Frestarinn Guðmundur Andri Thorssin skrifar 17. nóvember 2008 06:00 Ég man eftir snjöllum pistli hjá Þráni Bertelssyni í útvarpinu í gamla daga þar sem hann gerði þá játningu að hann væri „frestari", geymdi það til morgundagsins sem betur væri gert í dag. Margir hlustendur sáu sjálfa sig í lýsingu Þráins - og vissulega ég. Sem er allt í lagi. Ekki er ég að stjórna landinu. Beitt lýsing Þráins á þrálátri tilhneigingu til að ýta á undan sér óþægilegum - og óhjákvæmilegum - ákvörðunum kemur hins vegar alltaf upp í hugann þegar ég hlusta á enn einn „úlfur-úlfur"-blaðamannafundinn hjá Geir Haarde. Skyldi þetta vera þannig að hann ætli að tilkynna merka ákvörðun um afsögn eða aðild en komi sér svo ekki að því þegar á hólminn er komið? „Æ ég geri það frekar á morgun" og svo bara sett á autopilot... Föstudagurinn var að minnsta einn samfelldur blaðamannafundur hjá Geir Haarde þar sem margt var sagt en nýtilegt fátt. Á seinni fundinum voru að vísu tilkynntar aðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrir heimilin, sem ekki ber að lasta, en fyrri blaðamannafundurinn var haldinn til að tilkynna það með myndugleika og festu að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ákveðið að halda áfram að klóra sér í hausnum yfir Evrópumálum. Skipa nefnd sem eigi að fara yfir kosti og galla hugsanlegrar aðildar að ESB. Niðurstaðan er að sjálfsögu óhjákvæmileg - en Geir tókst að hljóma eins og hér væri leikinn enn einn biðleikurinn í skák einhverra manna sem eiga fyrir löngu að vera hættir að skipta nokkru máli í íslensku þjóðlífi. Hann hljómaði eins og frestari. Og samt er nú mál að linni. Mál að linni þessu dýrasta einkaflippi Íslandssögunnar sem varðstaða Davíðs Oddssonar um íslensku krónuna hefur verið. Við virðum og elskum íslenska tungu, lopapeysuna, burstabæinn, lóuna og jökulinn, ýsuna og vísuna. En íslenska krónan? Eins mætti tilbiðja íslenska rónann... Mál að linni setu Jónasar Fr. Jónssonar yfir Fjármálaeftirlitinu. Hann er eflaust ýmsum kostum búinn en að hafa yfir Fjármálaeftirlitinu frjálshyggjumann sem er samkvæmt skilgreiningu andvígur eftirliti er eins og að gera Jón Steinar Gunnlaugsson að biskupnum yfir Íslandi. Mál að linni ráðuneytisstjóratíð Baldurs Guðlaugssonar sem brást við tíðindum af Icesave á fundi með Darling með því að selja eigin hlutabréf í Landsbankanum. Hann situr enn - ætlar kannski Flokkurinn að gera Árna Johnsen aftur að formanni byggingarnefndar Þjóðleikhússins? Afglaparnir sitja enn og luma á sömu úrræðum og komu öllu í kaldakol. Þegar þetta er skrifað upp úr hádegi á sunnudegi er búið að tilkynna að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni taka fyrir lánsumsókn Íslendinga á miðvikudag og látið liggja að því að samkomulag sé í augsýn um Icesave. Þar hafa Íslendingar verið neyddir til að fallast á kröfur sem blasti við að þeir yrðu að ábyrgjast fyrir mörgum vikum. En frestuðu því að feisa það. Enn vitum við ekki hvað gerðist - en mann grunar ýmislegt. Gordon Brown heldur því fram að að háar fjárhæðir hafi verið fluttar úr sjóðum Icesave til Íslands. Er það satt? Því hefur ekki verið svarað með öðru en með þessum vanalega derringi og lagaþrugli úr Grágás. Hér heima láta íslenskir ráðamenn eins og nýtt þorskastríð geysi en þeir treystu sér hins vegar ekki til að standa fyrir máli sínu á opinberum vettvangi í Englandi í kjölfar laganna - í gamla daga fór Jónas Árnason með sitt riggarobb og kvað alla í kútinn í enska sjónvarpinu. Eitthvað sem ekki var hægt að ræða núna? Eða var bara verið að fresta? Íslenskir ráðamenn hafa gert íslenska þjóð að viðundri með ósæmilegu flaðri upp um Rússa, frekar en að ræða eins og menn um skuldbindingar þjóðarinnar. Agnarlítil von er þó til þess að Íslendingar verði á ný þjóð meðal þjóða - en að vísu ákaflega sneypuleg þjóð: eins og fyllibytta sem delerað hefur í vinnustaðapartíi og þarf að mæta í vinnuna á mánudegi. Og langar að fresta því. En mánudagar renna alltaf upp. Og kannski eru þeir aldrei jafn slæmir og frestarinn heldur. Því verður ekki frestað að takast á við hann og það er í sjálfu sér góð tilfinning. „Vonin styrkir veikan þrótt,/vonin kvíða hrindir,/vonin hverja vökunótt,/ vonarljósin kyndir," orti Páll Ólafsson. Það er alltaf von. Meira að segja örlítil vonartýra að íslenska þjóðin öðlist á ný virðingu annarra þjóða og jafnvel sjálfrar sín. En forsenda alls er þá að skipta um landstjórn og mannskap í stjórnkerfinu - algjörlega - hleypa nýrri kynslóð að, unga fólkinu. Því verður ekki frestað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun
Ég man eftir snjöllum pistli hjá Þráni Bertelssyni í útvarpinu í gamla daga þar sem hann gerði þá játningu að hann væri „frestari", geymdi það til morgundagsins sem betur væri gert í dag. Margir hlustendur sáu sjálfa sig í lýsingu Þráins - og vissulega ég. Sem er allt í lagi. Ekki er ég að stjórna landinu. Beitt lýsing Þráins á þrálátri tilhneigingu til að ýta á undan sér óþægilegum - og óhjákvæmilegum - ákvörðunum kemur hins vegar alltaf upp í hugann þegar ég hlusta á enn einn „úlfur-úlfur"-blaðamannafundinn hjá Geir Haarde. Skyldi þetta vera þannig að hann ætli að tilkynna merka ákvörðun um afsögn eða aðild en komi sér svo ekki að því þegar á hólminn er komið? „Æ ég geri það frekar á morgun" og svo bara sett á autopilot... Föstudagurinn var að minnsta einn samfelldur blaðamannafundur hjá Geir Haarde þar sem margt var sagt en nýtilegt fátt. Á seinni fundinum voru að vísu tilkynntar aðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrir heimilin, sem ekki ber að lasta, en fyrri blaðamannafundurinn var haldinn til að tilkynna það með myndugleika og festu að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ákveðið að halda áfram að klóra sér í hausnum yfir Evrópumálum. Skipa nefnd sem eigi að fara yfir kosti og galla hugsanlegrar aðildar að ESB. Niðurstaðan er að sjálfsögu óhjákvæmileg - en Geir tókst að hljóma eins og hér væri leikinn enn einn biðleikurinn í skák einhverra manna sem eiga fyrir löngu að vera hættir að skipta nokkru máli í íslensku þjóðlífi. Hann hljómaði eins og frestari. Og samt er nú mál að linni. Mál að linni þessu dýrasta einkaflippi Íslandssögunnar sem varðstaða Davíðs Oddssonar um íslensku krónuna hefur verið. Við virðum og elskum íslenska tungu, lopapeysuna, burstabæinn, lóuna og jökulinn, ýsuna og vísuna. En íslenska krónan? Eins mætti tilbiðja íslenska rónann... Mál að linni setu Jónasar Fr. Jónssonar yfir Fjármálaeftirlitinu. Hann er eflaust ýmsum kostum búinn en að hafa yfir Fjármálaeftirlitinu frjálshyggjumann sem er samkvæmt skilgreiningu andvígur eftirliti er eins og að gera Jón Steinar Gunnlaugsson að biskupnum yfir Íslandi. Mál að linni ráðuneytisstjóratíð Baldurs Guðlaugssonar sem brást við tíðindum af Icesave á fundi með Darling með því að selja eigin hlutabréf í Landsbankanum. Hann situr enn - ætlar kannski Flokkurinn að gera Árna Johnsen aftur að formanni byggingarnefndar Þjóðleikhússins? Afglaparnir sitja enn og luma á sömu úrræðum og komu öllu í kaldakol. Þegar þetta er skrifað upp úr hádegi á sunnudegi er búið að tilkynna að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni taka fyrir lánsumsókn Íslendinga á miðvikudag og látið liggja að því að samkomulag sé í augsýn um Icesave. Þar hafa Íslendingar verið neyddir til að fallast á kröfur sem blasti við að þeir yrðu að ábyrgjast fyrir mörgum vikum. En frestuðu því að feisa það. Enn vitum við ekki hvað gerðist - en mann grunar ýmislegt. Gordon Brown heldur því fram að að háar fjárhæðir hafi verið fluttar úr sjóðum Icesave til Íslands. Er það satt? Því hefur ekki verið svarað með öðru en með þessum vanalega derringi og lagaþrugli úr Grágás. Hér heima láta íslenskir ráðamenn eins og nýtt þorskastríð geysi en þeir treystu sér hins vegar ekki til að standa fyrir máli sínu á opinberum vettvangi í Englandi í kjölfar laganna - í gamla daga fór Jónas Árnason með sitt riggarobb og kvað alla í kútinn í enska sjónvarpinu. Eitthvað sem ekki var hægt að ræða núna? Eða var bara verið að fresta? Íslenskir ráðamenn hafa gert íslenska þjóð að viðundri með ósæmilegu flaðri upp um Rússa, frekar en að ræða eins og menn um skuldbindingar þjóðarinnar. Agnarlítil von er þó til þess að Íslendingar verði á ný þjóð meðal þjóða - en að vísu ákaflega sneypuleg þjóð: eins og fyllibytta sem delerað hefur í vinnustaðapartíi og þarf að mæta í vinnuna á mánudegi. Og langar að fresta því. En mánudagar renna alltaf upp. Og kannski eru þeir aldrei jafn slæmir og frestarinn heldur. Því verður ekki frestað að takast á við hann og það er í sjálfu sér góð tilfinning. „Vonin styrkir veikan þrótt,/vonin kvíða hrindir,/vonin hverja vökunótt,/ vonarljósin kyndir," orti Páll Ólafsson. Það er alltaf von. Meira að segja örlítil vonartýra að íslenska þjóðin öðlist á ný virðingu annarra þjóða og jafnvel sjálfrar sín. En forsenda alls er þá að skipta um landstjórn og mannskap í stjórnkerfinu - algjörlega - hleypa nýrri kynslóð að, unga fólkinu. Því verður ekki frestað.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun