Til varnar kristnum gildum 4. desember 2007 14:08 Samfélagið hefur logað í umræðum síðustu daga um kristin gildi. Þetta hefur verið þörf og góð umræða. Hér takast á trúleysingjar og trúaðir, fríkirkjumenn og þjóðkirkjumenn, lúterskir og liðsmenn annarra trúarbragða. Gott og vel. Á að úthýsa klerkum þjóðkirkjunnar úr skólum landsins? Á að breiða yfir kristileg gildi sem eru víða sýnileg í samfélaginu? Á að fella guð út úr sjálfum þjóðsöngnum. Hér er vert að staldra við. Umburðarlyndi er gott og gilt, sömuleiðis víðsýni og væntumþykja fyrir ólíkum skoðunum, en umburðarlyndið má ekki fletja út samfélagsgerðina. Við erum það sem við vorum. Við höfum búið við tiltölulega frjálslynd trúarbrögð um aldir. Þau hafa mótað alla innri gerð þjóðlífsins. Sú mótun hefur tekið marga mannsaldra. Hún hefur kennt okkur hver við erum. Samfélagið er byggt á kristnum gildum, kristinni sýn, kristinni sögu. Við getum ekki þóst vera önnur en við erum. Við hegðum okkur, meðvitað og ómeðvitað, eftir fastmótuðum venjum sem eru meira og minna byggðar á kristnum leikreglum. Umburðarlyndi fyrir margs konar trúarbrögðum er sjálfgefið. Kristnin er hins vegar svo samofin venjum okkar og siðum að það væri hreinn og klár flótti frá samfélagsgerð okkar að strika yfir hana si sona. Við getum það ekki. Og ég held við viljum það ekki. Hávaðasamir minnihlutahópar eru hverju samfélagi mikilvægir. Þeir hrista upp í umræðunni, eru mikilvirk áminning um að lýðræðis- og siðferðumræða verður að vera opin og breið. Ég ætla aftur á móti ekki að slökkva á siðvenjum mínum til að geðjast umræðunni um trúlaust samfélag. Ég get það ekki. Og held að trúleysingjarnir geti það ekki heldur. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Halldór 15.3.2025 Halldór
Samfélagið hefur logað í umræðum síðustu daga um kristin gildi. Þetta hefur verið þörf og góð umræða. Hér takast á trúleysingjar og trúaðir, fríkirkjumenn og þjóðkirkjumenn, lúterskir og liðsmenn annarra trúarbragða. Gott og vel. Á að úthýsa klerkum þjóðkirkjunnar úr skólum landsins? Á að breiða yfir kristileg gildi sem eru víða sýnileg í samfélaginu? Á að fella guð út úr sjálfum þjóðsöngnum. Hér er vert að staldra við. Umburðarlyndi er gott og gilt, sömuleiðis víðsýni og væntumþykja fyrir ólíkum skoðunum, en umburðarlyndið má ekki fletja út samfélagsgerðina. Við erum það sem við vorum. Við höfum búið við tiltölulega frjálslynd trúarbrögð um aldir. Þau hafa mótað alla innri gerð þjóðlífsins. Sú mótun hefur tekið marga mannsaldra. Hún hefur kennt okkur hver við erum. Samfélagið er byggt á kristnum gildum, kristinni sýn, kristinni sögu. Við getum ekki þóst vera önnur en við erum. Við hegðum okkur, meðvitað og ómeðvitað, eftir fastmótuðum venjum sem eru meira og minna byggðar á kristnum leikreglum. Umburðarlyndi fyrir margs konar trúarbrögðum er sjálfgefið. Kristnin er hins vegar svo samofin venjum okkar og siðum að það væri hreinn og klár flótti frá samfélagsgerð okkar að strika yfir hana si sona. Við getum það ekki. Og ég held við viljum það ekki. Hávaðasamir minnihlutahópar eru hverju samfélagi mikilvægir. Þeir hrista upp í umræðunni, eru mikilvirk áminning um að lýðræðis- og siðferðumræða verður að vera opin og breið. Ég ætla aftur á móti ekki að slökkva á siðvenjum mínum til að geðjast umræðunni um trúlaust samfélag. Ég get það ekki. Og held að trúleysingjarnir geti það ekki heldur. -SER.
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun