Heilsa

Ofnsteiktur aspas

Aspas er sérlega góður á þessum tíma árs, en hann má elda á fjölmarga vegu.
Aspas er sérlega góður á þessum tíma árs, en hann má elda á fjölmarga vegu.

Ferskur aspas er sérlega góður á þessum tíma árs. Það sem helst ber að varast við matreiðslu aspas er að ofelda hann ekki, en hægt er að matreiða grænu spjótin á margan máta. Aspas má til dæmis gufusjóða, eða snöggsjóða í nokkrar mínútur. Þá er gott að dreypa yfir hann smjöri eða ólífuolíu og sáldra jafnvel yfir ristuðum sesamfræjum. Þessa uppskrift að ofnsteiktum aspas má finna á uppskriftavef BBC.

1 búnt ferskur aspas

2 msk. ólífuolía plús auka

4 hvítlauksgeirar, kramdir

2 greinar ferskt timjan

klípa af chiliflögum

salt

nýmalaður svartur pipar

lítil lúka af ferskum garðakerfli

lítil lúka af ferskri basiliku

lítil lúka af ferskum graslauk

2 tsk. balsamedik

Hitið ofninn í 180 gráður. Setjið aspas og ólífuolíu í skál og hrærið þar til aspasinn er þakinn olíu. Hitið pönnu sem má setja í ofn þar til hún er heit, steikið aspasinn, hvítlauk, timjan, chiliflögur og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Steikið í um 2-3 mínútur, setjið pönnuna þá í heitan ofninn og eldið í átta mínútur.

Hrúgið aspas og hvítlauk á disk, setjið ferskar kryddjurtir ofan á og dreypið balsamediki og auka ólífuolíu yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.