Blaðamaður The Observer ástfanginn af Snæfellsnesi 3. mars 2008 16:20 Gemma Bowes, blaðamaður á breska blaðinu The Observer, kom til Íslands á dögunum til þess að vera viðstödd Food & Fun hátíðina. Hún skrifaði ítarlega grein um ferðina sem birtist á vefnum guardian.co.uk undir fyrirsögninni “Stinky fish and fancy dinners” eða “Daunillur fiskur og sparimatur”. Þar lýsir hún jákvæðri reynslu sinni af landinu og matargerðarmenningunni en hrífst einna mest af Snæfellsnesi sem hún sótti heim til þess að skoða það sem gerir Ísland einstakt að hennar sögn, náttúruna. Í greininni segir meðal annars: “Ég leigði bíl og flúði til Snæfellsness. Vegirnir eru svo auðir að þú getur stöðvað nánast hvar sem er til þess að taka myndir af klesstum skýjum og ímyndað þér að þú sért sá eini sem lifði af kjarnorkuárás. Í Stykkishólmi fór ég með Sæferðum í siglingu til þess að skoða ritur og seli. Hápunktur ferðarinnar var þegar áhöfnin fleygði neti í hafið og dró upp veislu af borði Neptúnusar.” Síðar lýsir Bowes því hvernig börn héldu á krossfiskum, krabbar hlupu yfir dekkið og sjómennirnir notuðu litla hnífa til þess að opna hörpuskeljar og gáfu fólki að smakka. Hún endar greinina á eftirfarandi orðum: “Þetta er óviðjafnanlegt. Sætar hörpuskeljar og sölt hrogn, sem fáum sekúndum áður voru í sjónum. Þetta borða ég skjálfandi undir svörtum þrumuskýjum sem mynda undarleg form við sjóndeildarhringinn. Hið fullkomna augnablik ferðar minnar.” Food and Fun Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent
Food and Fun Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent