Benjamin fær frábæra dóma 27. nóvember 2008 06:30 Nýjasta mynd Davids Fincher og Brads Pitt verður frumsýnd vestanhafs um jólin. Nýjasta mynd Davids Fincher, The Curious Case of Benjamin Button, fær frábæra dóma á bandarísku kvikmyndasíðunum Variety.com og Hollywoodreporter.com. Myndin, sem skartar Brad Pitt í aðalhlutverki, verður frumsýnd um jólin vestanhafs en kemur hingað til lands í janúarlok. Hún er byggð á smásögu F. Scott Fitzgerald frá árinu 1921 og fjallar um mann sem fæðist gamall en yngist eftir því sem árin líða. „The Curious Case of Benjamin Button er virkilega gefandi upplifun sem er sögð af meiri dýpt en Hollywood er þekkt fyrir," segir í dómi Variety. „Þessi skrítna, sögulega frásögn af manni sem eldist aftur á bak er sögð á fullkominn og sígildan hátt þar sem nostrað er við hvert smáatriði. Myndin er bæði nógu aðgengileg og sérstæð til að ná almennum vinsældum, ef heppnin og tíðarandinn eru með í för." Gagnrýnandi Hollywood Reporter er einnig afar hrifinn og líkir myndinni við Forrest Gump rétt eins og gagnrýnandi Variety. Kemur það ekki á óvart enda er sami handritshöfundurinn á bak við þær báðar, Eric Roth. „Frábærlega vel gerð og vel leikin af Brad Pitt, sem sýnir þarna sína bestu frammistöðu til þessa," sagði í dómi Variety. Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Nýjasta mynd Davids Fincher, The Curious Case of Benjamin Button, fær frábæra dóma á bandarísku kvikmyndasíðunum Variety.com og Hollywoodreporter.com. Myndin, sem skartar Brad Pitt í aðalhlutverki, verður frumsýnd um jólin vestanhafs en kemur hingað til lands í janúarlok. Hún er byggð á smásögu F. Scott Fitzgerald frá árinu 1921 og fjallar um mann sem fæðist gamall en yngist eftir því sem árin líða. „The Curious Case of Benjamin Button er virkilega gefandi upplifun sem er sögð af meiri dýpt en Hollywood er þekkt fyrir," segir í dómi Variety. „Þessi skrítna, sögulega frásögn af manni sem eldist aftur á bak er sögð á fullkominn og sígildan hátt þar sem nostrað er við hvert smáatriði. Myndin er bæði nógu aðgengileg og sérstæð til að ná almennum vinsældum, ef heppnin og tíðarandinn eru með í för." Gagnrýnandi Hollywood Reporter er einnig afar hrifinn og líkir myndinni við Forrest Gump rétt eins og gagnrýnandi Variety. Kemur það ekki á óvart enda er sami handritshöfundurinn á bak við þær báðar, Eric Roth. „Frábærlega vel gerð og vel leikin af Brad Pitt, sem sýnir þarna sína bestu frammistöðu til þessa," sagði í dómi Variety.
Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein