Innipúkar í afneitun Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 29. febrúar 2008 06:00 Í nýlegri sjónvarpsauglýsingu frá 66 gráðum norður situr ungur strákur við útvarpið að morgni dags og hlustar spenntur á þulinn lesa upp nöfn þeirra skóla þar sem kennsla fellur niður vegna veðurs. Það er ekki oft sem ég verð meyr yfir auglýsingum en þessi kallar fram svo notalegar tilfinningar að ég gæti horft á hana aftur og aftur. Mér finnst litli strákurinn vera ég sjálf við eldhúsborðið heima fyrir allt of mörgum árum síðan og heyri í anda röddina í útvarpinu þylja upp nöfn skólanna á svæðinu uns hún nefnir loksins Þelamerkurskóla í Hörgárdal - skólann minn. Í minningunni jafnast þetta andartak næstum því á við það þegar klukkan slær sex á aðfangadagskvöld og þulurinn segir gleðileg jól. (Merkilegt hvað útvarpsþulir geta veitt manni mikla gleði.) Ekki það að mér hafi leiðst í skólanum. En skemmtilegur skóladagur jafnast seint á við sæluna sem fylgir því að staulast á fætur í kolniðamyrkri, heyra stórhríðina bylja á gluggunum og fá síðan leyfi, í útvarpi allra landsmanna, til þess að skríða aftur undir hlýja sæng. Einhverra hluta vegna er sú mýta lífseig að Íslendingar séu hraustmenni sem láta veðrið ekki á sig fá. Við grípum jafnan til hennar sjálf þegar útlendingar spyrja hvort það sé ekki óskaplega kalt á Íslandi. Fyrst reynum við að sjálfsögðu að sannfæra viðkomandi (og í leiðinni okkur sjálf) um að veðrið hér sé bara alveg bærilegt og minnumst ekki einu orði á þá staðreynd að fáar þjóðir kvarta jafn mikið undan veðrinu og við. Ef viðmælandinn er tortrygginn drepum við efasemdirnar með því að dásama dug íslenskra víkinga sem arka af stað út í daginn hvort sem það er sólskin eða bylur. Kannski stafa þessar ranghugmyndir af reynsluleysi. Sannleikurinn er nefnilega sá að fæst höfum við hugmynd um hvernig veðurfar er hér á landi. Í þau fáu skipti sem við hættum okkur út undir bert loft er það aðeins til þess að setjast upp í heitan bíl, helst einn af þessum óteljandi jeppum sem engin þjóð á jafn mikið af. Mig grunar að víkingunum forfeðrum okkar, þessum sem við erum svo gjörn á að bera okkur saman við, þætti dugur okkar heldur lítill þar sem við sitjum föst í snjóskafli á Miklubrautinni á nýja Landkrúsernum okkar og bölvum því að þurfa að fara út og skafa. Hinn íslenski víkingur er nefnilega ekki dugmeiri en svo að innst inni óskar hann þess einskis heitar en að röddin í útvarpinu gefi honum leyfi til þess að fara heim og breiða upp fyrir haus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Í nýlegri sjónvarpsauglýsingu frá 66 gráðum norður situr ungur strákur við útvarpið að morgni dags og hlustar spenntur á þulinn lesa upp nöfn þeirra skóla þar sem kennsla fellur niður vegna veðurs. Það er ekki oft sem ég verð meyr yfir auglýsingum en þessi kallar fram svo notalegar tilfinningar að ég gæti horft á hana aftur og aftur. Mér finnst litli strákurinn vera ég sjálf við eldhúsborðið heima fyrir allt of mörgum árum síðan og heyri í anda röddina í útvarpinu þylja upp nöfn skólanna á svæðinu uns hún nefnir loksins Þelamerkurskóla í Hörgárdal - skólann minn. Í minningunni jafnast þetta andartak næstum því á við það þegar klukkan slær sex á aðfangadagskvöld og þulurinn segir gleðileg jól. (Merkilegt hvað útvarpsþulir geta veitt manni mikla gleði.) Ekki það að mér hafi leiðst í skólanum. En skemmtilegur skóladagur jafnast seint á við sæluna sem fylgir því að staulast á fætur í kolniðamyrkri, heyra stórhríðina bylja á gluggunum og fá síðan leyfi, í útvarpi allra landsmanna, til þess að skríða aftur undir hlýja sæng. Einhverra hluta vegna er sú mýta lífseig að Íslendingar séu hraustmenni sem láta veðrið ekki á sig fá. Við grípum jafnan til hennar sjálf þegar útlendingar spyrja hvort það sé ekki óskaplega kalt á Íslandi. Fyrst reynum við að sjálfsögðu að sannfæra viðkomandi (og í leiðinni okkur sjálf) um að veðrið hér sé bara alveg bærilegt og minnumst ekki einu orði á þá staðreynd að fáar þjóðir kvarta jafn mikið undan veðrinu og við. Ef viðmælandinn er tortrygginn drepum við efasemdirnar með því að dásama dug íslenskra víkinga sem arka af stað út í daginn hvort sem það er sólskin eða bylur. Kannski stafa þessar ranghugmyndir af reynsluleysi. Sannleikurinn er nefnilega sá að fæst höfum við hugmynd um hvernig veðurfar er hér á landi. Í þau fáu skipti sem við hættum okkur út undir bert loft er það aðeins til þess að setjast upp í heitan bíl, helst einn af þessum óteljandi jeppum sem engin þjóð á jafn mikið af. Mig grunar að víkingunum forfeðrum okkar, þessum sem við erum svo gjörn á að bera okkur saman við, þætti dugur okkar heldur lítill þar sem við sitjum föst í snjóskafli á Miklubrautinni á nýja Landkrúsernum okkar og bölvum því að þurfa að fara út og skafa. Hinn íslenski víkingur er nefnilega ekki dugmeiri en svo að innst inni óskar hann þess einskis heitar en að röddin í útvarpinu gefi honum leyfi til þess að fara heim og breiða upp fyrir haus.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun