Hraðskreiðar skutlur 22. október 2008 04:00 Rafskutlur auka frelsi þeirra sem farlama eru með því að auka möguleika þeirra til að hreyfa sig og komast um. Halldór Berg hóf að flytja þær inn fyrir tveimur árum. fréttablaðið/Anton „Við höfum verið með gott úrval og gott verð á rafskutlum en þær eru frá 99.000 krónum upp í um 200.000 krónur. Þær öflugustu komast allt upp í 30 kílómetra á klukkustund og fara auðveldlega upp brekkur,“ segir Halldór Berg Jónsson, eigandi fyrirtækisins til tveggja ára. Rafskutlur eru öruggur ferðamáti og hafa reynst fólki sem á erfitt með að hreyfa sig vel. Þær veita aukið frelsi þar sem þeir sem þær nota fá fleiri tækifæri til að hreyfa sig og komast um. „Það eru sjálfvirkar bremsur á þessu, hraðastýringar og annað og það er mjög auðvelt að stjórna tækinu,“ útskýrir Halldór sannfærandi. rafskutlur skutlur hberg Hægt er að fá styrk frá Tryggingastofnun til að festa kaup á rafskutlu en skilyrði er þó að hafa læknisvottorð. „Fólk sem getur ekki gengið á möguleika á því að Tryggingastofnun greiði rafskutluna að fullu eða að hluta,“ segir Halldór. Í boði eru ýmsir litir og búnaður. „Við erum með marga liti, allt frá bláum og gráum upp í bleikan og rauðan. Síðan fylgja stafahaldarar og körfur með skutlunum. Ódýrasta skutlan er til að nota innanhúss en hinar er hægt að nota úti og fara lengri vegalengdir. Þær sem eru nú á um 150.000 krónur eru ætlaðar á sléttlendi en nú er gengið svo óhagstætt þannig að verðið gæti hækkað í næstu sendingu. Við vorum að selja rafskutlurnar þrisvar sinnum ódýrari en samkeppnisaðilarnir,“ útskýrir Halldór en það eru þrír aðilar sem flytja inn rafskutlur. Margir kaupa varadekk með skutlunum ef ske kynni að það myndi springa en vetrardekk eru ekki í boði. „Það er ekki gott að nota skutlurnar í snjó þar sem þær eru ekki nógu öflugar. Þær henta þó vel innanhúss og úti í góðu veðri.“hrefna@frettabladid.is rafskutlur skutlur hberg rafskutlur skutlur hberg rafskutlur skutlur hberg Rafskutlur auka frelsi þeirra sem farlama eru með því að auka möguleika þeirra til að hreyfa sig og komast um. Halldór Berg hóf að flytja þær inn fyrir tveimur árum fréttablaðið/Anton Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
„Við höfum verið með gott úrval og gott verð á rafskutlum en þær eru frá 99.000 krónum upp í um 200.000 krónur. Þær öflugustu komast allt upp í 30 kílómetra á klukkustund og fara auðveldlega upp brekkur,“ segir Halldór Berg Jónsson, eigandi fyrirtækisins til tveggja ára. Rafskutlur eru öruggur ferðamáti og hafa reynst fólki sem á erfitt með að hreyfa sig vel. Þær veita aukið frelsi þar sem þeir sem þær nota fá fleiri tækifæri til að hreyfa sig og komast um. „Það eru sjálfvirkar bremsur á þessu, hraðastýringar og annað og það er mjög auðvelt að stjórna tækinu,“ útskýrir Halldór sannfærandi. rafskutlur skutlur hberg Hægt er að fá styrk frá Tryggingastofnun til að festa kaup á rafskutlu en skilyrði er þó að hafa læknisvottorð. „Fólk sem getur ekki gengið á möguleika á því að Tryggingastofnun greiði rafskutluna að fullu eða að hluta,“ segir Halldór. Í boði eru ýmsir litir og búnaður. „Við erum með marga liti, allt frá bláum og gráum upp í bleikan og rauðan. Síðan fylgja stafahaldarar og körfur með skutlunum. Ódýrasta skutlan er til að nota innanhúss en hinar er hægt að nota úti og fara lengri vegalengdir. Þær sem eru nú á um 150.000 krónur eru ætlaðar á sléttlendi en nú er gengið svo óhagstætt þannig að verðið gæti hækkað í næstu sendingu. Við vorum að selja rafskutlurnar þrisvar sinnum ódýrari en samkeppnisaðilarnir,“ útskýrir Halldór en það eru þrír aðilar sem flytja inn rafskutlur. Margir kaupa varadekk með skutlunum ef ske kynni að það myndi springa en vetrardekk eru ekki í boði. „Það er ekki gott að nota skutlurnar í snjó þar sem þær eru ekki nógu öflugar. Þær henta þó vel innanhúss og úti í góðu veðri.“hrefna@frettabladid.is rafskutlur skutlur hberg rafskutlur skutlur hberg rafskutlur skutlur hberg Rafskutlur auka frelsi þeirra sem farlama eru með því að auka möguleika þeirra til að hreyfa sig og komast um. Halldór Berg hóf að flytja þær inn fyrir tveimur árum fréttablaðið/Anton
Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira