„Fundum einu sinni 50 borvélar við húsleit“ 15. nóvember 2007 12:28 Tilkynnt var um þrjú innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu í nótt og eitt innbrot á heimili. Um sjöleytið barst lögreglu tilkynning um innbrot í bíl við Grettisgötu. Talsvert af verkfærum var stolið úr bílnum ásamt hljómflutningstækjum. Skömmu síðar barst tilkynning um innbrot í bíl við Grýtubakka. Rúða í bílnum var sennt upp og verkfærum stolið ásamt geisladiskum með Svölu Björgvins og Birgittu Haukdal. Einnig var brotist inn í bíl við Klettháls. Þá var brotist inn á heimili í Lundabrekku í Kópavogi. Þaðan var stolið Playstation 3 tölvu og átta leikjum. Lögreglan segir fremur algengt að verkfærum sé stolið í innbrotum en ástæðan sé ekki sú að þau séu þægilegur gjaldmiðill á fíkniefnamarkaði. "Stundum liggja menn bara á þessum verkfærum vikum saman og ætla síðan að koma þessu í verð seinna," sagði lögreglumaður, á vakt, sem Vísir talaði við. "Ég man eftir því að eitt sinn fundum við 50 borvélar á heimili þar sem við gerðum húsleit," bætti lögreglumaðurinn við. Leikjavísir Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Tilkynnt var um þrjú innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu í nótt og eitt innbrot á heimili. Um sjöleytið barst lögreglu tilkynning um innbrot í bíl við Grettisgötu. Talsvert af verkfærum var stolið úr bílnum ásamt hljómflutningstækjum. Skömmu síðar barst tilkynning um innbrot í bíl við Grýtubakka. Rúða í bílnum var sennt upp og verkfærum stolið ásamt geisladiskum með Svölu Björgvins og Birgittu Haukdal. Einnig var brotist inn í bíl við Klettháls. Þá var brotist inn á heimili í Lundabrekku í Kópavogi. Þaðan var stolið Playstation 3 tölvu og átta leikjum. Lögreglan segir fremur algengt að verkfærum sé stolið í innbrotum en ástæðan sé ekki sú að þau séu þægilegur gjaldmiðill á fíkniefnamarkaði. "Stundum liggja menn bara á þessum verkfærum vikum saman og ætla síðan að koma þessu í verð seinna," sagði lögreglumaður, á vakt, sem Vísir talaði við. "Ég man eftir því að eitt sinn fundum við 50 borvélar á heimili þar sem við gerðum húsleit," bætti lögreglumaðurinn við.
Leikjavísir Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira