statham var einn helstu kafara Breta og lenti í tólfta sæti heimsmeistaramótsins 1992. Einnig starfaði hann sem fatamódel og sölumaður á svörtum markaði áður en hann gerðist leikari. Fyrsta hlutverk hans var í Lock, Stock and Two Smoking Barrels, 1998, en það fékk hann í gegnum fyrirsætustörf. Guy Ritchie var svo ánægður með okkar mann að hann ákvað að ráða Statham á ný í myndina Snatch. Eftir það fór heldur betur að vænkast hagur Stathams og á eftir fylgdi hver myndin á fætur annarri. Má þar nefna The One, Mean Machine, Transporter-myndirnar tvær, The Italian Job (2003), London, Rogue Assassin, The Bank Job og nú síðast Death Race. Áhættuleikari Statham er þekktur fyrir að sjá um áhættuatriðin sín sjálfur. Statham er meira en lítið fyrir spennumyndir og er Death Race því alveg hans tebolli. „Í henni eru heitar gellur og strákar sem eru strákar. Hvað meira þarf maður?“ Hann segir einnig í viðtali um myndina að hann hafi alltaf dreymt um að verða áhættuleikari. „Síðan ég var krakki hef ég verið að henda mér úr trjám og annað álíka klikkað. Svo datt ég inn í bardagaíþróttir, þannig að geta gert þetta allt í bíómyndum er algjör draumur fyrir mig.“ Það er hugsanlega ástæðan fyrir því að hann sér um eiginlega öll sín áhættuatriði sjálfur. Alvöru sprengingar Engar brellur í Death Race eru tölvugerðar. Death Race er fullkomið tækifæri fyrir Statham til að hegða sér háskalega en engar brellur myndarinnar, sem gengur að mestu út á það að sprengja upp bíla á sem frumlegastan máta, eru tölvuteiknaðar. Statham leikur Jensen Ames, ökuþór sem er læstur inni fyrir ógeðfelldan glæp sem hann framdi ekki. Í fangelsinu hefur nýr raunveruleikaþáttur slegið í gegn, Death Race. Reglurnar eru einfaldar. Það eru engar reglur. Annaðhvort vinnur þú kappaksturinn og öðlast frelsi, eða deyrð á hraðbrautinni. Myndin er frumsýnd á föstudaginn og er endurgerð Death Race 2000 frá 1975. kolbruns@frettabladid.is+ Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Jason Statham leikur aðalhlutverkið í Death Race sem frumsýnd verður hér á landi á morgun. Statham hefur á fáum árum gerst hasarkóngur kvikmyndanna og mætti líkja honum við Sylvester Stallone á sínu besta skeiði. En hver er þessi maður? Statham var einn helstu kafara Breta og lenti í tólfta sæti heimsmeistaramótsins 1992. Einnig starfaði hann sem fatamódel og sölumaður á svörtum markaði áður en hann gerðist leikari. Fyrsta hlutverk hans var í Lock, Stock and Two Smoking Barrels, 1998, en það fékk hann í gegnum fyrirsætustörf. Guy Ritchie var svo ánægður með okkar mann að hann ákvað að ráða Statham á ný í myndina Snatch. Eftir það fór heldur betur að vænkast hagur Stathams og á eftir fylgdi hver myndin á fætur annarri. Má þar nefna The One, Mean Machine, Transporter-myndirnar tvær, The Italian Job (2003), London, Rogue Assassin, The Bank Job og nú síðast Death Race. Áhættuleikari Statham er þekktur fyrir að sjá um áhættuatriðin sín sjálfur. Statham er meira en lítið fyrir spennumyndir og er Death Race því alveg hans tebolli. „Í henni eru heitar gellur og strákar sem eru strákar. Hvað meira þarf maður?“ Hann segir einnig í viðtali um myndina að hann hafi alltaf dreymt um að verða áhættuleikari. „Síðan ég var krakki hef ég verið að henda mér úr trjám og annað álíka klikkað. Svo datt ég inn í bardagaíþróttir, þannig að geta gert þetta allt í bíómyndum er algjör draumur fyrir mig.“ Það er hugsanlega ástæðan fyrir því að hann sér um eiginlega öll sín áhættuatriði sjálfur. Alvöru sprengingar Engar brellur í Death Race eru tölvugerðar. Death Race er fullkomið tækifæri fyrir Statham til að hegða sér háskalega en engar brellur myndarinnar, sem gengur að mestu út á það að sprengja upp bíla á sem frumlegastan máta, eru tölvuteiknaðar. Statham leikur Jensen Ames, ökuþór sem er læstur inni fyrir ógeðfelldan glæp sem hann framdi ekki. Í fangelsinu hefur nýr raunveruleikaþáttur slegið í gegn, Death Race. Reglurnar eru einfaldar. Það eru engar reglur. Annaðhvort vinnur þú kappaksturinn og öðlast frelsi, eða deyrð á hraðbrautinni. Myndin er frumsýnd á föstudaginn og er endurgerð Death Race 2000 frá 1975. kolbruns@frettabladid.is+
Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög