Saga eftir Palahniuk í bíó 23. október 2008 08:00 Auglýsingaplakat fyrir þekktustu mynd sem gerð hefur verið eftir sögu Chucks Palahniuk. Þær fregnir bárust nýverið frá draumaverksmiðjunni í Hollywood að til stæði að kvikmynda enn eina af sögum rithöfundarins Chuck Palahniuk, en hann er þekktastur á meðal kvikmynda-áhugafólks fyrir að hafa skrifað söguna sem kvikmyndin Fight Club var gerð eftir. Myndin sú hefur allt frá frumsýningu notið gríðarlegra vinsælda og virðingar og hefur meðal annars reglulega birst á listum kvikmyndaaðdáenda um heim allan yfir bestu myndir allra tíma. Nú stendur til að kvikmynda söguna Haunted sem kom út árið 2005, en í henni segir frá hópi rithöfunda sem sækjast eftir að komast að í afskekktu listamanaathvarfi til þess að leggja stund á skriftir. Þegar þeir koma á staðinn renna á þá tvær grímur, enda kemur í ljós að þeir eru, gegn vilja sínum, orðnir þátttakendur í raunveruleikasjónvarpsþætti sem reynir svo um munar á þolrif þeirra. Stjórnendur þáttarins skrúfa fyrir hita, vatn og rafmagn og rithöfundarnir verða sífellt skapstirðari. Eins og Palahniuks er von og vísa endar ævintýrið svo á óvæntan hátt, en nánari upplýsingar um endinn liggja þó hvergi á lausu. Nokkuð er í að tökur á Haunted hefjist, en þeir sem eiga bágt með að bíða eftir næstu Palahniuk-kvikmynd þurfa þó ekki að örvænta þar sem kvikmynd byggð á sögunni Choke er væntanleg í kvikmyndahús síðar í vetur. Einnig er verið að vinna að kvikmyndagerðum af sögunum Invisible Monsters og Survivor. - vþ Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Þær fregnir bárust nýverið frá draumaverksmiðjunni í Hollywood að til stæði að kvikmynda enn eina af sögum rithöfundarins Chuck Palahniuk, en hann er þekktastur á meðal kvikmynda-áhugafólks fyrir að hafa skrifað söguna sem kvikmyndin Fight Club var gerð eftir. Myndin sú hefur allt frá frumsýningu notið gríðarlegra vinsælda og virðingar og hefur meðal annars reglulega birst á listum kvikmyndaaðdáenda um heim allan yfir bestu myndir allra tíma. Nú stendur til að kvikmynda söguna Haunted sem kom út árið 2005, en í henni segir frá hópi rithöfunda sem sækjast eftir að komast að í afskekktu listamanaathvarfi til þess að leggja stund á skriftir. Þegar þeir koma á staðinn renna á þá tvær grímur, enda kemur í ljós að þeir eru, gegn vilja sínum, orðnir þátttakendur í raunveruleikasjónvarpsþætti sem reynir svo um munar á þolrif þeirra. Stjórnendur þáttarins skrúfa fyrir hita, vatn og rafmagn og rithöfundarnir verða sífellt skapstirðari. Eins og Palahniuks er von og vísa endar ævintýrið svo á óvæntan hátt, en nánari upplýsingar um endinn liggja þó hvergi á lausu. Nokkuð er í að tökur á Haunted hefjist, en þeir sem eiga bágt með að bíða eftir næstu Palahniuk-kvikmynd þurfa þó ekki að örvænta þar sem kvikmynd byggð á sögunni Choke er væntanleg í kvikmyndahús síðar í vetur. Einnig er verið að vinna að kvikmyndagerðum af sögunum Invisible Monsters og Survivor. - vþ
Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira