Eldsnöggir að hækka verð á tölvuleikjum 20. mars 2008 00:01 Aðeins lítill hluti tölvuleikja var verðmerktur þegar Fréttablaðið kannaði verð í gær. Aðspurður sagði starfsmaður nýja verðmiða vera í prentaranum og yrðu bráðlega settir á hillurnar.fréttablaðið/anton Tölvuleikir hafa hækkað í verði síðan krónan fór á skrið fyrir nokkrum dögum. Í verslunum BT eru þeir nú að meðaltali þrettán prósentum dýrari en 1. mars, samkvæmt verðkönnunum Fréttablaðsins og leikjasíðunnar GameOver.is. Í Elko hafa þeir hækkað um sex prósent að meðaltali. Verð fimmtán tölvuleikja var kannað í verslunum BT og Elko í Skeifunni um hádegisbil í gær. Fjórtán þeirra voru til í BT og níu í Elko. Þessi verð voru síðan borin saman við niðurstöður verðkönnunar GameOver.is frá 1. mars. Þar var verð á sömu leikjum kannað í sömu verslunum. Niðurstöðurnar eru þær að tölvuleikjaverð hefur hækkað í nær öllum tilfellum. Hlutfallslega var mesta hækkunin á PC-leikjum í BT, en þeir fóru úr 4.999 krónum í 5.999. Hækkunin nemur tuttugu prósentum. Þessa þúsund króna hækkun mátti sjá víðar í BT. PlayStation 3-leikir sem kostuðu 6.999 krónur kosta nú 7.999, Wii-leikir fóru úr 6.999 krónum í 7.999 krónur og Xbox 360-leikir hækkuðu einnig úr 6.999 krónum í 7.999. Í verslunum Elko hafði verðið ekki hækkað jafn mikið en í nokkrum tilvikum hafði þúsund krónum verið bætt við eldra verðið. Til dæmis kostar PC-útgáfan af Call of Duty 4 nú 4.995 krónur í Elko en var áður á 3.995. Hækkunin nemur tuttugu og fimm prósentum. „Það er búið að liggja fyrir í nokkrar vikur að það þyrfti að hækka verðið,“ segir Rúnar Örn Rafnsson, rekstrarstjóri BT. „Það hafa bæði orðið gengisbreytingar og hækkanir hjá birgjum þannig að það var fátt annað hægt að gera.“ Hann segist ekki eiga von á fleiri verðhækkunum á næstunni. Örn Barkarson, innkaupafulltrúi afþreyingar hjá Elko, segir verðhækkanir hjá birgjum eina af ástæðunum fyrir verðhækkun hjá sér. „Það má búast við einhverjum fleiri hækkunum vegna gengis, en ég hækka ekki bara til að hækka,“ segir hann. „Við reynum að halda verðinu eins lengi og við getum.“ Leikjavísir Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Tölvuleikir hafa hækkað í verði síðan krónan fór á skrið fyrir nokkrum dögum. Í verslunum BT eru þeir nú að meðaltali þrettán prósentum dýrari en 1. mars, samkvæmt verðkönnunum Fréttablaðsins og leikjasíðunnar GameOver.is. Í Elko hafa þeir hækkað um sex prósent að meðaltali. Verð fimmtán tölvuleikja var kannað í verslunum BT og Elko í Skeifunni um hádegisbil í gær. Fjórtán þeirra voru til í BT og níu í Elko. Þessi verð voru síðan borin saman við niðurstöður verðkönnunar GameOver.is frá 1. mars. Þar var verð á sömu leikjum kannað í sömu verslunum. Niðurstöðurnar eru þær að tölvuleikjaverð hefur hækkað í nær öllum tilfellum. Hlutfallslega var mesta hækkunin á PC-leikjum í BT, en þeir fóru úr 4.999 krónum í 5.999. Hækkunin nemur tuttugu prósentum. Þessa þúsund króna hækkun mátti sjá víðar í BT. PlayStation 3-leikir sem kostuðu 6.999 krónur kosta nú 7.999, Wii-leikir fóru úr 6.999 krónum í 7.999 krónur og Xbox 360-leikir hækkuðu einnig úr 6.999 krónum í 7.999. Í verslunum Elko hafði verðið ekki hækkað jafn mikið en í nokkrum tilvikum hafði þúsund krónum verið bætt við eldra verðið. Til dæmis kostar PC-útgáfan af Call of Duty 4 nú 4.995 krónur í Elko en var áður á 3.995. Hækkunin nemur tuttugu og fimm prósentum. „Það er búið að liggja fyrir í nokkrar vikur að það þyrfti að hækka verðið,“ segir Rúnar Örn Rafnsson, rekstrarstjóri BT. „Það hafa bæði orðið gengisbreytingar og hækkanir hjá birgjum þannig að það var fátt annað hægt að gera.“ Hann segist ekki eiga von á fleiri verðhækkunum á næstunni. Örn Barkarson, innkaupafulltrúi afþreyingar hjá Elko, segir verðhækkanir hjá birgjum eina af ástæðunum fyrir verðhækkun hjá sér. „Það má búast við einhverjum fleiri hækkunum vegna gengis, en ég hækka ekki bara til að hækka,“ segir hann. „Við reynum að halda verðinu eins lengi og við getum.“
Leikjavísir Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira