Konur segja já Steinunn Stefánsdóttir skrifar 5. febrúar 2008 06:30 Rúmlega eitt hundrað konur hafa í blaðaauglýsingu, og bréfi sem sent var til fimmtán stærstu fyrirtækja landsins, boðið fram krafta sína til stjórnarsetu í fyrirtækjum. Ástæðan fyrir framtaki þessara kvenna er sú að enn árið 2008 eru innan við 10% þeirra sem sitja í stjórnum stærstu fyrirtækja landsins konur, hundrað árum eftir að fyrsta konan tók sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur og liðlega þrjátíu árum eftir að viðurkennt var í lagasetningu að konur og karlar skyldu hafa jafnan rétt. Ýmsar skýringar eru á lofti þegar reynt er að grennslast fyrir um hverju það sæti að hlutfall kvenna í stjórnum stórra fyrirtækja sé svo lágt. Konum er bent á að bíða bara rólegar, þróunin í átt til aukinna valda kvenna í fyrirtækjum landsins taki sinn tíma. Ef þær segjast ekki vera tilbúnar til að bíða lengur er hinu slengt fram: Konur segja alltaf nei. Þær eru ekki tilbúnar til að axla ábyrgð þegar á hólminn er komið. Það er ekki síst þessari kenningu til höfuðs sem Félag kvenna í atvinnurekstri í félagi við LeiðtogaAuði birti auglýsinguna í blöðum í vikunni sem leið. Konurnar hundrað heita því nefnilega að segja já ef til þeirra er leitað og þær beðnar að taka sæti í stjórn fyrirtækis. Það hlýtur að vera akkur fyrir hvert fyrirtæki að margbreytileg sjónarmið liggi að baki stjórnun þess. Þeir sem bera ábyrgð á því að leita eftir fólki til stjórnarsetu sýna því ótrúlega mikið hugmyndaleysi við val sitt því iðulega eru stjórnir fyrirtækja skipaðar ákaflega einsleitum hópi karla sem jafnvel eru flestir á sama aldri. Rætt hefur verið um að setja lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja en til þess ráðs hefur til dæmis verið gripið í Noregi. Slík kvótastefna er umdeild en viðskiptaráðherra hefur ekki útilokað að kynjakvóti komi til greina. Framtak kvennanna sem auglýstu krafta sína í blöðunum leiðir vonandi til þess að konum muni fjölga í stjórnum fyrirtækja, ekki á næsta ári eða eftir tíu ár heldur strax. Konur mega ekki vera að því að bíða lengur. Þær hafa menntað sig og atvinnuþátttaka þeirra er nú ekki fjarri atvinnuþátttöku karla. Fyrirtækin sjálf mega ekki heldur vera að því að bíða. Þau geta ekki lengur leitt hjá sér krafta og hugmyndir kvenna. Kannanir hafa sýnt að þeim fyrirtækjum sem hafa konur í stjórnum sínum vegnar að jafnaði betur en fyrirtækjum sem hafa á að skipa einkynja karlastjórn. Það mætti því spyrja hvort fyrirtækin í landinu hafi efni á því að hafna ævinlega konum þegar kemur að því að velja fólk til stjórnarsetu. Það er kominn tími til að upphefja karlaveldið í stjórnum fyrirtækja og hleypa þangað inn fleiri sjónarmiðum. Konurnar hundrað hafa boðið fram krafta sína og ljóst er að þær eru bara toppurinn á ísjakanum. Miklu fleiri konur eru tilbúnar að axla miklu meiri ábyrgð en þær gera nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Rúmlega eitt hundrað konur hafa í blaðaauglýsingu, og bréfi sem sent var til fimmtán stærstu fyrirtækja landsins, boðið fram krafta sína til stjórnarsetu í fyrirtækjum. Ástæðan fyrir framtaki þessara kvenna er sú að enn árið 2008 eru innan við 10% þeirra sem sitja í stjórnum stærstu fyrirtækja landsins konur, hundrað árum eftir að fyrsta konan tók sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur og liðlega þrjátíu árum eftir að viðurkennt var í lagasetningu að konur og karlar skyldu hafa jafnan rétt. Ýmsar skýringar eru á lofti þegar reynt er að grennslast fyrir um hverju það sæti að hlutfall kvenna í stjórnum stórra fyrirtækja sé svo lágt. Konum er bent á að bíða bara rólegar, þróunin í átt til aukinna valda kvenna í fyrirtækjum landsins taki sinn tíma. Ef þær segjast ekki vera tilbúnar til að bíða lengur er hinu slengt fram: Konur segja alltaf nei. Þær eru ekki tilbúnar til að axla ábyrgð þegar á hólminn er komið. Það er ekki síst þessari kenningu til höfuðs sem Félag kvenna í atvinnurekstri í félagi við LeiðtogaAuði birti auglýsinguna í blöðum í vikunni sem leið. Konurnar hundrað heita því nefnilega að segja já ef til þeirra er leitað og þær beðnar að taka sæti í stjórn fyrirtækis. Það hlýtur að vera akkur fyrir hvert fyrirtæki að margbreytileg sjónarmið liggi að baki stjórnun þess. Þeir sem bera ábyrgð á því að leita eftir fólki til stjórnarsetu sýna því ótrúlega mikið hugmyndaleysi við val sitt því iðulega eru stjórnir fyrirtækja skipaðar ákaflega einsleitum hópi karla sem jafnvel eru flestir á sama aldri. Rætt hefur verið um að setja lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja en til þess ráðs hefur til dæmis verið gripið í Noregi. Slík kvótastefna er umdeild en viðskiptaráðherra hefur ekki útilokað að kynjakvóti komi til greina. Framtak kvennanna sem auglýstu krafta sína í blöðunum leiðir vonandi til þess að konum muni fjölga í stjórnum fyrirtækja, ekki á næsta ári eða eftir tíu ár heldur strax. Konur mega ekki vera að því að bíða lengur. Þær hafa menntað sig og atvinnuþátttaka þeirra er nú ekki fjarri atvinnuþátttöku karla. Fyrirtækin sjálf mega ekki heldur vera að því að bíða. Þau geta ekki lengur leitt hjá sér krafta og hugmyndir kvenna. Kannanir hafa sýnt að þeim fyrirtækjum sem hafa konur í stjórnum sínum vegnar að jafnaði betur en fyrirtækjum sem hafa á að skipa einkynja karlastjórn. Það mætti því spyrja hvort fyrirtækin í landinu hafi efni á því að hafna ævinlega konum þegar kemur að því að velja fólk til stjórnarsetu. Það er kominn tími til að upphefja karlaveldið í stjórnum fyrirtækja og hleypa þangað inn fleiri sjónarmiðum. Konurnar hundrað hafa boðið fram krafta sína og ljóst er að þær eru bara toppurinn á ísjakanum. Miklu fleiri konur eru tilbúnar að axla miklu meiri ábyrgð en þær gera nú.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun