Íslenskur kokkur á heimsmælikvarða 8. júlí 2008 14:55 Ragnar að störfum í keppninni. Ragnar Ómarsson, kokkur á veitingastaðnum Domo, hafnaði í sjötta sæti á Evrópukeppni Bocuse d'Or sem fram fór í Stavanger um síðustu helgi. Með þessu tryggði hann Íslendingum þáttökurétt í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d'Or, sem verður haldin í Lyon í byrjun næsta árs.Réttir Ragnars heilluðu dómnefndinaÞetta er í fyrsta sinn sem sérstök Evrópuforkeppni er haldin fyrir Bocuse d'Or, sem oft er nefnd heimsmeistarakeppni matreiðslumanna. Það var hinn norski Geir Skeie sem náði fyrsta sætinu, en hann vann einmitt kokkakeppnina á Food and Fun hátíðinni í Reykjavík í vetur. Íslendingar hafa fimm sinnum tekið þátt í Bocuse d'Or. Sturla Birgisson keppti fyrstur fyrir Íslands hönd árið 1999 og náði fimmta sætinu. Ragnar hefur einu sinni áður keppt í úrslitakeppninni, árið 2005, og hreppti einnig fimmta sætið. Food and Fun Mest lesið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Ragnar Ómarsson, kokkur á veitingastaðnum Domo, hafnaði í sjötta sæti á Evrópukeppni Bocuse d'Or sem fram fór í Stavanger um síðustu helgi. Með þessu tryggði hann Íslendingum þáttökurétt í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d'Or, sem verður haldin í Lyon í byrjun næsta árs.Réttir Ragnars heilluðu dómnefndinaÞetta er í fyrsta sinn sem sérstök Evrópuforkeppni er haldin fyrir Bocuse d'Or, sem oft er nefnd heimsmeistarakeppni matreiðslumanna. Það var hinn norski Geir Skeie sem náði fyrsta sætinu, en hann vann einmitt kokkakeppnina á Food and Fun hátíðinni í Reykjavík í vetur. Íslendingar hafa fimm sinnum tekið þátt í Bocuse d'Or. Sturla Birgisson keppti fyrstur fyrir Íslands hönd árið 1999 og náði fimmta sætinu. Ragnar hefur einu sinni áður keppt í úrslitakeppninni, árið 2005, og hreppti einnig fimmta sætið.
Food and Fun Mest lesið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira