Aðsókn í bíó tók kipp Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 2. nóvember 2007 12:10 MYND/Getty Images Aðsókn á íslensku kvikmyndirnar sem nú eru sýndar í bíó tók kipp eftir að tilnefningar til Edduverðlauna voru kynntar í síðustu viku. Þannig jókst aðstókn á Veðramót um 60-70 prósent strax í kjölfar tilnefninganna. Aðsókn á Astrópíu jókst að sama skapi um 42 prósent. Heimildarmyndin Syndir feðranna var frumsýnd helgina áður en tilnefningarnar voru birtar. "Við merkjum ekki hvaða áhrif Eddan hefur á hana vegna þess," segir Jón Eiríkur Jóhannsson rekstrarstjóri kvikmyndahúsa Senu. Heimildarmyndir þurfi lengri tíma og þær þurfi einnig að meta á annan hátt en íslenskar kvikmyndir. Heildaraðsókn á Veðramót er komin upp í tæplega 16 þúsund. "Það er gríðarlega gott fyrir þessa mynd og Eddan er klárlega að veita henni framhaldslíf," segir Jón. Hann segir myndina höfða meira til eldri hópa og mikil aukning sé merkjanleg á dagsýningum um helgar. Heildaraðsókn á Astrópíu er nú orðin rúmlega 45 þúsund. Aðsóknin tók mikinn kipp eftir tilnefningarnar. Ingi Úlfar Helgason sérfræðingur hjá Sambíóunum segir afar sjaldgæft að svona mikil aukning verði á aðsókn, sérstaklega þar sem myndin hefur verið sýnd í tæpar 10 vikur. "Það eru vanalega bara barnamyndir sem ná að halda sér svona lengi." Aðspurður segir Ingi að ekki hafi komið til tals að hefja aftur sýningar á þeim myndum sem eru tilnefndar en hættar í sýningu. Ekki hafi komið ósk um það frá dreifendum. Vel geti þó verið að það gerist. Eddan Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Aðsókn á íslensku kvikmyndirnar sem nú eru sýndar í bíó tók kipp eftir að tilnefningar til Edduverðlauna voru kynntar í síðustu viku. Þannig jókst aðstókn á Veðramót um 60-70 prósent strax í kjölfar tilnefninganna. Aðsókn á Astrópíu jókst að sama skapi um 42 prósent. Heimildarmyndin Syndir feðranna var frumsýnd helgina áður en tilnefningarnar voru birtar. "Við merkjum ekki hvaða áhrif Eddan hefur á hana vegna þess," segir Jón Eiríkur Jóhannsson rekstrarstjóri kvikmyndahúsa Senu. Heimildarmyndir þurfi lengri tíma og þær þurfi einnig að meta á annan hátt en íslenskar kvikmyndir. Heildaraðsókn á Veðramót er komin upp í tæplega 16 þúsund. "Það er gríðarlega gott fyrir þessa mynd og Eddan er klárlega að veita henni framhaldslíf," segir Jón. Hann segir myndina höfða meira til eldri hópa og mikil aukning sé merkjanleg á dagsýningum um helgar. Heildaraðsókn á Astrópíu er nú orðin rúmlega 45 þúsund. Aðsóknin tók mikinn kipp eftir tilnefningarnar. Ingi Úlfar Helgason sérfræðingur hjá Sambíóunum segir afar sjaldgæft að svona mikil aukning verði á aðsókn, sérstaklega þar sem myndin hefur verið sýnd í tæpar 10 vikur. "Það eru vanalega bara barnamyndir sem ná að halda sér svona lengi." Aðspurður segir Ingi að ekki hafi komið til tals að hefja aftur sýningar á þeim myndum sem eru tilnefndar en hættar í sýningu. Ekki hafi komið ósk um það frá dreifendum. Vel geti þó verið að það gerist.
Eddan Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira