Tónlist

Ómar Guðjóns í hringferð

Plata Ómars Guðjónssonar, Fram af, hefur fengið mjög góða dóma gagnrýnenda.
fréttablaðið/arnþór
Plata Ómars Guðjónssonar, Fram af, hefur fengið mjög góða dóma gagnrýnenda. fréttablaðið/arnþór

Tríó gítarleikarans Ómars Guðjónssonar er á leiðinni í hringferð um landið sem hefst í Borgarnesi í kvöld. Með Ómari leika í sveitinni trommuleikarinn Matthías MD Hemstock og Þorgrímur Jónsson kontrabassaleikari.

„Við ætlum að breiða út fagnaðarerindið. Ég er svakalega spenntur og er búinn að iða í skinninu síðustu vikur,“ segir Ómar. „Við ætlum að keyra á einum bíl og hafa gaman.“

Auk þess að kynna sína nýjustu plötu, Fram af, ætla Ómar og félagar að halda fyrirlestra í þremur tónlistarskólum úti á landi. „Við ætlum að deila okkar hugsjónum í músík og fleiru,“ segir Ómar, sem er jafnvígur á popp, rokk og djass. „Við ætlum að útskýra hvað er stutt á milli allra þessara stefna.“ - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×