Athyglisvert (vara)forsetaefni Þráinn Bertelsson skrifar 15. september 2008 07:00 Frú Sarah Palin, varaforsetaefni ellibelgsins McCains, hefur ekki gert víðreist um veröldina. Hún mun hafa ferðast fjórum sinnum til útlanda. Það þarf að sjálfsögðu ekki að vera ókostur að hafa asklok fyrir himin, því að til að mynda margir íslenskir stjórnmálamenn sýna lítil merki um andlegar framfarir þótt þeir eyði allt að fjórðungi starfsævi sinnar á dagpeningum erlendis. Hitt er einkennilegra að frú Palin þvertekur fyrir að hafa nokkru sinni hitt að máli útlend mikilmenni og einkum og sérílagi harðneitar hún því að hafa hitt erlenda þjóðhöfðingja - og aftekur þar með að viðurkenna að síðastliðið haust mætti hún engum öðrum en forseta Íslands á ráðstefnu um jarðhita í Alaska. Dr. Ólafur Ragnar mun hins vegar hafa farið oftar en fjórum sinnum til útlanda. Engin skýring hefur ennþá fengist á þessari furðulegu afneitun frú Palin, en ekki er vitað um önnur dæmi þess að mektarfólk sem hefur eitt sinn hitt dr. Ólaf Ragnar gleymi þeim atburði. Að undanförnu hefur Sarah Palin sagt fleiri athyglisverða hluti. Hér eru nokkur dæmi sem sýna að Íslendingar eiga alls ekki einkarétt á sérkennilegum tilsvörum stjórnmálamanna: „Varðandi þetta varaforsetaembætti sem allir eru alltaf að spyrja mig út í þá get ég ekki svarað spurningum um það fyrr en einhver er búinn að útskýra fyrir mér hvað það er nákvæmlega sem varaforsetinn gerir á daginn." „Við skulum biðja fyrir hermönnum okkar og -konum sem eru að bisa við að gera það sem er rétt. Líka skulum við biðja fyrir landinu okkar, og að leiðtogar þjóðarinnar séu að senda hermenn til að ganga Guðs erinda. Þetta er það sem við verðum að minnast á í bænum okkar, að til sé áætlun og að sú áætlun sé áætlun frá Guði." „Ég hef reyndar einbeitt mér að því að stjórna Alaska að undanförnu svo að ég hef voða lítið getað pælt í stríðinu í Írak." „Umhverfisbreytingar munu hafa meiri áhrif á Alaska en nokkurt annað fylki í Bandaríkjunum - vegna þess hvar það er staðsett. Ég er þó alls ekki ein af þeim sem halda að umhverfisbreytingar séu af manna völdum." Svo eru menn að tala um að George W. Bush sé ekki dæmigerður fulltrúi þjóðar sinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun
Frú Sarah Palin, varaforsetaefni ellibelgsins McCains, hefur ekki gert víðreist um veröldina. Hún mun hafa ferðast fjórum sinnum til útlanda. Það þarf að sjálfsögðu ekki að vera ókostur að hafa asklok fyrir himin, því að til að mynda margir íslenskir stjórnmálamenn sýna lítil merki um andlegar framfarir þótt þeir eyði allt að fjórðungi starfsævi sinnar á dagpeningum erlendis. Hitt er einkennilegra að frú Palin þvertekur fyrir að hafa nokkru sinni hitt að máli útlend mikilmenni og einkum og sérílagi harðneitar hún því að hafa hitt erlenda þjóðhöfðingja - og aftekur þar með að viðurkenna að síðastliðið haust mætti hún engum öðrum en forseta Íslands á ráðstefnu um jarðhita í Alaska. Dr. Ólafur Ragnar mun hins vegar hafa farið oftar en fjórum sinnum til útlanda. Engin skýring hefur ennþá fengist á þessari furðulegu afneitun frú Palin, en ekki er vitað um önnur dæmi þess að mektarfólk sem hefur eitt sinn hitt dr. Ólaf Ragnar gleymi þeim atburði. Að undanförnu hefur Sarah Palin sagt fleiri athyglisverða hluti. Hér eru nokkur dæmi sem sýna að Íslendingar eiga alls ekki einkarétt á sérkennilegum tilsvörum stjórnmálamanna: „Varðandi þetta varaforsetaembætti sem allir eru alltaf að spyrja mig út í þá get ég ekki svarað spurningum um það fyrr en einhver er búinn að útskýra fyrir mér hvað það er nákvæmlega sem varaforsetinn gerir á daginn." „Við skulum biðja fyrir hermönnum okkar og -konum sem eru að bisa við að gera það sem er rétt. Líka skulum við biðja fyrir landinu okkar, og að leiðtogar þjóðarinnar séu að senda hermenn til að ganga Guðs erinda. Þetta er það sem við verðum að minnast á í bænum okkar, að til sé áætlun og að sú áætlun sé áætlun frá Guði." „Ég hef reyndar einbeitt mér að því að stjórna Alaska að undanförnu svo að ég hef voða lítið getað pælt í stríðinu í Írak." „Umhverfisbreytingar munu hafa meiri áhrif á Alaska en nokkurt annað fylki í Bandaríkjunum - vegna þess hvar það er staðsett. Ég er þó alls ekki ein af þeim sem halda að umhverfisbreytingar séu af manna völdum." Svo eru menn að tala um að George W. Bush sé ekki dæmigerður fulltrúi þjóðar sinnar.