Kidman næsti Indiana Jones 18. september 2008 04:00 Nicole Kidman skipar sér fljótlega í flokk með kunnustu hasarmyndahetjum. Leikkonan Nicole Kidman hefur tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni The Eighth Wonder, sem á íslensku myndi útleggjast sem Áttunda undrið, en áætlað er að tökur á myndinni hefjist á næsta ári. Myndin er sögð vera ævintýra- og hasarmynd í anda Indiana Jones-myndanna og fjallar um fornleifafræðinga sem, í kjölfar merkilegrar uppgötvunar, halda í æsilega fjársjóðsleit á framandi stöðum. Handritshöfundur myndarinnar er Simon Kinberg sem skrifað hefur handritið að myndum á borð við Mr. & Mrs. Smith og Night at the Museum 2. Kinberg kveðst hafa haft Kidman í huga þegar hann hófst handa við að skrifa handrit Áttunda undursins og er því skiljanlega hæstánægður með að fá leikkonuna til liðs við verkefnið. Kidman hefur ekki aðeins tekið að sér aðalhlutverk myndarinnar, heldur er hún einnig einn af framleiðendum hennar. Athygli vekur að Áttunda undrið verður önnur hasarmynd Kidman á innan við tveimur árum, en leikkonan hefur fram að þessu ekki verið sérlega þekkt fyrir leik sinn í slíkum myndum. Um jólin er væntanleg í kvikmyndahús stórmynd leikstjórans Baz Luhrmann, Australia, en í henni leikur Kidman enska hefðarkonu og landeiganda sem kemst í hann krappan þegar til stendur að þvinga hana út af landareign sinni.- vþ Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Leikkonan Nicole Kidman hefur tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni The Eighth Wonder, sem á íslensku myndi útleggjast sem Áttunda undrið, en áætlað er að tökur á myndinni hefjist á næsta ári. Myndin er sögð vera ævintýra- og hasarmynd í anda Indiana Jones-myndanna og fjallar um fornleifafræðinga sem, í kjölfar merkilegrar uppgötvunar, halda í æsilega fjársjóðsleit á framandi stöðum. Handritshöfundur myndarinnar er Simon Kinberg sem skrifað hefur handritið að myndum á borð við Mr. & Mrs. Smith og Night at the Museum 2. Kinberg kveðst hafa haft Kidman í huga þegar hann hófst handa við að skrifa handrit Áttunda undursins og er því skiljanlega hæstánægður með að fá leikkonuna til liðs við verkefnið. Kidman hefur ekki aðeins tekið að sér aðalhlutverk myndarinnar, heldur er hún einnig einn af framleiðendum hennar. Athygli vekur að Áttunda undrið verður önnur hasarmynd Kidman á innan við tveimur árum, en leikkonan hefur fram að þessu ekki verið sérlega þekkt fyrir leik sinn í slíkum myndum. Um jólin er væntanleg í kvikmyndahús stórmynd leikstjórans Baz Luhrmann, Australia, en í henni leikur Kidman enska hefðarkonu og landeiganda sem kemst í hann krappan þegar til stendur að þvinga hana út af landareign sinni.- vþ
Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein