Órafmagnaðir Fjallabræður 28. nóvember 2008 06:15 Fjallabræður syngja í Þjóðminjasafninu á sunnudaginn og flytja þar sitt nýjasta lag, Hó. mynd/hörður sveinsson Karlakórinn Fjallabræður frá Flateyri heldur tónleika í Þjóðminjasafninu á sunnudaginn. Þar flytur hann sitt nýjasta lag sem nefnist Hó og er að finna á plötunni Jól í Rokklandi sem er nýkomin út. „Það vill svo skemmtilega til að mamma hans Bárðar sem prýðir „singulinn“ fyrir jólalagið okkar vinnur í Þjóðminjasafninu. Það kom til tals hvort við ætluðum ekki að spila bráðum og þá lá beint við að spila í Þjóðminjasafninu,“ segir Stefán B. Önundarson Fjallabróðir. „Við erum líka að taka upp myndband við jólalagið og ætlum að nota Þjóðminjasafnið í hluta af því. Fyrst við erum komnir í lakkskó og bindi, af hverju ekki að nýta það?“ Lagið Hó, þar sem kórinn syngur undir dynjandi rokki, var tekið upp sama dag og það var æft af einhverju viti í fyrsta skipti. „Þannig gerast kaupin á eyrinni,“ segir Stefán. „Það tók viku að semja það og við vorum í einn dag að taka það upp.“ Hann segir Fjallabræður ætla að syngja sex til sjö lög í Þjóðminjasafninu og í þetta sinn verði allt saman órafmagnað, þ.e. án þess að hljóðnemar verði notaðir. „Núna þurfum við að sýna virkilega hvað í okkur býr þegar hljóðmaðurinn getur ekki lækkað í ákveðnum mönnum,“ segir Stefán og bætir við: „Það er löngu kunnugt að við erum ekki besti karlakór á Íslandi en við erum bestu karlmenn í kór á Íslandi.“ Ókeypis er á tónleikana á sunnudaginn og hefjast þeir klukkan 16. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Karlakórinn Fjallabræður frá Flateyri heldur tónleika í Þjóðminjasafninu á sunnudaginn. Þar flytur hann sitt nýjasta lag sem nefnist Hó og er að finna á plötunni Jól í Rokklandi sem er nýkomin út. „Það vill svo skemmtilega til að mamma hans Bárðar sem prýðir „singulinn“ fyrir jólalagið okkar vinnur í Þjóðminjasafninu. Það kom til tals hvort við ætluðum ekki að spila bráðum og þá lá beint við að spila í Þjóðminjasafninu,“ segir Stefán B. Önundarson Fjallabróðir. „Við erum líka að taka upp myndband við jólalagið og ætlum að nota Þjóðminjasafnið í hluta af því. Fyrst við erum komnir í lakkskó og bindi, af hverju ekki að nýta það?“ Lagið Hó, þar sem kórinn syngur undir dynjandi rokki, var tekið upp sama dag og það var æft af einhverju viti í fyrsta skipti. „Þannig gerast kaupin á eyrinni,“ segir Stefán. „Það tók viku að semja það og við vorum í einn dag að taka það upp.“ Hann segir Fjallabræður ætla að syngja sex til sjö lög í Þjóðminjasafninu og í þetta sinn verði allt saman órafmagnað, þ.e. án þess að hljóðnemar verði notaðir. „Núna þurfum við að sýna virkilega hvað í okkur býr þegar hljóðmaðurinn getur ekki lækkað í ákveðnum mönnum,“ segir Stefán og bætir við: „Það er löngu kunnugt að við erum ekki besti karlakór á Íslandi en við erum bestu karlmenn í kór á Íslandi.“ Ókeypis er á tónleikana á sunnudaginn og hefjast þeir klukkan 16.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira