Get ég fengið reikninginn? Þráinn Bertelsson skrifar 27. október 2008 05:30 Ráðvillt ríkisstjórn hefur nú stjáklað fram og aftur í nokkrar vikur eins og kvíga með kálfssótt. Ástæðan er að gullgerðin brást en bullgerð tók við. Gullgerðarmenn eru flúnir úr landi en bullgerðarmennirnir sitja eftir. Og nú er hafinn leikurinn „Ekki-benda-á-mig", þar sem við munum sjá stórkostlega hugkvæmni og snilldartakta í þeirri gömlu íþrótt af afsala sér allri ábyrgð. Sömuleiðis munu valdhafar sem trúðu í blindni á gullgerðarmennina útskýra fyrir okkur að ástandið í heiminum og afstaða himintungla sé andsnúin gullgerð og því hafi farið sem fór og sé engum að kenna, nema óguðlegu líferni þjóðarinnar sjálfrar. Bullgerðarmenn munu einnig leggja á það gífurlega áherslu að það hættulegasta sem geti gerst sé að virkja lýðræðið og ganga til kosninga um hverjir eigi að leiða uppbygginguna. „Félagsmálastofnun þjóðanna", Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætlar að gauka að okkur láni upp á tvo milljarða dollara. Hitt er svo annað mál að skitnir tveir milljarðar dollara eru ekki nema eins og upp í nös á ketti, því að gullgerð er kostnaðarsamt fyrirtæki. Ekkert af þessu kemur mér á óvart enda hef ég ekki lengur neinar væntingar til bullgerðarmanna né bullgerðarflokka. Það sem ég þarf að fá að vita er einfaldlega hvað á ég að borga mikið til að geta fengið að vera í friði um stund fyrir bulli og glópagulli. Það eru ýmsar tölur á kreiki. Lægsta tilgáta hljóðar upp á 3 milljónir á hvert mannsbarn á landinu. Sú hæsta sem ég hef heyrt nefnda er 43 milljónir, eða 172 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Gjaldeyristryggt og með snotrum vöxtum. Það er kannski frekja að spyrja svona núna þegar allir sitja á mikilvægum fundum út af ástandinu, og má ekki skilja svo sem ég sé að mögla eða kvarta undan hlutskipti mínu. Mér þætti bara gott að fá upplýsingar um það við fyrstu hentugleika hvort við hérna í Fischersundi 3 eigum að borga 12 milljónir eða 172 fyrir að hafa fengið að fylgjast með hinu óhugnanlega gullæði sem sumir kalla frjálshyggju og byggist á einlægri trú á óskeikulleka Markaðarins (sem áður var kallaður Mammon). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun
Ráðvillt ríkisstjórn hefur nú stjáklað fram og aftur í nokkrar vikur eins og kvíga með kálfssótt. Ástæðan er að gullgerðin brást en bullgerð tók við. Gullgerðarmenn eru flúnir úr landi en bullgerðarmennirnir sitja eftir. Og nú er hafinn leikurinn „Ekki-benda-á-mig", þar sem við munum sjá stórkostlega hugkvæmni og snilldartakta í þeirri gömlu íþrótt af afsala sér allri ábyrgð. Sömuleiðis munu valdhafar sem trúðu í blindni á gullgerðarmennina útskýra fyrir okkur að ástandið í heiminum og afstaða himintungla sé andsnúin gullgerð og því hafi farið sem fór og sé engum að kenna, nema óguðlegu líferni þjóðarinnar sjálfrar. Bullgerðarmenn munu einnig leggja á það gífurlega áherslu að það hættulegasta sem geti gerst sé að virkja lýðræðið og ganga til kosninga um hverjir eigi að leiða uppbygginguna. „Félagsmálastofnun þjóðanna", Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætlar að gauka að okkur láni upp á tvo milljarða dollara. Hitt er svo annað mál að skitnir tveir milljarðar dollara eru ekki nema eins og upp í nös á ketti, því að gullgerð er kostnaðarsamt fyrirtæki. Ekkert af þessu kemur mér á óvart enda hef ég ekki lengur neinar væntingar til bullgerðarmanna né bullgerðarflokka. Það sem ég þarf að fá að vita er einfaldlega hvað á ég að borga mikið til að geta fengið að vera í friði um stund fyrir bulli og glópagulli. Það eru ýmsar tölur á kreiki. Lægsta tilgáta hljóðar upp á 3 milljónir á hvert mannsbarn á landinu. Sú hæsta sem ég hef heyrt nefnda er 43 milljónir, eða 172 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Gjaldeyristryggt og með snotrum vöxtum. Það er kannski frekja að spyrja svona núna þegar allir sitja á mikilvægum fundum út af ástandinu, og má ekki skilja svo sem ég sé að mögla eða kvarta undan hlutskipti mínu. Mér þætti bara gott að fá upplýsingar um það við fyrstu hentugleika hvort við hérna í Fischersundi 3 eigum að borga 12 milljónir eða 172 fyrir að hafa fengið að fylgjast með hinu óhugnanlega gullæði sem sumir kalla frjálshyggju og byggist á einlægri trú á óskeikulleka Markaðarins (sem áður var kallaður Mammon).
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun