Bíó og sjónvarp

...og fimm vinsælustu sjónvarpsþættirnir eru:

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Frá lokum Edduverðlaunanna á síðasta ári.
Frá lokum Edduverðlaunanna á síðasta ári. MYND/Hörður Sveinsson
GameTV, Kompás, Næturvaktin, Stelpurnar og Venni Páer eru fimm vinsælustu sjónvarpsþættirnir samkvæmt kosningu almennings sem lauk klukkan fimm í dag á Vísi. Úr þessum hópi verður vinningshafinn valinn með símakosningu á meðan verðlaunaafhending Eddunnar 2007 fer fram á Hilton Hotel Nordica næstkomandi sunnudagskvöld.

Þeir sjónvarpsþættir sem komu þar á eftir voru Útsvar, Spaugstofan og Kastljós.

Á sama tíma og vefkosningunni lauk var kjörstað Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar lokað. Meðlimir akademíunnar kusu í öllum öðrum flokkum en Vinsælasta sjónvarpsþættinum.

Afhending Edduverðlaunanna 2007 verður á Hilton Hotel Nordica næstkomandi sunnudagskvöld. Bein útsending verður á RUV og hefst klukkan 19:40.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.