Taílenskt fingrafæði 8. maí 2008 00:01 Bogi Jónsson og Narumon Sawangjaitham borða aðallega taílenskan mat, enda er Narumon listakokkur. Hún gefur uppskrift að girnilegum taílenskum fingramat. fréttablaðið/gva Narumon Sawangjaitham og Bogi Jónsson reka veitingastaðinn Gullna hliðið á Álftanesi, þar sem Narumon framreiðir hverja kræsinguna á fætur annarri fyrir gestahópa. Hún deilir með lesendum uppskrift að taílenskum handavinnumat. „Það er gaman að þessum mat. Fólk þarf að taka sér smá tíma og þetta er dálítil handavinna," segir Bogi, sem líkir matnum við þjóðarrétt okkar Íslendinga, pylsur. Í stað pylsubrauðsins kemur hins vegar salatblað, og fyllingin er örlítið heilsusamlegri en remúlaði og steiktur laukur. „Þetta er svipuð stemning og yfir fondú, og maður verður svona passlega subbulegur á puttunum af því að borða þetta," segir hann og hlær við, en Narumon segir þennan handavinnurétt hefðbundinn í Taílandi. Narumon hefur verið búsett á Íslandi í ein nítján ár og segist aðeins hafa spreytt sig á íslenskri eldamennsku. „Ég elda svolítið af íslenskum réttum, og mér finnst sú eldamennska eiginlega auðveldari," segir Narumon. Bogi segir konu sína aðeins of hógværa í þeim efnum. „Hún er alveg jafnvíg á þetta, sama hvort það er íslenskur matur eða taílenskur. Við borðum samt töluvert meira af taílenskum mat, og ég er hrifnari af honum. Maður er líka orðinn vanur svona léttari mat. Við fáum okkur einhverjar íslenskar hlunkasteikur til hátíðabrigða, og maður er lengi að jafna sig á eftir," segir Bogi. Gullna hliðið tekur nú á móti hópum frá 6-16 manns í heimahúsi, en mun stækka við sig í haust. „Þá flytjum við í burstabæ sem ég er að smíða, og getum tekið á móti allt að fjörutíu manns. Við ætlum samt að halda okkur við bara einn hóp í einu, það myndast svo skemmtileg stemning þegar fólk fær að vera svona í friði," útskýrir Bogi. Nánari upplýsingar er að finna á síðunni www.1960.is. sunna@frettabladid.is Matur Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Narumon Sawangjaitham og Bogi Jónsson reka veitingastaðinn Gullna hliðið á Álftanesi, þar sem Narumon framreiðir hverja kræsinguna á fætur annarri fyrir gestahópa. Hún deilir með lesendum uppskrift að taílenskum handavinnumat. „Það er gaman að þessum mat. Fólk þarf að taka sér smá tíma og þetta er dálítil handavinna," segir Bogi, sem líkir matnum við þjóðarrétt okkar Íslendinga, pylsur. Í stað pylsubrauðsins kemur hins vegar salatblað, og fyllingin er örlítið heilsusamlegri en remúlaði og steiktur laukur. „Þetta er svipuð stemning og yfir fondú, og maður verður svona passlega subbulegur á puttunum af því að borða þetta," segir hann og hlær við, en Narumon segir þennan handavinnurétt hefðbundinn í Taílandi. Narumon hefur verið búsett á Íslandi í ein nítján ár og segist aðeins hafa spreytt sig á íslenskri eldamennsku. „Ég elda svolítið af íslenskum réttum, og mér finnst sú eldamennska eiginlega auðveldari," segir Narumon. Bogi segir konu sína aðeins of hógværa í þeim efnum. „Hún er alveg jafnvíg á þetta, sama hvort það er íslenskur matur eða taílenskur. Við borðum samt töluvert meira af taílenskum mat, og ég er hrifnari af honum. Maður er líka orðinn vanur svona léttari mat. Við fáum okkur einhverjar íslenskar hlunkasteikur til hátíðabrigða, og maður er lengi að jafna sig á eftir," segir Bogi. Gullna hliðið tekur nú á móti hópum frá 6-16 manns í heimahúsi, en mun stækka við sig í haust. „Þá flytjum við í burstabæ sem ég er að smíða, og getum tekið á móti allt að fjörutíu manns. Við ætlum samt að halda okkur við bara einn hóp í einu, það myndast svo skemmtileg stemning þegar fólk fær að vera svona í friði," útskýrir Bogi. Nánari upplýsingar er að finna á síðunni www.1960.is. sunna@frettabladid.is
Matur Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira