Fimm íslenskar myndir 3. október 2008 06:30 Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri situr fyrir svörum á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í kvöld. Fimm íslenskar myndir verða Íslandsfrumsýndar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í dag og í kvöld. Fyrsta má nefna heimildarmyndina Dieter Roth Puzzle í leikstjórn Hilmars Oddssonar sem frumsýnd verður í Regnboganum kl. 20.30. Í kjölfar kvikmyndasýningarinnar mun leikstjórinn sitja fyrir svörum. Við gerð myndarinnar lagði Hilmar land undir fót og ferðaðist til fjölda landa til að safna bútum og brotum sem tengjast Roth. Efniviður myndarinnar er að mestu minningar fjölskyldu, vina og starfsbræðra sem og mat sérfróðra. Þá verða fjórar íslenskættaðar stuttmyndir sýndar saman kl. 17 í Regnboganum. Þær eru Smáfuglar, mynd Rúnars Rúnarssonar sem farið hefur sigurför um heiminn, Naglinn eftir Benedikt Erlingsson, Harmsaga eftir Valdimar Jóhannsson og breska myndin Aðskotadýr sem Jóhann Jóhannsson semur tónlistina við. Leikstjórar þriggja fyrstu myndanna, Rúnar, Benedikt og Valdimar, verða á sýningunni og svara spurningum áhorfenda að henni lokinni. Rúnar Rúnarsson er einn efnilegasti leikstjóri Íslendinga. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir stuttmyndina Síðasti bærinn, og Smáfuglar hafa flogið á flestar helstu kvikmyndahátíðir ársins til þessa. Hann er nú að klára kvikmyndanám í Danmörku og vinnur að handriti að sinni fyrstu mynd í fullri lengd. Benedikt Erlingsson hefur undanfarið sýnt einleikinn Mr. Skallagrímsson fyrir fullu húsi í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Hann þreytti frumraun sína sem kvikmyndaleikstjóri með stuttmyndinni „Takk fyrir hjálpið" en er annars öllu þekktari fyrir leikstjórn og leik á sviði. Valdimar Jóhannsson hefur unnið við kvikmyndagerð frá árinu 1999. Fyrsta stuttmynd hans, Pjakkur, kom út árið 2003 og hefur verið sýnd í meira en fimmtíu löndum. - vþ Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Fimm íslenskar myndir verða Íslandsfrumsýndar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í dag og í kvöld. Fyrsta má nefna heimildarmyndina Dieter Roth Puzzle í leikstjórn Hilmars Oddssonar sem frumsýnd verður í Regnboganum kl. 20.30. Í kjölfar kvikmyndasýningarinnar mun leikstjórinn sitja fyrir svörum. Við gerð myndarinnar lagði Hilmar land undir fót og ferðaðist til fjölda landa til að safna bútum og brotum sem tengjast Roth. Efniviður myndarinnar er að mestu minningar fjölskyldu, vina og starfsbræðra sem og mat sérfróðra. Þá verða fjórar íslenskættaðar stuttmyndir sýndar saman kl. 17 í Regnboganum. Þær eru Smáfuglar, mynd Rúnars Rúnarssonar sem farið hefur sigurför um heiminn, Naglinn eftir Benedikt Erlingsson, Harmsaga eftir Valdimar Jóhannsson og breska myndin Aðskotadýr sem Jóhann Jóhannsson semur tónlistina við. Leikstjórar þriggja fyrstu myndanna, Rúnar, Benedikt og Valdimar, verða á sýningunni og svara spurningum áhorfenda að henni lokinni. Rúnar Rúnarsson er einn efnilegasti leikstjóri Íslendinga. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir stuttmyndina Síðasti bærinn, og Smáfuglar hafa flogið á flestar helstu kvikmyndahátíðir ársins til þessa. Hann er nú að klára kvikmyndanám í Danmörku og vinnur að handriti að sinni fyrstu mynd í fullri lengd. Benedikt Erlingsson hefur undanfarið sýnt einleikinn Mr. Skallagrímsson fyrir fullu húsi í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Hann þreytti frumraun sína sem kvikmyndaleikstjóri með stuttmyndinni „Takk fyrir hjálpið" en er annars öllu þekktari fyrir leikstjórn og leik á sviði. Valdimar Jóhannsson hefur unnið við kvikmyndagerð frá árinu 1999. Fyrsta stuttmynd hans, Pjakkur, kom út árið 2003 og hefur verið sýnd í meira en fimmtíu löndum. - vþ
Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira