Framhald teiknimyndarinnar vinsælu Kung Fu Panda er í undirbúningi og verður hún í þetta sinn gefin út þrívídd. Kung Fu Panda sló rækilega í gegn víða um heim í sumar.
Kung Fu Panda 2 er væntanleg sumarið 2011 og hefur Jack Black þegar samþykkt að ljá pöndunni Po rödd sína. Vonir standa til að Angelina Jolie, sem talaði fyrir tígrisdýrið, verði einnig með.