Madama Tobba Ólafur Sindri Ólafsson skrifar 13. mars 2008 07:00 Madama Tobba skrifaði leiðarvísi um ástarmál fyrir stúlkur árið 1922, á þeim tíma þegar daður og djass tröllriðu ístöðulausum stúlkum og ekki veitti af að minna hið fagra kyn á stað sinn og stétt. Stúlka, sem vill verða að einhverju, tryggir sér góða fyrirvinnu og giftist. Síðan rembist hún við að vera „heimilisrækin, geðgóð, stjórnsöm, þolinmóð, þrifin, réttsýn, sparsöm, starfssöm, gestrisin, vingjarnleg við heimilisfólkið og ástúðleg við manninn sinn." Allt í trausti þess og fullvissu um að á „fleyi heimilisins heldur konan um stjórnvölinn, en maðurinn er ræðarinn." Ljótasti löstur ungra kvenna er lauslætið: „Lauslæti — í hvaða mynd sem er, — er illgresi í blómgarði ástarinnar. Það setur blett á mannorð þitt; ljótan blett, sem fín föt, ilmvötn og kvensilfur getur ekki hulið eða afmáð." Lauslæti ræðst gegn sjálfu manneðlinu, helgi sjálfsvirðingarinnar og ástinni: „Ástin er fegursta og göfugasta tilfinningin sem í mönnunum býr og lög hennar ná jafnt til allra. […] Okkur er bannað að fara gálauslega með líf og heilsu; sama er að segja um ástina." Það sem meira er, lauslæti er leikur að hjörtum: „Margar stúlkur geta leikið sér að hjarta ungs ástfangins manns. Oft gera þær það í hugsunarleysi eða til þess að skemta sér við það, en venjulega ekki í illum tilgangi. En manninum fellur þetta þungt og þegar hann kemst að sannleikanum, getur táldrægnin leitt hann út á glapstigu, jafnvel til sjálfsmorðs eða annara glæpa. — Mundu það, unga stúlka, að hjartað er fínt líffæri." Síðan 1922 hefur margt breyst. Madama Tobba er orðin femínisti og hefur uppgötvað á sér snípinn. Henni er fullsæmandi að draga ölvaða menn heim í bólið (með þeim eindregna ásetningi að henda þeim frá sér aftur notuðum að morgni), þar má hún gamna sér með þeim næturlangt útkámuð í sleipiefni með titrandi rafmagnskúlur í óæðri endanum. Verði hún ólétt lætur hún tortíma fóstrinu. Hún er frjáls. Femínisminn hefur frelsað hana undan forneskjulegum álögum. Hengi elskandinn sig í ástarsorg, er það hans vandi en ekki hennar. En hvarfli að henni að svo mikið sem depla auga í átt að kynfærum manns fyrir þóknun kastar hún af sér nútímahempunni og stendur keik á peysufötunum fyrir framan spegilinn, otandi að spegilmynd sinni beinaberum fingri og tautandi í áminningartón eitthvað um ljóta bletti á skrautblómunum í ilmgarði ástarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Sindri Ólafsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Madama Tobba skrifaði leiðarvísi um ástarmál fyrir stúlkur árið 1922, á þeim tíma þegar daður og djass tröllriðu ístöðulausum stúlkum og ekki veitti af að minna hið fagra kyn á stað sinn og stétt. Stúlka, sem vill verða að einhverju, tryggir sér góða fyrirvinnu og giftist. Síðan rembist hún við að vera „heimilisrækin, geðgóð, stjórnsöm, þolinmóð, þrifin, réttsýn, sparsöm, starfssöm, gestrisin, vingjarnleg við heimilisfólkið og ástúðleg við manninn sinn." Allt í trausti þess og fullvissu um að á „fleyi heimilisins heldur konan um stjórnvölinn, en maðurinn er ræðarinn." Ljótasti löstur ungra kvenna er lauslætið: „Lauslæti — í hvaða mynd sem er, — er illgresi í blómgarði ástarinnar. Það setur blett á mannorð þitt; ljótan blett, sem fín föt, ilmvötn og kvensilfur getur ekki hulið eða afmáð." Lauslæti ræðst gegn sjálfu manneðlinu, helgi sjálfsvirðingarinnar og ástinni: „Ástin er fegursta og göfugasta tilfinningin sem í mönnunum býr og lög hennar ná jafnt til allra. […] Okkur er bannað að fara gálauslega með líf og heilsu; sama er að segja um ástina." Það sem meira er, lauslæti er leikur að hjörtum: „Margar stúlkur geta leikið sér að hjarta ungs ástfangins manns. Oft gera þær það í hugsunarleysi eða til þess að skemta sér við það, en venjulega ekki í illum tilgangi. En manninum fellur þetta þungt og þegar hann kemst að sannleikanum, getur táldrægnin leitt hann út á glapstigu, jafnvel til sjálfsmorðs eða annara glæpa. — Mundu það, unga stúlka, að hjartað er fínt líffæri." Síðan 1922 hefur margt breyst. Madama Tobba er orðin femínisti og hefur uppgötvað á sér snípinn. Henni er fullsæmandi að draga ölvaða menn heim í bólið (með þeim eindregna ásetningi að henda þeim frá sér aftur notuðum að morgni), þar má hún gamna sér með þeim næturlangt útkámuð í sleipiefni með titrandi rafmagnskúlur í óæðri endanum. Verði hún ólétt lætur hún tortíma fóstrinu. Hún er frjáls. Femínisminn hefur frelsað hana undan forneskjulegum álögum. Hengi elskandinn sig í ástarsorg, er það hans vandi en ekki hennar. En hvarfli að henni að svo mikið sem depla auga í átt að kynfærum manns fyrir þóknun kastar hún af sér nútímahempunni og stendur keik á peysufötunum fyrir framan spegilinn, otandi að spegilmynd sinni beinaberum fingri og tautandi í áminningartón eitthvað um ljóta bletti á skrautblómunum í ilmgarði ástarinnar.