Af fleytingum Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 6. desember 2008 06:00 Jón Páll Jakobsson hóf útgerðar-sögu sína á Bíldudal aðeins fimm ára gamall. Ég væri ekki að minnast á þetta nema vegna þess að þá hófst mín útgerðarsaga líka. Þannig var mál með vexti að karl faðir hans hafði hent litlu bretti sem verið hafði við útidyrnar. Fengum við þá korkbúta hjá Runna rafvirkja og negldum undir en síðan var ýtt úr vör. Þetta gekk alveg eins og í sögu þar til að við vorum komnir að hafnarmynni en þá losnar korkurinn undan brettinu. Í hvert sinn sem bútur flaut upp sökk flekinn neðar og við útgerðarmennirnir með. Sjórinn náði yfir ökkla þegar við tókum land við hafnargarðinn. Ekki létum við þó staðar numið heldur festum þann kork sem eftir var enn kirfilegar undir flekanum. Síðan fór annar út á flekanum meðan hinn fylgdist með úr fjörunni. Þegar einn var búinn að steypast í sjóinn tók hinn við fleyinu. Töldum við okkur forsjála menn með því að halda út á flekann á nærbuxunum einum saman svo við gætum gengið að fötunum vísum og þurrum að brölti þessu loknu. Okkur til mikillar skelfingar sáum við hvar barnapíurnar reykvísku voru orðnar forvitnar og komu til að finna okkur í fjöru. Þótti okkur mikið til þeirra koma en í þá daga þótti það hin mesta smán að láta stúlkur sjá sig á nærbuxunum svo við kusum að halda okkur í sjónum meðan þær væru þarna í fjörunni. Það versta var að það var ekkert fararsnið á þeim og ekki fór vel um okkur með sjóinn upp að bringu. Til að bæta gráu ofan á svart komu eldri menn þar að og sáu hvernig fyrir okkur var komið. Tjáðu þeir okkur að sjórinn væri ögn hlýrri þar sem skíta-ræsið kæmi upp svo við færðum okkur þangað. Útgerðarsaga mín endaði nokkrum árum síðar þegar Dubbi kom á rækjubát og náði í okkur félagana þar sem okkur rak út Arnarfjörðinn á litlum plastbáti. Jón Páll átti hins vegar eftir að verða skipstjóri á alvöru skipum. Hann er nú vélstjóri á bát sem gerir út frá Noregi og ég blaðasnápur í Reykjavík. Hvorugur okkar kemur því nálægt fleytingu krónunnar sem hlýtur að teljast mikið ánægjuefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Jón Páll Jakobsson hóf útgerðar-sögu sína á Bíldudal aðeins fimm ára gamall. Ég væri ekki að minnast á þetta nema vegna þess að þá hófst mín útgerðarsaga líka. Þannig var mál með vexti að karl faðir hans hafði hent litlu bretti sem verið hafði við útidyrnar. Fengum við þá korkbúta hjá Runna rafvirkja og negldum undir en síðan var ýtt úr vör. Þetta gekk alveg eins og í sögu þar til að við vorum komnir að hafnarmynni en þá losnar korkurinn undan brettinu. Í hvert sinn sem bútur flaut upp sökk flekinn neðar og við útgerðarmennirnir með. Sjórinn náði yfir ökkla þegar við tókum land við hafnargarðinn. Ekki létum við þó staðar numið heldur festum þann kork sem eftir var enn kirfilegar undir flekanum. Síðan fór annar út á flekanum meðan hinn fylgdist með úr fjörunni. Þegar einn var búinn að steypast í sjóinn tók hinn við fleyinu. Töldum við okkur forsjála menn með því að halda út á flekann á nærbuxunum einum saman svo við gætum gengið að fötunum vísum og þurrum að brölti þessu loknu. Okkur til mikillar skelfingar sáum við hvar barnapíurnar reykvísku voru orðnar forvitnar og komu til að finna okkur í fjöru. Þótti okkur mikið til þeirra koma en í þá daga þótti það hin mesta smán að láta stúlkur sjá sig á nærbuxunum svo við kusum að halda okkur í sjónum meðan þær væru þarna í fjörunni. Það versta var að það var ekkert fararsnið á þeim og ekki fór vel um okkur með sjóinn upp að bringu. Til að bæta gráu ofan á svart komu eldri menn þar að og sáu hvernig fyrir okkur var komið. Tjáðu þeir okkur að sjórinn væri ögn hlýrri þar sem skíta-ræsið kæmi upp svo við færðum okkur þangað. Útgerðarsaga mín endaði nokkrum árum síðar þegar Dubbi kom á rækjubát og náði í okkur félagana þar sem okkur rak út Arnarfjörðinn á litlum plastbáti. Jón Páll átti hins vegar eftir að verða skipstjóri á alvöru skipum. Hann er nú vélstjóri á bát sem gerir út frá Noregi og ég blaðasnápur í Reykjavík. Hvorugur okkar kemur því nálægt fleytingu krónunnar sem hlýtur að teljast mikið ánægjuefni.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun