Dagur byrjar vel 19. október 2007 11:07 Mér sýnist Dagur B. Eggertsson byrja vel í störfum sínum sem borgarstjóri. Hann hefur yfir sér þægilega áru; laus við æsing og yfirlæti. Þá talar hann skýrt og kemur vel fyrir sig orði. Mér virðist sem hann geti orðið hinn pólitíski borgarlæknir sem á þurfti að halda eftir þá mögnuðu slysaöldu sem riðið hefur yfir Ráðhúsið. Mogginn hefur verið að stríða Degi síðustu daga, sem er von; blaðið er í sárum eftir sundrungu sjálfstæðismanna í borginni en hitt veldur líklega meiru að málgagninu virðist beinlínis vera illa við Samfylkingarfólk, frá Ingibjörgu Sólrúnu og niðrúr. Mogginn segir Dag vera mann orðavaðalsins - og það er að greina á skrifum blaðsins að nýi borgarstjórinn tali meira en hann hugsi. Mér finnst hæfa að dæma menn af verkum sínum, hvar í flokki sem þeir standa. Það er lýðræðislega látlaust. Ég hef stundum sagt að það séu forréttindi hins frjálsa blaða- og fréttamanns að vera ekki fjötraður í flokka og fyrirtæki. Fjölmiðlafólk má vissulega hafa skoðanir en það á að láta öðrum eftir flokkspólitískt skítkast. Dagur byrjar annars kröftulega - hvað sem Mogginn segir - og ræðst að stærsta pólitíska verkefni samtímans sem er að auka veg láglaunastéttanna í Reykjavík. Borgin ætlar að veita nálega 800 milljónum í kaupauka handa leikskóla- og grunnskólakennurum í Reykjavík. Þetta eru orð í tíma töluð; ég hef ekki áður heyrt að kaupauki snerti aðra menn en ofurlaunarefi bissnessgrenjanna. Kaupauki umönnunarstétta er flott pólitík. Hann varðar fjölskyldumál sem eru aftarlega á meri íslenskra stjórnmálaflokka. Ég hef aldrei skilið afhverju pólitíkusar hér á landi berjast ekki af meira krafti fyrir heimilin í landinu. Ekkert fyrirbrigði í samfélaginu er skattlagt jafn rækilega og venjulegt fjölskyldufólk. Kannski vegna þess að það er svo auðvelt. Verst stendur náttúrlega ungt barnafólk. Heimili þess eru í sjálfri skotlínu skattheimtunnar. Þau væru eflaust betur sett ef þau hétu fyrirtæki í orðabókum þingmanna og sveitarstjórnarmanna. Annað mál: Það er trausvekjandi að hálfu nýs borgarmeirirhluta að fá þau Bryndísi Hlöðversdóttur, Jón Sigurðsson og Ástráð Haraldsson til að setjast í stjórn Orkuveitunnar fyrir hönd valdahafanna. Mér líður fyrir vikið einhvern veginn betur að skrúfa frá heita vatninu. En mikið lifandi skelfing er ég líka sammála Gísla Marteini Baldurssyni borgarfulltrúa nýs minnihluta: Stýrihópurinn um Orkuveituklúðrið verður að vera eitthvað annað og meira en eitt stórt teppi sem veggjatítlunum og silfurskottunum verður sópað undir. Við borgarbúar eigum heimtingu á því að vita hvað raunverulega gerðist á bak við tjöldin - og mér er eiginlega alveg sama hver er þar skúrkurinn og hver hetjan og hvaða flokki þeir tilheyra. Hinn raunverulegi meirihluti í borginni er ekki flokksbundinn og því síður bundinn á klafa einhverra pólitískra hagsmunahópa. Þessi raunverulegi meirihluti vill fá svör við mjög einföldum spurningum; svo sem þeirri hvort og hver gaf útvöldum gróðann úr sameignlegum sjóðum okkar. Að lokum þetta: Er ég einn um þá skoðun að eðlilegast í þessu máli öllu hefði verið að kjósa á ný til borgarstjórnar Reykjavíkur? Eða hafa allir fulltrúarnir fimmtán breyst í einn alls herjar Gordon Brown í borginni? -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun
Mér sýnist Dagur B. Eggertsson byrja vel í störfum sínum sem borgarstjóri. Hann hefur yfir sér þægilega áru; laus við æsing og yfirlæti. Þá talar hann skýrt og kemur vel fyrir sig orði. Mér virðist sem hann geti orðið hinn pólitíski borgarlæknir sem á þurfti að halda eftir þá mögnuðu slysaöldu sem riðið hefur yfir Ráðhúsið. Mogginn hefur verið að stríða Degi síðustu daga, sem er von; blaðið er í sárum eftir sundrungu sjálfstæðismanna í borginni en hitt veldur líklega meiru að málgagninu virðist beinlínis vera illa við Samfylkingarfólk, frá Ingibjörgu Sólrúnu og niðrúr. Mogginn segir Dag vera mann orðavaðalsins - og það er að greina á skrifum blaðsins að nýi borgarstjórinn tali meira en hann hugsi. Mér finnst hæfa að dæma menn af verkum sínum, hvar í flokki sem þeir standa. Það er lýðræðislega látlaust. Ég hef stundum sagt að það séu forréttindi hins frjálsa blaða- og fréttamanns að vera ekki fjötraður í flokka og fyrirtæki. Fjölmiðlafólk má vissulega hafa skoðanir en það á að láta öðrum eftir flokkspólitískt skítkast. Dagur byrjar annars kröftulega - hvað sem Mogginn segir - og ræðst að stærsta pólitíska verkefni samtímans sem er að auka veg láglaunastéttanna í Reykjavík. Borgin ætlar að veita nálega 800 milljónum í kaupauka handa leikskóla- og grunnskólakennurum í Reykjavík. Þetta eru orð í tíma töluð; ég hef ekki áður heyrt að kaupauki snerti aðra menn en ofurlaunarefi bissnessgrenjanna. Kaupauki umönnunarstétta er flott pólitík. Hann varðar fjölskyldumál sem eru aftarlega á meri íslenskra stjórnmálaflokka. Ég hef aldrei skilið afhverju pólitíkusar hér á landi berjast ekki af meira krafti fyrir heimilin í landinu. Ekkert fyrirbrigði í samfélaginu er skattlagt jafn rækilega og venjulegt fjölskyldufólk. Kannski vegna þess að það er svo auðvelt. Verst stendur náttúrlega ungt barnafólk. Heimili þess eru í sjálfri skotlínu skattheimtunnar. Þau væru eflaust betur sett ef þau hétu fyrirtæki í orðabókum þingmanna og sveitarstjórnarmanna. Annað mál: Það er trausvekjandi að hálfu nýs borgarmeirirhluta að fá þau Bryndísi Hlöðversdóttur, Jón Sigurðsson og Ástráð Haraldsson til að setjast í stjórn Orkuveitunnar fyrir hönd valdahafanna. Mér líður fyrir vikið einhvern veginn betur að skrúfa frá heita vatninu. En mikið lifandi skelfing er ég líka sammála Gísla Marteini Baldurssyni borgarfulltrúa nýs minnihluta: Stýrihópurinn um Orkuveituklúðrið verður að vera eitthvað annað og meira en eitt stórt teppi sem veggjatítlunum og silfurskottunum verður sópað undir. Við borgarbúar eigum heimtingu á því að vita hvað raunverulega gerðist á bak við tjöldin - og mér er eiginlega alveg sama hver er þar skúrkurinn og hver hetjan og hvaða flokki þeir tilheyra. Hinn raunverulegi meirihluti í borginni er ekki flokksbundinn og því síður bundinn á klafa einhverra pólitískra hagsmunahópa. Þessi raunverulegi meirihluti vill fá svör við mjög einföldum spurningum; svo sem þeirri hvort og hver gaf útvöldum gróðann úr sameignlegum sjóðum okkar. Að lokum þetta: Er ég einn um þá skoðun að eðlilegast í þessu máli öllu hefði verið að kjósa á ný til borgarstjórnar Reykjavíkur? Eða hafa allir fulltrúarnir fimmtán breyst í einn alls herjar Gordon Brown í borginni? -SER.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun